Tilteknar aðgerðir horfnar af spítölum 6. október 2006 06:45 Landspítalinn við Hringbraut Sértækar aðgerðir hafa í auknum mæli færst til einkasjúkrahúsa á undanförnum árum. Nær engar krossbandaaðgerðir á hné fara lengur fram á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. MYND/Stefán Jóhannes M. Gunnarsson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, segir það varhugaverða þróun að tilteknar aðgerðir skuli ekki lengur vera framkvæmdar innan veggja spítalanna. Ýmsar sértækar aðgerðir, hnéuppskurðir og aðgerðir á öxlum, séu nær eingöngu framkvæmdar á einkastofum. „Það er ekki heppilegt að ákveðin þjónusta hverfi algjörlega út af spítölunum, eins og hefur gerst. Spítalinn er háskólastofnun sem gegnir mikilvægu samfélagslegu hlutverki við að samtvinna þjálfun starfsfólks og heilbrigðisþjónustu. Að því leytinu er það óeðlilegt að spítalinn hafi ekki aðstöðu til þess að byggja upp þekkingu við vissar aðgerðir sem aðeins er farið að bjóða upp á utan spítala. Í því samhengi get ég nefnt sérstaklega krossbandaaðgerðir á hné, sem fara nær eingöngu fram utan spítalans.“ Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í Fréttablaðinu í gær að hún væri alfarið á móti einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu en frumvarp sem felur í sér styrkingu heimilda til aðkomu einkafélaga að heilbrigðisþjónustu verður lagt fram á Alþingi á næstunni. Ríkið hefur á undanförnum árum gert þjónustusamninga við einkafélög, sem taka að sér ákveðna þjónustu en hún er að stærstum hluta greidd af ríkinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, telur einkavætt heilbrigðiskerfi leiða ótvírætt til ójafnaðar. „Ég tel það algjört grundvallaratriði að tryggja að allir njóti jafns aðgangs að heilbrigðisþjónustu, án tillits til efnahags og stöðu í samfélaginu. Ég er því ekki fylgjandi einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Einkavæðingin felur það í sér að einstaklingar greiði í auknum mæli með beinum hætti fyrir þjónustu sem boðið er upp á. Þetta er því ekki einungis spurningin um rekstur, heldur ekki síst um aðgang að þjónustunni og greiðslufyrirkomulag. Einkafélög geta hins vegar komið að ákveðnum rekstrarþáttum í heilbrigðiskerfinu.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir Sjálfstæðisflokkinn gæla við einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni. Hann hafnar slíkum hugmyndum algjörlega og bendir á heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum sem víti til varnaðar. „Það er alveg ljóst að hugur Sjálfstæðisflokksins stefnir í átt til frekari einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu. Við erum talsmenn algjörlega gagnstæðs sjónarmiðs. Reynslan af einkavæddu heilbrigðiskerfi er herfileg. Hvergi í heiminum er heilbrigðisþjónusta óskilvirkari og dýrari en í Bandaríkjunum, þar sem hún er að mestu einkarekin. Það er nauðsynlegt að forðast það eftir fremsta megni að fara með heilbrigðiskerfi í bandaríska átt, því það er langsamlega dýrasta og versta heilbrigðiskerfi í heiminum.“ Innlent Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Jóhannes M. Gunnarsson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, segir það varhugaverða þróun að tilteknar aðgerðir skuli ekki lengur vera framkvæmdar innan veggja spítalanna. Ýmsar sértækar aðgerðir, hnéuppskurðir og aðgerðir á öxlum, séu nær eingöngu framkvæmdar á einkastofum. „Það er ekki heppilegt að ákveðin þjónusta hverfi algjörlega út af spítölunum, eins og hefur gerst. Spítalinn er háskólastofnun sem gegnir mikilvægu samfélagslegu hlutverki við að samtvinna þjálfun starfsfólks og heilbrigðisþjónustu. Að því leytinu er það óeðlilegt að spítalinn hafi ekki aðstöðu til þess að byggja upp þekkingu við vissar aðgerðir sem aðeins er farið að bjóða upp á utan spítala. Í því samhengi get ég nefnt sérstaklega krossbandaaðgerðir á hné, sem fara nær eingöngu fram utan spítalans.“ Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í Fréttablaðinu í gær að hún væri alfarið á móti einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu en frumvarp sem felur í sér styrkingu heimilda til aðkomu einkafélaga að heilbrigðisþjónustu verður lagt fram á Alþingi á næstunni. Ríkið hefur á undanförnum árum gert þjónustusamninga við einkafélög, sem taka að sér ákveðna þjónustu en hún er að stærstum hluta greidd af ríkinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, telur einkavætt heilbrigðiskerfi leiða ótvírætt til ójafnaðar. „Ég tel það algjört grundvallaratriði að tryggja að allir njóti jafns aðgangs að heilbrigðisþjónustu, án tillits til efnahags og stöðu í samfélaginu. Ég er því ekki fylgjandi einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Einkavæðingin felur það í sér að einstaklingar greiði í auknum mæli með beinum hætti fyrir þjónustu sem boðið er upp á. Þetta er því ekki einungis spurningin um rekstur, heldur ekki síst um aðgang að þjónustunni og greiðslufyrirkomulag. Einkafélög geta hins vegar komið að ákveðnum rekstrarþáttum í heilbrigðiskerfinu.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir Sjálfstæðisflokkinn gæla við einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni. Hann hafnar slíkum hugmyndum algjörlega og bendir á heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum sem víti til varnaðar. „Það er alveg ljóst að hugur Sjálfstæðisflokksins stefnir í átt til frekari einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu. Við erum talsmenn algjörlega gagnstæðs sjónarmiðs. Reynslan af einkavæddu heilbrigðiskerfi er herfileg. Hvergi í heiminum er heilbrigðisþjónusta óskilvirkari og dýrari en í Bandaríkjunum, þar sem hún er að mestu einkarekin. Það er nauðsynlegt að forðast það eftir fremsta megni að fara með heilbrigðiskerfi í bandaríska átt, því það er langsamlega dýrasta og versta heilbrigðiskerfi í heiminum.“
Innlent Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira