Ferðalagi síbrotamanna er lokið 22. september 2006 07:45 Tveir ungir menn hafa verið úrskurðaðir í síbrotagæslu í Héraðsdómi Reykjaness til 20. desember, en þeir voru handteknir á stolinni jeppabifreið í Reykjavík í fyrrinótt. Um er að ræða sömu mennina og brutust inn í félagsheimilið Árnes í Gnúpverjahreppi og fjölmarga sumarbústaði í Borgarfirði fyrr í vikunni. Mennirnir fóru inn í ólæst hús í Breiðholti á þriðjudagskvöld og stálu þaðan lyklum af Lexus-jeppa sem er metinn á um 5 milljónir króna, en þeim hafði verið sleppt úr haldi lögreglunnar á Selfossi fyrr um daginn. Ólögráða stúlka sem hafði tekið þátt í fyrri afbrotum þeirra var ekki með þeim að þessu sinni. Lögreglan kom að mönnunum sofandi í jeppanum í fyrrinótt en þegar þeir urðu lögreglu varir reyndu þeir að stinga af. Sá eltingarleikur endaði með því að þeir óku bifreiðinni á húsvegg og skemmdist hann töluvert. Nokkuð af ætluðu þýfi fannst í bifreiðinni, en hún er sú þriðja sem mennirnir hafa stolið á tæpri viku. Mennirnir eru fæddir 1985 og 1988 og eiga langan sakaferil að baki. Þeir eru grunaðir um fjölmörg innbrot og þjófnaði í Keflavík á síðustu vikum og hafa verið afhentir lögreglu þar. Þá hefur lögreglan í Kópavogi staðfest að mennirnir liggi undir grun vegna ýmissa afbrota þar. Ferð þeirra um landið hófst í Reykjavík í síðustu viku þegar þeir stálu bíl og keyrðu út úr borginni í norðurátt. Þeir brutust inn í að minnsta kosti fjóra sumarbústaði í Borgarfirði og stálu þaðan ýmsum munum auk þess sem þeir ollu töluverðum skemmdum á bústöðunum. Samkvæmt lögreglunni í Borgarnesi er enn verið að rannsaka hvort slóð þeirra liggi víðar í umdæminu. Næsti þekkti viðkomustaður þeirra var Húsavík. Þar urðu þeir að öllum líkindum bensínlausir og stálu því öðrum bíl. Mennirnir yfirgáfu þó ekki bæinn fyrr en þeir höfðu brotist inn í tvo bíla og stolið þaðan fjölda geisladiska og öðru smálegu. Þá fundust munir úr sumarbústaðainnbrotunum í bílnum sem þeir skildu eftir. Samkvæmt Húsavíkurlögreglunni héldu þeir þaðan til baka í átt að höfuðborginni. Á bílnum sem þeir stálu á Húsavík óku þeir að Selfossi þar sem þeir voru handteknir á þriðjudagsmorguninn eins og fyrr segir. Innlent Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Tveir ungir menn hafa verið úrskurðaðir í síbrotagæslu í Héraðsdómi Reykjaness til 20. desember, en þeir voru handteknir á stolinni jeppabifreið í Reykjavík í fyrrinótt. Um er að ræða sömu mennina og brutust inn í félagsheimilið Árnes í Gnúpverjahreppi og fjölmarga sumarbústaði í Borgarfirði fyrr í vikunni. Mennirnir fóru inn í ólæst hús í Breiðholti á þriðjudagskvöld og stálu þaðan lyklum af Lexus-jeppa sem er metinn á um 5 milljónir króna, en þeim hafði verið sleppt úr haldi lögreglunnar á Selfossi fyrr um daginn. Ólögráða stúlka sem hafði tekið þátt í fyrri afbrotum þeirra var ekki með þeim að þessu sinni. Lögreglan kom að mönnunum sofandi í jeppanum í fyrrinótt en þegar þeir urðu lögreglu varir reyndu þeir að stinga af. Sá eltingarleikur endaði með því að þeir óku bifreiðinni á húsvegg og skemmdist hann töluvert. Nokkuð af ætluðu þýfi fannst í bifreiðinni, en hún er sú þriðja sem mennirnir hafa stolið á tæpri viku. Mennirnir eru fæddir 1985 og 1988 og eiga langan sakaferil að baki. Þeir eru grunaðir um fjölmörg innbrot og þjófnaði í Keflavík á síðustu vikum og hafa verið afhentir lögreglu þar. Þá hefur lögreglan í Kópavogi staðfest að mennirnir liggi undir grun vegna ýmissa afbrota þar. Ferð þeirra um landið hófst í Reykjavík í síðustu viku þegar þeir stálu bíl og keyrðu út úr borginni í norðurátt. Þeir brutust inn í að minnsta kosti fjóra sumarbústaði í Borgarfirði og stálu þaðan ýmsum munum auk þess sem þeir ollu töluverðum skemmdum á bústöðunum. Samkvæmt lögreglunni í Borgarnesi er enn verið að rannsaka hvort slóð þeirra liggi víðar í umdæminu. Næsti þekkti viðkomustaður þeirra var Húsavík. Þar urðu þeir að öllum líkindum bensínlausir og stálu því öðrum bíl. Mennirnir yfirgáfu þó ekki bæinn fyrr en þeir höfðu brotist inn í tvo bíla og stolið þaðan fjölda geisladiska og öðru smálegu. Þá fundust munir úr sumarbústaðainnbrotunum í bílnum sem þeir skildu eftir. Samkvæmt Húsavíkurlögreglunni héldu þeir þaðan til baka í átt að höfuðborginni. Á bílnum sem þeir stálu á Húsavík óku þeir að Selfossi þar sem þeir voru handteknir á þriðjudagsmorguninn eins og fyrr segir.
Innlent Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira