Var drekinn á Bolafjalli 4. október 2006 06:30 haraldur Ringsted steingrímsson Mjög fínt að vera á Bolungarvík. MYND/ylfa mist „Jú, þetta er búið að vera yfirvofandi lengi, eða síðan það var skorið niður í fyrra,“ segir Haraldur Ringsted Steingrímsson, einn þeirra sem var nýlega sagt upp á ratsjárstöðinni á Bolafjalli. „Þetta kom svo sem engum á óvart en maður vonaði að þetta yrði ekki alveg strax. Ég verð að vinna út maí og er ekkert búinn að ákveða hvað tekur við þá.“ Haraldur býr með eiginkonu sinni og þremur börnum í Bolungarvík. „Við erum nýbúin að kaupa hús og ætlum að vera hér áfram. Það er mjög fínt að vera á Bolungarvík.“ Haraldur hefur séð um fyrirbyggjandi viðhald á radar og búnaði stöðvarinnar en nú á að stjórna viðhaldinu úr bænum og líklega senda viðgerðarteymi vestur einu sinni í mánuði. Bæjarráð Bolungarvíkur hefur lýst yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Ratsjárstofnunar enda hverfa um 5 prósent útsvarstekna Bolungarvíkurkaupstaðar með þessum uppsögnum. Haraldur er trommari og er nýbyrjaður í hljómsveit með bæjarstjóranum Grími Atlasyni, Lýði Árnasyni lækni á Flateyri og Hermanni Ása. Bandið heitir Grjóthrun og hélt nýlega sína fyrstu tónleika í Einarshúsi. „Við spiluðum bara frumsamin rokklög og okkur var vel tekið. Nú er bara eins gott að Grjóthrun meiki"ða og verði næsta útflutningsvara Bolungarvíkur fyrst ratsjárstöðin er á förum,“ segir Haraldur, nokkuð brattur bara. Innlent Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
„Jú, þetta er búið að vera yfirvofandi lengi, eða síðan það var skorið niður í fyrra,“ segir Haraldur Ringsted Steingrímsson, einn þeirra sem var nýlega sagt upp á ratsjárstöðinni á Bolafjalli. „Þetta kom svo sem engum á óvart en maður vonaði að þetta yrði ekki alveg strax. Ég verð að vinna út maí og er ekkert búinn að ákveða hvað tekur við þá.“ Haraldur býr með eiginkonu sinni og þremur börnum í Bolungarvík. „Við erum nýbúin að kaupa hús og ætlum að vera hér áfram. Það er mjög fínt að vera á Bolungarvík.“ Haraldur hefur séð um fyrirbyggjandi viðhald á radar og búnaði stöðvarinnar en nú á að stjórna viðhaldinu úr bænum og líklega senda viðgerðarteymi vestur einu sinni í mánuði. Bæjarráð Bolungarvíkur hefur lýst yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Ratsjárstofnunar enda hverfa um 5 prósent útsvarstekna Bolungarvíkurkaupstaðar með þessum uppsögnum. Haraldur er trommari og er nýbyrjaður í hljómsveit með bæjarstjóranum Grími Atlasyni, Lýði Árnasyni lækni á Flateyri og Hermanni Ása. Bandið heitir Grjóthrun og hélt nýlega sína fyrstu tónleika í Einarshúsi. „Við spiluðum bara frumsamin rokklög og okkur var vel tekið. Nú er bara eins gott að Grjóthrun meiki"ða og verði næsta útflutningsvara Bolungarvíkur fyrst ratsjárstöðin er á förum,“ segir Haraldur, nokkuð brattur bara.
Innlent Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira