Ójöfnuðurinn hefur skaðað samfélagið 6. október 2006 06:15 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Segir ríkisstjórnina hafa verið í linnulausum hernaði gegn jöfnuði. MYND/Anton Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það óyggjandi staðreynd að ríkisstjórnin hafi á síðasta áratug stundað linnulausan hernað gegn jöfnuði. Í umræðum á Alþingi í gær sagði Ingibjörg Ísland hafa færst úr hópi ríkja þar sem mestur jöfnuður er, yfir í hóp þeirra þar sem minnstur jöfnuður ríkir. Ingibjörg sagði þúsundir fjölskyldna með 3-3,5 milljónir í árstekjur á sama tíma og hundruð fjölskyldna hefðu tugi milljóna í árstekjur. Skattbyrði hópanna væri misjöfn því tekjuhærri hópurinn hefði ríkulegar fjármagnstekjur sem bæru lægri skatt en aðrar tekjur. Ingibjörg sagði stöðugt vaxandi bil milli fátækra og ríkra hafa skaðað samfélagið. „Með auknum ójöfnuði eykst stéttaskipting í samfélaginu og þar með togstreita milli þjóðfélagshópa.“ Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði mikla tekjuaukningu hafa orðið í samfélaginu, kaupmáttur hefði aukist um sextíu prósent á tíu árum og allir þjóðfélagshópar notið góðs af. Hann gaf lítið fyrir staðhæfingar um að stórkostleg gliðnun hefði orðið í tekjudreifingunni, þeir allra tekjuhæstu hefðu þó skotist framúr. „Ég fagna ef fólki gengur vel í viðskiptum og efnast og tel það ánægjulegt fyrir allt þjóðfélagið.“ Bætti hann við að reynt hefði verið að bæta kjör lægstu hópanna, til dæmis með hærri barnabótum og samkomulagi við eldri borgara. Þá verði úrbætur gerðar á vaxtabótakerfinu. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagðist ætla að skipa starfshóp til að greina stöðu og ná utan um þá samfélagshópa sem hugsanlega búa við aðstæður sem hamla þátttöku í samfélaginu. Jafnframt ætli hann að skoða hvernig hægt verður að bæta stöðu barnafjölskyldna sem búa við lök kjör. Ögmundur Jónasson, vinstri grænum, sagði þá hafa hagnast mest sem fengið hefðu kvóta og banka á silfurfati frá stjórnvöldum. Hann sagði erfiðara að vera fátækur á Íslandi í dag en fyrir 10-15 árum. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði Ísland því miður ekki stéttlaust þjóðfélag og sumir ættu vart til hnífs og skeiðar. Kenndi hann skattastefnu ríkisstjórnarinnar um. Innlent Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það óyggjandi staðreynd að ríkisstjórnin hafi á síðasta áratug stundað linnulausan hernað gegn jöfnuði. Í umræðum á Alþingi í gær sagði Ingibjörg Ísland hafa færst úr hópi ríkja þar sem mestur jöfnuður er, yfir í hóp þeirra þar sem minnstur jöfnuður ríkir. Ingibjörg sagði þúsundir fjölskyldna með 3-3,5 milljónir í árstekjur á sama tíma og hundruð fjölskyldna hefðu tugi milljóna í árstekjur. Skattbyrði hópanna væri misjöfn því tekjuhærri hópurinn hefði ríkulegar fjármagnstekjur sem bæru lægri skatt en aðrar tekjur. Ingibjörg sagði stöðugt vaxandi bil milli fátækra og ríkra hafa skaðað samfélagið. „Með auknum ójöfnuði eykst stéttaskipting í samfélaginu og þar með togstreita milli þjóðfélagshópa.“ Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði mikla tekjuaukningu hafa orðið í samfélaginu, kaupmáttur hefði aukist um sextíu prósent á tíu árum og allir þjóðfélagshópar notið góðs af. Hann gaf lítið fyrir staðhæfingar um að stórkostleg gliðnun hefði orðið í tekjudreifingunni, þeir allra tekjuhæstu hefðu þó skotist framúr. „Ég fagna ef fólki gengur vel í viðskiptum og efnast og tel það ánægjulegt fyrir allt þjóðfélagið.“ Bætti hann við að reynt hefði verið að bæta kjör lægstu hópanna, til dæmis með hærri barnabótum og samkomulagi við eldri borgara. Þá verði úrbætur gerðar á vaxtabótakerfinu. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagðist ætla að skipa starfshóp til að greina stöðu og ná utan um þá samfélagshópa sem hugsanlega búa við aðstæður sem hamla þátttöku í samfélaginu. Jafnframt ætli hann að skoða hvernig hægt verður að bæta stöðu barnafjölskyldna sem búa við lök kjör. Ögmundur Jónasson, vinstri grænum, sagði þá hafa hagnast mest sem fengið hefðu kvóta og banka á silfurfati frá stjórnvöldum. Hann sagði erfiðara að vera fátækur á Íslandi í dag en fyrir 10-15 árum. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði Ísland því miður ekki stéttlaust þjóðfélag og sumir ættu vart til hnífs og skeiðar. Kenndi hann skattastefnu ríkisstjórnarinnar um.
Innlent Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira