Vilja tvöföldun örorkulífeyris 7. október 2006 05:00 Jón Kristjánsson Aðalmeðferð hófst í í gær máli Öryrkjabandalags Íslands á hendur íslenska ríkinu vegna vanefnda þess síðarnefnda á samkomulagi um tvöföldun grunnörorkulífeyris þeirra sem metnir eru 75% öryrkjar eða meira. Aðalkröfu ÖBÍ var vísað frá en málið tekið til dóms á forsendum varakröfu. Í henni er farið fram á að grunnörorkulífeyrir ofangreinds hóps verði tvöfaldaður samkvæmt samkomulagi ÖBÍ og ríkisins frá 25. mars 2003 auk skaðabóta sem jafngilda 100% álagi á lífeyrinum vegna tímabilsins 1. janúar 2004 til 31. desember 2005. Íslenska ríkið heldur hins vegar fram að ríkissjóður sé einungis skuldbundinn til að veita einum milljarði króna til verkefnisins, en samkvæmt útreikningum Tryggingastofnunar ríkisins hefði full framkvæmd þess kostað um einn og hálfan milljarð. Til skýrslutöku mættu meðal annarra Garðar Sverrisson, fyrrverandi formaður ÖBÍ, og Jón Kristjánsson fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Garðar sagði að aldrei hefði komið fram að framkvæmdirnar mættu ekki kosta meira en einn milljarð á meðan að starfshópur sem hann átti meðal annars sæti í vann að tillögum um lagabreytingar svo að samkomulaginu mætti hrinda í framkvæmd. Þegar fjárlagafrumvarp ársins 2004 var lagt fram um haustið hefði annað komið í ljós. Jón Kristjánsson hafi þá sagst ætla að beita sér fyrir því að fá 2/3 hluta samkomulagsins efndan 1. janúar 2004 og leggja síðan til að síðasti þriðjungurinn kæmi inn á fjárlög næsta árs og gengju í gildi 1. janúar 2005. Jón Kristjánsson sagði að ríkissjóður hefði einungis samþykkt að veita einum milljarði til framkvæmdarinnar og að Garðari hefði verið kunnugt um það. Hann sagðist þó hafa kannað möguleikann á því að fá auknar fjárheimildir í fjárlögum ársins 2005. Jón sagðist hafa rætt málið óformlega innan ríkisstjórnarinnar en þó ekki á ríkisstjórnarfundum en ríkisstjórnin hafi litið svo á að einn milljarður væri öll upphæðin sem hún hefði skuldbundið sig til að veita til verkefnisins. Innlent Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Fleiri fréttir Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Sjá meira
Aðalmeðferð hófst í í gær máli Öryrkjabandalags Íslands á hendur íslenska ríkinu vegna vanefnda þess síðarnefnda á samkomulagi um tvöföldun grunnörorkulífeyris þeirra sem metnir eru 75% öryrkjar eða meira. Aðalkröfu ÖBÍ var vísað frá en málið tekið til dóms á forsendum varakröfu. Í henni er farið fram á að grunnörorkulífeyrir ofangreinds hóps verði tvöfaldaður samkvæmt samkomulagi ÖBÍ og ríkisins frá 25. mars 2003 auk skaðabóta sem jafngilda 100% álagi á lífeyrinum vegna tímabilsins 1. janúar 2004 til 31. desember 2005. Íslenska ríkið heldur hins vegar fram að ríkissjóður sé einungis skuldbundinn til að veita einum milljarði króna til verkefnisins, en samkvæmt útreikningum Tryggingastofnunar ríkisins hefði full framkvæmd þess kostað um einn og hálfan milljarð. Til skýrslutöku mættu meðal annarra Garðar Sverrisson, fyrrverandi formaður ÖBÍ, og Jón Kristjánsson fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Garðar sagði að aldrei hefði komið fram að framkvæmdirnar mættu ekki kosta meira en einn milljarð á meðan að starfshópur sem hann átti meðal annars sæti í vann að tillögum um lagabreytingar svo að samkomulaginu mætti hrinda í framkvæmd. Þegar fjárlagafrumvarp ársins 2004 var lagt fram um haustið hefði annað komið í ljós. Jón Kristjánsson hafi þá sagst ætla að beita sér fyrir því að fá 2/3 hluta samkomulagsins efndan 1. janúar 2004 og leggja síðan til að síðasti þriðjungurinn kæmi inn á fjárlög næsta árs og gengju í gildi 1. janúar 2005. Jón Kristjánsson sagði að ríkissjóður hefði einungis samþykkt að veita einum milljarði til framkvæmdarinnar og að Garðari hefði verið kunnugt um það. Hann sagðist þó hafa kannað möguleikann á því að fá auknar fjárheimildir í fjárlögum ársins 2005. Jón sagðist hafa rætt málið óformlega innan ríkisstjórnarinnar en þó ekki á ríkisstjórnarfundum en ríkisstjórnin hafi litið svo á að einn milljarður væri öll upphæðin sem hún hefði skuldbundið sig til að veita til verkefnisins.
Innlent Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Fleiri fréttir Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Sjá meira