Herleysinu fagnað 2. október 2006 06:30 Á miðnesheiði Mikill fjöldi herstöðvaandstæðinga fór í skoðunarferð um varnarliðssvæðið í fylgd leiðsögumanna og kyrjaði baráttusöngva þrátt fyrir bann við háreysti.Fréttablaðið/Víkurfréttir Í kringum 70 herstöðvaandstæðingar fylktu liði til Suðurnesja í gær og skoðuðu herstöðina á Miðnesheiði, fyrstir almennra borgara eftir að Bandaríkjaher yfirgaf svæðið í gær. Ferðin var farin á vegum Samtaka herstöðvaandstæðina og fór hópurinn um varnarsvæðið fyrrverandi í fylgd leiðsögumanns sem sýndi þeim markverðustu og menguðustu staði þess. Hópurinn hóf einnig upp raust sína af og til og kyrjaði alkunna baráttusöngva sína. Eftir að Bandaríkjaher hvarf á brott hefur slagorð samtakanna þó tekið breytingum, og í stað hins gamalkunna „Ísland úr NATÓ - herinn á brott" stóð á skiltum þeirra slagorðið „Ísland úr NATÓ - herinn frá Írak". Svæðið telst þó enn vera varnarsvæði og því var hópnum gert að lúta ströngum reglum sem bönnuðu meðal annars háreysti og ósæmilega háttsemi. „Þetta var mikill gleðidagur," sagði Atli Gíslason, lögfræðingur og varaþingmaður vinstri grænna, sem var í ferðinni. „Manni auðnaðist sú gæfa að lifa þennan dásamlega dag og veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur og voru greinilega mjög hamingjusamir með að herinn væri farinn." En brotthvarfi varnarliðsins var fagnað víðar. Þjóðarhreyfingin - með lýðræði hélt almennan borgarafund og hátíð á NASA við Austurvöll í gær af því tilefni, sem bar nafnið „Vopnin kvödd". Vopnin kvödd Jón Baldvin Hannibalsson flutti hátíðarræðu fyrir fullu húsi á NASA við Austurvöll. Fréttablaðið / vilhelm Á fundinum flutti Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, innblásna hátíðarræðu auk þess sem ýmsir listamenn stigu á svið. Rithöfundurinn Pétur Gunnarsson flutti ávarp, og læknirinn og varaþingkona Sjálfstæðisflokksins Katrín Fjeldsted las ljóð sem, Matthías Johannessen orti í tilefni dagsins, og ber nafnið „1. október". „Því var svo vel tekið að hún var beðin að koma á sviðið að lesa það aftur," sagði Hans Kristján Árnason, einn forvígismanna Þjóðarhreyfingarinnar. Hann kvaðst ánægður með samkomuna. „Það var ljómandi vel mætt og samdóma álit allra að þetta hafi verið með smekklegustu samkomum sem haldnar hafa verið." Þá segir hann ræður þeirra Jóns Baldvins og Péturs tímamótaræður sem eflaust endi í sögubókunum. Innlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sjá meira
Í kringum 70 herstöðvaandstæðingar fylktu liði til Suðurnesja í gær og skoðuðu herstöðina á Miðnesheiði, fyrstir almennra borgara eftir að Bandaríkjaher yfirgaf svæðið í gær. Ferðin var farin á vegum Samtaka herstöðvaandstæðina og fór hópurinn um varnarsvæðið fyrrverandi í fylgd leiðsögumanns sem sýndi þeim markverðustu og menguðustu staði þess. Hópurinn hóf einnig upp raust sína af og til og kyrjaði alkunna baráttusöngva sína. Eftir að Bandaríkjaher hvarf á brott hefur slagorð samtakanna þó tekið breytingum, og í stað hins gamalkunna „Ísland úr NATÓ - herinn á brott" stóð á skiltum þeirra slagorðið „Ísland úr NATÓ - herinn frá Írak". Svæðið telst þó enn vera varnarsvæði og því var hópnum gert að lúta ströngum reglum sem bönnuðu meðal annars háreysti og ósæmilega háttsemi. „Þetta var mikill gleðidagur," sagði Atli Gíslason, lögfræðingur og varaþingmaður vinstri grænna, sem var í ferðinni. „Manni auðnaðist sú gæfa að lifa þennan dásamlega dag og veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur og voru greinilega mjög hamingjusamir með að herinn væri farinn." En brotthvarfi varnarliðsins var fagnað víðar. Þjóðarhreyfingin - með lýðræði hélt almennan borgarafund og hátíð á NASA við Austurvöll í gær af því tilefni, sem bar nafnið „Vopnin kvödd". Vopnin kvödd Jón Baldvin Hannibalsson flutti hátíðarræðu fyrir fullu húsi á NASA við Austurvöll. Fréttablaðið / vilhelm Á fundinum flutti Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, innblásna hátíðarræðu auk þess sem ýmsir listamenn stigu á svið. Rithöfundurinn Pétur Gunnarsson flutti ávarp, og læknirinn og varaþingkona Sjálfstæðisflokksins Katrín Fjeldsted las ljóð sem, Matthías Johannessen orti í tilefni dagsins, og ber nafnið „1. október". „Því var svo vel tekið að hún var beðin að koma á sviðið að lesa það aftur," sagði Hans Kristján Árnason, einn forvígismanna Þjóðarhreyfingarinnar. Hann kvaðst ánægður með samkomuna. „Það var ljómandi vel mætt og samdóma álit allra að þetta hafi verið með smekklegustu samkomum sem haldnar hafa verið." Þá segir hann ræður þeirra Jóns Baldvins og Péturs tímamótaræður sem eflaust endi í sögubókunum.
Innlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sjá meira