Raforka dýrari hér en víðast í V-Evrópu 3. október 2006 06:45 maður klífur háspennumastur Stóriðja nýtur betri kjara á raforkukaupum en almenningur. Skilyrði fyrir slíkum samningum er að það komi ekki niður á raforkuverði til almennings, að sögn sérfræðings hjá Landsvirkjun. „Það er algengur misskilningur hjá fólki að það sé ódýrt raforkuverð á Íslandi. Upphitun er vissulega hræódýr en hið sama á ekki við um raforkuna sem er að vissu leyti ástæða fyrir því að við sóum henni,“ segir Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkustofnunar. Í nýrri skýrslu Orkustofnunar um orkumál á Íslandi kemur fram að raforkuverð til heimila hérlendis er vel yfir meðallagi miðað við þau lönd í Vestur-Evrópu sem notuð eru til samanburðar. „Það sem veldur því að stórum hluta að við komum ekki betur út í verðsamanburði er að við búum í stóru landi miðað við íbúafjölda og erum með dreifða byggð. Dreifing og flutningur á raforku á Íslandi er því dýr,“ segir Haukur Eggertsson, sérfræðingur hjá Orkustofnun. „En á móti kemur líka að orkuverð til heimilanna er heldur ekkert mikið ódýrara en það sem gengur og gerist. Og það er verðlagning Landsvirkjunar sem ræður því, á hvaða verði þeir selja raforkuna til sölufyrirtækja í dag.“ Haukur segir enn fremur ekkert leyndarmál að stóriðjan nýtur betri kjara en almenningsveitur þegar kemur að orku frá Landsvirkjun. Edvard G. Guðnason, sérfræðingur hjá Landsvirkjun, segir raforkuverð Landsvirkjunar til smásala vera sambærilegt miðað við verð til smásala í Evrópu og jafnvel lægra. „Til dæmis hefur raforkuverð á hinum Norðurlöndunum hækkað mikið á undanförnum misserum, meðal annars vegna vatnsskorts til að knýja orkuver og lokun kjarnorkuvera.“ Þeir samningar sem gerðir hafa verið vegna stóriðju standa fyllilega undir sér og þeim kostnaði sem þeir eiga að bera, að sögn Edvards. „Enda hefur það verið skilyrði fyrir að gera þá samninga að þeir eigi ekki að hafa áhrif á raforku til almennings.“ Edvard telur að raforkuverð hér á landi muni ekki hækka að raungildi hér á næstum árum á meðan almennt hækkandi orkuverð í heiminum muni hækka verðið erlendis. Sigurður Ingi segir raforkuverð hafa farið lækkandi undanfarið. „Og það eru forsendur til staðar til að það verði ódýrara hlutfallslega heldur en í Evrópu. Þar eru menn að reyna að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa en við erum svo heppin að vera með 100 prósenta raforkuframleiðslu í endurnýjanlegum orkugjöfum. Mikið af raforkuframleiðslu í Evrópu er fengið úr jarðvegseldsneyti á borð við kol og olíu. Og verðið á jarðvegseldsneyti er á uppleið eins og við vitum.“ Sigurður Ingi telur líkur á því að í framtíðinni skilji leiðir í samanburði við Evrópuríki Íslandi í hag þannig að raforkuverð hér verði ódýrara en í Evrópu. Innlent Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira
„Það er algengur misskilningur hjá fólki að það sé ódýrt raforkuverð á Íslandi. Upphitun er vissulega hræódýr en hið sama á ekki við um raforkuna sem er að vissu leyti ástæða fyrir því að við sóum henni,“ segir Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkustofnunar. Í nýrri skýrslu Orkustofnunar um orkumál á Íslandi kemur fram að raforkuverð til heimila hérlendis er vel yfir meðallagi miðað við þau lönd í Vestur-Evrópu sem notuð eru til samanburðar. „Það sem veldur því að stórum hluta að við komum ekki betur út í verðsamanburði er að við búum í stóru landi miðað við íbúafjölda og erum með dreifða byggð. Dreifing og flutningur á raforku á Íslandi er því dýr,“ segir Haukur Eggertsson, sérfræðingur hjá Orkustofnun. „En á móti kemur líka að orkuverð til heimilanna er heldur ekkert mikið ódýrara en það sem gengur og gerist. Og það er verðlagning Landsvirkjunar sem ræður því, á hvaða verði þeir selja raforkuna til sölufyrirtækja í dag.“ Haukur segir enn fremur ekkert leyndarmál að stóriðjan nýtur betri kjara en almenningsveitur þegar kemur að orku frá Landsvirkjun. Edvard G. Guðnason, sérfræðingur hjá Landsvirkjun, segir raforkuverð Landsvirkjunar til smásala vera sambærilegt miðað við verð til smásala í Evrópu og jafnvel lægra. „Til dæmis hefur raforkuverð á hinum Norðurlöndunum hækkað mikið á undanförnum misserum, meðal annars vegna vatnsskorts til að knýja orkuver og lokun kjarnorkuvera.“ Þeir samningar sem gerðir hafa verið vegna stóriðju standa fyllilega undir sér og þeim kostnaði sem þeir eiga að bera, að sögn Edvards. „Enda hefur það verið skilyrði fyrir að gera þá samninga að þeir eigi ekki að hafa áhrif á raforku til almennings.“ Edvard telur að raforkuverð hér á landi muni ekki hækka að raungildi hér á næstum árum á meðan almennt hækkandi orkuverð í heiminum muni hækka verðið erlendis. Sigurður Ingi segir raforkuverð hafa farið lækkandi undanfarið. „Og það eru forsendur til staðar til að það verði ódýrara hlutfallslega heldur en í Evrópu. Þar eru menn að reyna að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa en við erum svo heppin að vera með 100 prósenta raforkuframleiðslu í endurnýjanlegum orkugjöfum. Mikið af raforkuframleiðslu í Evrópu er fengið úr jarðvegseldsneyti á borð við kol og olíu. Og verðið á jarðvegseldsneyti er á uppleið eins og við vitum.“ Sigurður Ingi telur líkur á því að í framtíðinni skilji leiðir í samanburði við Evrópuríki Íslandi í hag þannig að raforkuverð hér verði ódýrara en í Evrópu.
Innlent Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira