Skilning skortir í samfélaginu 2. október 2006 03:30 Ólöf Bjarnadóttir Tauga- og endurhæfingarlæknir Markmið málþings um heilaskaða sem haldið var fyrir helgina var að auka umræðu og skilning á hlutskipti fólks með heilaskaða og þeirra nánasta umhverfi. Ólöf Bjarnadóttir, tauga- og endurhæfingarlæknir á Reykjalundi, segir mikilvægt að skilgreina og greina vanda heilaskaðaðra. Þessi hópur hefur verið falinn í þjóðfélaginu þar sem vandinn er ekki sýnilegur utan á fólki. Birtingarmynd heilaskaða getur verið mismunandi, sumir eiga erfitt með að skynja umhverfið, aðrir eiga við minnisskerðingu að stríða og enn aðrir missa einbeitinguna. Ólöf segir fólk með heilaskaða geta tekið persónuleikabreytingum og það hafi áhrif á alla fjölskylduna. Skyndilega er komin ný persóna á heimilið og það getur verið erfitt fyrir aðra fjölskyldumeðlimi að horfast í augu við þessar breytingar. Ólöf segir heilaskaðaða og fjölskyldur þeirra oft skorta skilning í samfélaginu og þess vegna hafi verið ákveðið að leggja hornstein að stofnun félags aðstandenda og fagfólks um málefni fólks með heilaskaða. Af þeim 500 sem sem hljóta heilaskaða árlega greinast 55 með miðlungs- eða alvarlegan heilaskaða og þarf sá hópur á sérhæfðri endurhæfingu að halda, segir Ólöf. Hún segir að nú komi um 30 manns á göngudeild Reykjalundar vegna heilaskaða en þar er einnig starfandi teymi um þennan málaflokk. Ólöf segir algengustu orsakir heilaskaða hjá fullorðnum umferðarslys og ofbeldisverk, en byltur og föll hjá börnum og gamalmennum. Þá fer þeim fjölgandi sem hljóta heilaskaða af völdum ofbeldis. Heilaskaðar hjá börnum hafa oft alvarlegar afleiðingar á hæfni þeirra því þau skortir bakgrunn til að bæta upp skaðann. Ólöf segir auknar kröfur á vinnumarkaði hafa orðið til þess að færri fórnarlömb heilaskaða geti nú stundað vinnu á almennum markaði. Innlent Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Markmið málþings um heilaskaða sem haldið var fyrir helgina var að auka umræðu og skilning á hlutskipti fólks með heilaskaða og þeirra nánasta umhverfi. Ólöf Bjarnadóttir, tauga- og endurhæfingarlæknir á Reykjalundi, segir mikilvægt að skilgreina og greina vanda heilaskaðaðra. Þessi hópur hefur verið falinn í þjóðfélaginu þar sem vandinn er ekki sýnilegur utan á fólki. Birtingarmynd heilaskaða getur verið mismunandi, sumir eiga erfitt með að skynja umhverfið, aðrir eiga við minnisskerðingu að stríða og enn aðrir missa einbeitinguna. Ólöf segir fólk með heilaskaða geta tekið persónuleikabreytingum og það hafi áhrif á alla fjölskylduna. Skyndilega er komin ný persóna á heimilið og það getur verið erfitt fyrir aðra fjölskyldumeðlimi að horfast í augu við þessar breytingar. Ólöf segir heilaskaðaða og fjölskyldur þeirra oft skorta skilning í samfélaginu og þess vegna hafi verið ákveðið að leggja hornstein að stofnun félags aðstandenda og fagfólks um málefni fólks með heilaskaða. Af þeim 500 sem sem hljóta heilaskaða árlega greinast 55 með miðlungs- eða alvarlegan heilaskaða og þarf sá hópur á sérhæfðri endurhæfingu að halda, segir Ólöf. Hún segir að nú komi um 30 manns á göngudeild Reykjalundar vegna heilaskaða en þar er einnig starfandi teymi um þennan málaflokk. Ólöf segir algengustu orsakir heilaskaða hjá fullorðnum umferðarslys og ofbeldisverk, en byltur og föll hjá börnum og gamalmennum. Þá fer þeim fjölgandi sem hljóta heilaskaða af völdum ofbeldis. Heilaskaðar hjá börnum hafa oft alvarlegar afleiðingar á hæfni þeirra því þau skortir bakgrunn til að bæta upp skaðann. Ólöf segir auknar kröfur á vinnumarkaði hafa orðið til þess að færri fórnarlömb heilaskaða geti nú stundað vinnu á almennum markaði.
Innlent Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira