Ferðalagi síbrotamanna er lokið 22. september 2006 07:45 Tveir ungir menn hafa verið úrskurðaðir í síbrotagæslu í Héraðsdómi Reykjaness til 20. desember, en þeir voru handteknir á stolinni jeppabifreið í Reykjavík í fyrrinótt. Um er að ræða sömu mennina og brutust inn í félagsheimilið Árnes í Gnúpverjahreppi og fjölmarga sumarbústaði í Borgarfirði fyrr í vikunni. Mennirnir fóru inn í ólæst hús í Breiðholti á þriðjudagskvöld og stálu þaðan lyklum af Lexus-jeppa sem er metinn á um 5 milljónir króna, en þeim hafði verið sleppt úr haldi lögreglunnar á Selfossi fyrr um daginn. Ólögráða stúlka sem hafði tekið þátt í fyrri afbrotum þeirra var ekki með þeim að þessu sinni. Lögreglan kom að mönnunum sofandi í jeppanum í fyrrinótt en þegar þeir urðu lögreglu varir reyndu þeir að stinga af. Sá eltingarleikur endaði með því að þeir óku bifreiðinni á húsvegg og skemmdist hann töluvert. Nokkuð af ætluðu þýfi fannst í bifreiðinni, en hún er sú þriðja sem mennirnir hafa stolið á tæpri viku. Mennirnir eru fæddir 1985 og 1988 og eiga langan sakaferil að baki. Þeir eru grunaðir um fjölmörg innbrot og þjófnaði í Keflavík á síðustu vikum og hafa verið afhentir lögreglu þar. Þá hefur lögreglan í Kópavogi staðfest að mennirnir liggi undir grun vegna ýmissa afbrota þar. Ferð þeirra um landið hófst í Reykjavík í síðustu viku þegar þeir stálu bíl og keyrðu út úr borginni í norðurátt. Þeir brutust inn í að minnsta kosti fjóra sumarbústaði í Borgarfirði og stálu þaðan ýmsum munum auk þess sem þeir ollu töluverðum skemmdum á bústöðunum. Samkvæmt lögreglunni í Borgarnesi er enn verið að rannsaka hvort slóð þeirra liggi víðar í umdæminu. Næsti þekkti viðkomustaður þeirra var Húsavík. Þar urðu þeir að öllum líkindum bensínlausir og stálu því öðrum bíl. Mennirnir yfirgáfu þó ekki bæinn fyrr en þeir höfðu brotist inn í tvo bíla og stolið þaðan fjölda geisladiska og öðru smálegu. Þá fundust munir úr sumarbústaðainnbrotunum í bílnum sem þeir skildu eftir. Samkvæmt Húsavíkurlögreglunni héldu þeir þaðan til baka í átt að höfuðborginni. Á bílnum sem þeir stálu á Húsavík óku þeir að Selfossi þar sem þeir voru handteknir á þriðjudagsmorguninn eins og fyrr segir. Innlent Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Tveir ungir menn hafa verið úrskurðaðir í síbrotagæslu í Héraðsdómi Reykjaness til 20. desember, en þeir voru handteknir á stolinni jeppabifreið í Reykjavík í fyrrinótt. Um er að ræða sömu mennina og brutust inn í félagsheimilið Árnes í Gnúpverjahreppi og fjölmarga sumarbústaði í Borgarfirði fyrr í vikunni. Mennirnir fóru inn í ólæst hús í Breiðholti á þriðjudagskvöld og stálu þaðan lyklum af Lexus-jeppa sem er metinn á um 5 milljónir króna, en þeim hafði verið sleppt úr haldi lögreglunnar á Selfossi fyrr um daginn. Ólögráða stúlka sem hafði tekið þátt í fyrri afbrotum þeirra var ekki með þeim að þessu sinni. Lögreglan kom að mönnunum sofandi í jeppanum í fyrrinótt en þegar þeir urðu lögreglu varir reyndu þeir að stinga af. Sá eltingarleikur endaði með því að þeir óku bifreiðinni á húsvegg og skemmdist hann töluvert. Nokkuð af ætluðu þýfi fannst í bifreiðinni, en hún er sú þriðja sem mennirnir hafa stolið á tæpri viku. Mennirnir eru fæddir 1985 og 1988 og eiga langan sakaferil að baki. Þeir eru grunaðir um fjölmörg innbrot og þjófnaði í Keflavík á síðustu vikum og hafa verið afhentir lögreglu þar. Þá hefur lögreglan í Kópavogi staðfest að mennirnir liggi undir grun vegna ýmissa afbrota þar. Ferð þeirra um landið hófst í Reykjavík í síðustu viku þegar þeir stálu bíl og keyrðu út úr borginni í norðurátt. Þeir brutust inn í að minnsta kosti fjóra sumarbústaði í Borgarfirði og stálu þaðan ýmsum munum auk þess sem þeir ollu töluverðum skemmdum á bústöðunum. Samkvæmt lögreglunni í Borgarnesi er enn verið að rannsaka hvort slóð þeirra liggi víðar í umdæminu. Næsti þekkti viðkomustaður þeirra var Húsavík. Þar urðu þeir að öllum líkindum bensínlausir og stálu því öðrum bíl. Mennirnir yfirgáfu þó ekki bæinn fyrr en þeir höfðu brotist inn í tvo bíla og stolið þaðan fjölda geisladiska og öðru smálegu. Þá fundust munir úr sumarbústaðainnbrotunum í bílnum sem þeir skildu eftir. Samkvæmt Húsavíkurlögreglunni héldu þeir þaðan til baka í átt að höfuðborginni. Á bílnum sem þeir stálu á Húsavík óku þeir að Selfossi þar sem þeir voru handteknir á þriðjudagsmorguninn eins og fyrr segir.
Innlent Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira