Hafnarvigtin á útopnu 3. október 2006 06:15 ÓMAR MÁR JÓNSSON Allt á hárréttri leið. „Þetta er allt á hárréttri leið,“ segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, um sjóstangaveiðiferðamennskuna sem var reynd í fyrsta skipti á Vestfjörðum í sumar. „Þegar við fórum út í þetta töldum við gott ef við næðum 2-300 manns í fyrstu tilraun, en það var fullbókað í allt sumar og rúmlega níu hundruð manns sem heimsóttu okkur.“ Sjóstangaveiðimennirnir eru þýskir, koma í vikuferðir til Súðavíkur og Tálknafjarðar, veiða á sérútbúnum bátum og gista í þorpunum, tveir til fimm manns í hóp. Ómar segir ferðamennina hafa dásamað aðstöðuna. „Þeir sem þekkja svona frá Noregi eru miklu ánægðari með aðstöðuna hér og ekki skemmir veiðin fyrir. Þeir eru mest að fá þorsk, en ef þeir fá steinbít eða stóra lúðu er ferðinni reddað. Þá stilla þeir sér upp með fiskinn og taka myndir. Hver gestur má taka með sér tuttugu kíló af flökuðum fiski og allir veiddu auðveldlega upp í þann skammt.“ Ómar segir gestina hafa verið mikla vinnukarla. „Þeir eru mjög fókuseraðir á veiðina og voru ekkert að velta því fyrir sér hvað væri fyrir utan Súðavík. Þeir eru eiginlega eins og Íslendingar á sólarströnd sem nota síðustu tvo tímana áður en flogið er heim til að liggja í sólbaði, nema hvað Þjóðverjarnir veiða fram á síðustu mínútu. Þetta eru góðir ferðamenn, kurteisir og þægilegir, en kannski full íhaldssamir á budduna.“ Þótt aðalbókunartíminn sé ekki byrjaður eru um þúsund manns þegar búnir að bóka ferðir næsta sumar. Þá bætast við tvö byggðarlög sem bjóða upp á þessa þjónustu, Bíldudalur og Suðureyri. „Þetta er eitthvað magnaðasta ferðaþjónustuverkefni síðustu ára á Vestfjörðum,“ segir Ómar að lokum, ánægður með sumarið og bjartsýnn á framhaldið. Innlent Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira
„Þetta er allt á hárréttri leið,“ segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, um sjóstangaveiðiferðamennskuna sem var reynd í fyrsta skipti á Vestfjörðum í sumar. „Þegar við fórum út í þetta töldum við gott ef við næðum 2-300 manns í fyrstu tilraun, en það var fullbókað í allt sumar og rúmlega níu hundruð manns sem heimsóttu okkur.“ Sjóstangaveiðimennirnir eru þýskir, koma í vikuferðir til Súðavíkur og Tálknafjarðar, veiða á sérútbúnum bátum og gista í þorpunum, tveir til fimm manns í hóp. Ómar segir ferðamennina hafa dásamað aðstöðuna. „Þeir sem þekkja svona frá Noregi eru miklu ánægðari með aðstöðuna hér og ekki skemmir veiðin fyrir. Þeir eru mest að fá þorsk, en ef þeir fá steinbít eða stóra lúðu er ferðinni reddað. Þá stilla þeir sér upp með fiskinn og taka myndir. Hver gestur má taka með sér tuttugu kíló af flökuðum fiski og allir veiddu auðveldlega upp í þann skammt.“ Ómar segir gestina hafa verið mikla vinnukarla. „Þeir eru mjög fókuseraðir á veiðina og voru ekkert að velta því fyrir sér hvað væri fyrir utan Súðavík. Þeir eru eiginlega eins og Íslendingar á sólarströnd sem nota síðustu tvo tímana áður en flogið er heim til að liggja í sólbaði, nema hvað Þjóðverjarnir veiða fram á síðustu mínútu. Þetta eru góðir ferðamenn, kurteisir og þægilegir, en kannski full íhaldssamir á budduna.“ Þótt aðalbókunartíminn sé ekki byrjaður eru um þúsund manns þegar búnir að bóka ferðir næsta sumar. Þá bætast við tvö byggðarlög sem bjóða upp á þessa þjónustu, Bíldudalur og Suðureyri. „Þetta er eitthvað magnaðasta ferðaþjónustuverkefni síðustu ára á Vestfjörðum,“ segir Ómar að lokum, ánægður með sumarið og bjartsýnn á framhaldið.
Innlent Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira