
Innlent
Aðdragandinn var nokkur

Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki eiga von á breytingum á innra starfi flokksins. „Kjartan hafði íhugað það um nokkurt skeið að láta af embætti en það var auðvitað vilji allra að halda honum í starfi framkvæmdastjóra eins lengi og hægt var. Kjartan hefur verið ómetanlegur og kraftmikill hluti af Sjálfstæðisflokknum um langt skeið. Hans góðu verk styrkja flokkinn til framtíðar litið.“