Deilur um hersetuna hömluðu framþróun 3. október 2006 07:00 Ólafur ragnar grímsson Forseti Íslands sagði deilurnar um hersetuna hafa hamlað framþróun Íslands. MYND/GVA stjórnmál Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir deilurnar um veru Bandaríkjahers í landinu hafa hamlað framförum á öllum sviðum þjóðlífsins. Við setningu Alþingis sagði hann að kalda stríðið, deilurnar um hersetuna og fjandskapurinn sem skipti þjóðinni í stríðandi sveitir hafi dregið á margan hátt úr getu þjóðarinnar til að sækja fram. Hjaðningavígin á heimavelli veiktu samtakamátt og kraftinn til nýsköpunar. Aflinu sem hefði mátt verja til framfara á öllum sviðum var beitt í átökum við okkur sjálf. Ólafur Ragnar sagði það gleðiefni að svo friðsælt væri í heimshlutanum að Bandaríkjamenn sjái ekki ástæðu til að hafa hér hersveitir. Bar hann jafnframt fram þá ósk að víðtæk og eindregin samstaða skapist um stöðu Íslands í veröldinni og sambúð við aðrar þjóðir. Náttúran var Ólafi Ragnari einnig hugleikin og sagði hann ýmis merki um að afstaðan til hennar kunni að verða viðlíka hitamál og herinn var fyrrum. Þegar ágreiningurinn um veru hersins hefur nú verið til lykta leiddur með brottför varnarliðsins er afar brýnt að deilurnar um nýtingu náttúru Íslands skapi ekki nýja gjá. Ólafur Ragnar sendi Halldóri Ásgrímssyni kærar kveðjur og þakkir fyrir framlag hans á liðnum árum og samstarf þeirra tveggja. Sagði hann Halldór hafa verið áhrifaríkan leiðtoga á umbrotatímum í sögu þjóðarinnar og að vegferð hans úr austfirsku þorpi á alþjóðavettvang væri á vissan hátt táknræn fyrir umskiptin sem orðið hafa. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingunni er starfsaldursforseti þingsins og minntist hún látins þingmanns, Magnúsar H. Magnússonar. Þá stýrði hún kjöri þingforseta og var Sólveig Pétursdóttir ein í kjöri. Hlaut hún 55 atkvæði en sjö sátu hjá. Sólveig boðaði heildarumbætur á þingstörfunum í sinni ræðu og kvaðst bjartsýn á að hljómgrunnur væri fyrir því í öllum þingflokkum og hjá ríkisstjórn. Markmiðið væri að Alþingi vandi vel verk sín, að löggjöfin væri vönduð og umræður drengilegar og öllum til sóma. Innlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira
stjórnmál Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir deilurnar um veru Bandaríkjahers í landinu hafa hamlað framförum á öllum sviðum þjóðlífsins. Við setningu Alþingis sagði hann að kalda stríðið, deilurnar um hersetuna og fjandskapurinn sem skipti þjóðinni í stríðandi sveitir hafi dregið á margan hátt úr getu þjóðarinnar til að sækja fram. Hjaðningavígin á heimavelli veiktu samtakamátt og kraftinn til nýsköpunar. Aflinu sem hefði mátt verja til framfara á öllum sviðum var beitt í átökum við okkur sjálf. Ólafur Ragnar sagði það gleðiefni að svo friðsælt væri í heimshlutanum að Bandaríkjamenn sjái ekki ástæðu til að hafa hér hersveitir. Bar hann jafnframt fram þá ósk að víðtæk og eindregin samstaða skapist um stöðu Íslands í veröldinni og sambúð við aðrar þjóðir. Náttúran var Ólafi Ragnari einnig hugleikin og sagði hann ýmis merki um að afstaðan til hennar kunni að verða viðlíka hitamál og herinn var fyrrum. Þegar ágreiningurinn um veru hersins hefur nú verið til lykta leiddur með brottför varnarliðsins er afar brýnt að deilurnar um nýtingu náttúru Íslands skapi ekki nýja gjá. Ólafur Ragnar sendi Halldóri Ásgrímssyni kærar kveðjur og þakkir fyrir framlag hans á liðnum árum og samstarf þeirra tveggja. Sagði hann Halldór hafa verið áhrifaríkan leiðtoga á umbrotatímum í sögu þjóðarinnar og að vegferð hans úr austfirsku þorpi á alþjóðavettvang væri á vissan hátt táknræn fyrir umskiptin sem orðið hafa. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingunni er starfsaldursforseti þingsins og minntist hún látins þingmanns, Magnúsar H. Magnússonar. Þá stýrði hún kjöri þingforseta og var Sólveig Pétursdóttir ein í kjöri. Hlaut hún 55 atkvæði en sjö sátu hjá. Sólveig boðaði heildarumbætur á þingstörfunum í sinni ræðu og kvaðst bjartsýn á að hljómgrunnur væri fyrir því í öllum þingflokkum og hjá ríkisstjórn. Markmiðið væri að Alþingi vandi vel verk sín, að löggjöfin væri vönduð og umræður drengilegar og öllum til sóma.
Innlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira