Skilning skortir í samfélaginu 2. október 2006 03:30 Ólöf Bjarnadóttir Tauga- og endurhæfingarlæknir Markmið málþings um heilaskaða sem haldið var fyrir helgina var að auka umræðu og skilning á hlutskipti fólks með heilaskaða og þeirra nánasta umhverfi. Ólöf Bjarnadóttir, tauga- og endurhæfingarlæknir á Reykjalundi, segir mikilvægt að skilgreina og greina vanda heilaskaðaðra. Þessi hópur hefur verið falinn í þjóðfélaginu þar sem vandinn er ekki sýnilegur utan á fólki. Birtingarmynd heilaskaða getur verið mismunandi, sumir eiga erfitt með að skynja umhverfið, aðrir eiga við minnisskerðingu að stríða og enn aðrir missa einbeitinguna. Ólöf segir fólk með heilaskaða geta tekið persónuleikabreytingum og það hafi áhrif á alla fjölskylduna. Skyndilega er komin ný persóna á heimilið og það getur verið erfitt fyrir aðra fjölskyldumeðlimi að horfast í augu við þessar breytingar. Ólöf segir heilaskaðaða og fjölskyldur þeirra oft skorta skilning í samfélaginu og þess vegna hafi verið ákveðið að leggja hornstein að stofnun félags aðstandenda og fagfólks um málefni fólks með heilaskaða. Af þeim 500 sem sem hljóta heilaskaða árlega greinast 55 með miðlungs- eða alvarlegan heilaskaða og þarf sá hópur á sérhæfðri endurhæfingu að halda, segir Ólöf. Hún segir að nú komi um 30 manns á göngudeild Reykjalundar vegna heilaskaða en þar er einnig starfandi teymi um þennan málaflokk. Ólöf segir algengustu orsakir heilaskaða hjá fullorðnum umferðarslys og ofbeldisverk, en byltur og föll hjá börnum og gamalmennum. Þá fer þeim fjölgandi sem hljóta heilaskaða af völdum ofbeldis. Heilaskaðar hjá börnum hafa oft alvarlegar afleiðingar á hæfni þeirra því þau skortir bakgrunn til að bæta upp skaðann. Ólöf segir auknar kröfur á vinnumarkaði hafa orðið til þess að færri fórnarlömb heilaskaða geti nú stundað vinnu á almennum markaði. Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
Markmið málþings um heilaskaða sem haldið var fyrir helgina var að auka umræðu og skilning á hlutskipti fólks með heilaskaða og þeirra nánasta umhverfi. Ólöf Bjarnadóttir, tauga- og endurhæfingarlæknir á Reykjalundi, segir mikilvægt að skilgreina og greina vanda heilaskaðaðra. Þessi hópur hefur verið falinn í þjóðfélaginu þar sem vandinn er ekki sýnilegur utan á fólki. Birtingarmynd heilaskaða getur verið mismunandi, sumir eiga erfitt með að skynja umhverfið, aðrir eiga við minnisskerðingu að stríða og enn aðrir missa einbeitinguna. Ólöf segir fólk með heilaskaða geta tekið persónuleikabreytingum og það hafi áhrif á alla fjölskylduna. Skyndilega er komin ný persóna á heimilið og það getur verið erfitt fyrir aðra fjölskyldumeðlimi að horfast í augu við þessar breytingar. Ólöf segir heilaskaðaða og fjölskyldur þeirra oft skorta skilning í samfélaginu og þess vegna hafi verið ákveðið að leggja hornstein að stofnun félags aðstandenda og fagfólks um málefni fólks með heilaskaða. Af þeim 500 sem sem hljóta heilaskaða árlega greinast 55 með miðlungs- eða alvarlegan heilaskaða og þarf sá hópur á sérhæfðri endurhæfingu að halda, segir Ólöf. Hún segir að nú komi um 30 manns á göngudeild Reykjalundar vegna heilaskaða en þar er einnig starfandi teymi um þennan málaflokk. Ólöf segir algengustu orsakir heilaskaða hjá fullorðnum umferðarslys og ofbeldisverk, en byltur og föll hjá börnum og gamalmennum. Þá fer þeim fjölgandi sem hljóta heilaskaða af völdum ofbeldis. Heilaskaðar hjá börnum hafa oft alvarlegar afleiðingar á hæfni þeirra því þau skortir bakgrunn til að bæta upp skaðann. Ólöf segir auknar kröfur á vinnumarkaði hafa orðið til þess að færri fórnarlömb heilaskaða geti nú stundað vinnu á almennum markaði.
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira