Saka fyrrum meirihluta um óráðsíu 6. október 2006 07:00 Reykjavíkurborg Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir mikilvægt að nýr meirihluti innleiði ábyrga fjármálastjórn og lagi reksturinn. „Úttekt á fjárhagslegri stöðu Reykjavíkurborgar er áfellisdómur yfir fjármálastjórn síðasta meirihluta,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri, en í gær voru kynntar niðurstöður sérfræðinga KMPG á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að brýnt sé að farið verði yfir fjármálastjórn borgarinnar í heild og leitað leiða til betri reksturs. Niðurstöðurnar leiða meðal annars í ljós að á tímabilinu 2002 til lok júní 2006 hafa rekstrartekjur Aðalsjóðs Reykjavíkurborgar aldrei dugað fyrir almennum rekstrargjöldum, rekstrarmarkmið um afkomu í þriggja ára áætlun hafi sömuleiðis ekki náð fram að ganga og rekstrargjöld hækkuðu mun meira milli áætlana en tekjur af rekstri. Fjárhagsleg staða hefur versnað um 87,4 milljarða frá árinu 1994 miðað við verðlag í júní á þessu ári. Vilhjálmur segir tölur og staðreyndir sem settar séu fram í skýrslunni tala sínu máli, ekki þurfi að deila um að fyrrverandi meirihluti hafi eytt um efni fram. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri, segir skýrsluna ágætisyfirlit um fjármál borgarinnar. Í henni komi fram að heildareignir borgarinnar hafi aukist á tímabilinu þó að skuldir hafi aukist. Einnig komi fram í árshlutareikningum að staðan sé jákvæð um 2,2 milljarða sé tekið tillit til gengistaps. „KPMG og Sjálfstæðisflokkurinn geta sett fram sitt mat, en á endanum er það markaðurinn sem vottar stöðuna og markaðurinn hefur metið borgina sem fjárhagslega sterka, sem endurspeglast í mjög góðum lánskjörum sem borgin hefur notið, mun betri en önnur sveitarfélög,“ segir Steinunn. Hún bætir einnig við að hún telji umsagnir um að áætlanir hafi ekki staðist séu bull. Frávikið í ársreikningum sé óverulegt. „Þriggja ára áætlun er leiðbeinandi spá, en það sem er gert á tímabilinu getur verið ófyrirsjáanlegt, líkt og með samningana sem við gerðum við lægst launuðu hópana. Það skekkir allan samanburð. Það sem er samanburðarhæft er fjárhagsáætlun borgarinnar og útkoma,“ segir Steinunn. Fulltrúar fyrrverandi borgarstjórnarmeirihluta gagnrýndu að hafa ekki fengið skýrsluna í hendur fyrr en fundur borgarráðs hófst. Skýrslan verður aftur tekin fyrir í borgarráði í næstu viku. Innlent Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Úttekt á fjárhagslegri stöðu Reykjavíkurborgar er áfellisdómur yfir fjármálastjórn síðasta meirihluta,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri, en í gær voru kynntar niðurstöður sérfræðinga KMPG á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að brýnt sé að farið verði yfir fjármálastjórn borgarinnar í heild og leitað leiða til betri reksturs. Niðurstöðurnar leiða meðal annars í ljós að á tímabilinu 2002 til lok júní 2006 hafa rekstrartekjur Aðalsjóðs Reykjavíkurborgar aldrei dugað fyrir almennum rekstrargjöldum, rekstrarmarkmið um afkomu í þriggja ára áætlun hafi sömuleiðis ekki náð fram að ganga og rekstrargjöld hækkuðu mun meira milli áætlana en tekjur af rekstri. Fjárhagsleg staða hefur versnað um 87,4 milljarða frá árinu 1994 miðað við verðlag í júní á þessu ári. Vilhjálmur segir tölur og staðreyndir sem settar séu fram í skýrslunni tala sínu máli, ekki þurfi að deila um að fyrrverandi meirihluti hafi eytt um efni fram. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri, segir skýrsluna ágætisyfirlit um fjármál borgarinnar. Í henni komi fram að heildareignir borgarinnar hafi aukist á tímabilinu þó að skuldir hafi aukist. Einnig komi fram í árshlutareikningum að staðan sé jákvæð um 2,2 milljarða sé tekið tillit til gengistaps. „KPMG og Sjálfstæðisflokkurinn geta sett fram sitt mat, en á endanum er það markaðurinn sem vottar stöðuna og markaðurinn hefur metið borgina sem fjárhagslega sterka, sem endurspeglast í mjög góðum lánskjörum sem borgin hefur notið, mun betri en önnur sveitarfélög,“ segir Steinunn. Hún bætir einnig við að hún telji umsagnir um að áætlanir hafi ekki staðist séu bull. Frávikið í ársreikningum sé óverulegt. „Þriggja ára áætlun er leiðbeinandi spá, en það sem er gert á tímabilinu getur verið ófyrirsjáanlegt, líkt og með samningana sem við gerðum við lægst launuðu hópana. Það skekkir allan samanburð. Það sem er samanburðarhæft er fjárhagsáætlun borgarinnar og útkoma,“ segir Steinunn. Fulltrúar fyrrverandi borgarstjórnarmeirihluta gagnrýndu að hafa ekki fengið skýrsluna í hendur fyrr en fundur borgarráðs hófst. Skýrslan verður aftur tekin fyrir í borgarráði í næstu viku.
Innlent Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent