Kvótakerfinu ekki um að kenna 7. október 2006 06:00 Þéttbýlismyndun hófst á Íslandi um 1890, að sögn Ásgeirs Jónssonar hagfræðings. „Þá hófust fólksflutningar úr sveit til ýmissa þéttbýlisstaða á landinu en þó vitanlega mest til Reykjavíkur en eftir stríð voru sveitarnar að mestu leyti tæmdar og fólksflutningar hófust frá smærri þéttbýlisstöðum til þeirra stærri, mest þó til höfuðborgarsvæðisins," segir hann. „Þéttbýlismynstrið hérlendis mótaðist að miklu leyti af þeirri staðreynd að nær allir flutningar fóru fram á sjó frá um 1880-1950. Á þessum tíma lá þjóðvegurinn yfir sjóinn og öll byggð þjappaðist við strandir og útnes sem lágu vel við skipaflutningum en landflutningar voru erfiðir og seinfærir," segir Ásgeir. „Þannig myndaðist þéttbýlisnet í kringum sjósamgöngurnar og sjávarbyggðirnar höfðu yfirburði yfir byggðir innar í landi. Það sést til dæmis vel á þeirri staðreynd að árið 1930 var auðveldara að fara frá Reykjavík til Ísafjarðar en til Selfoss því þangað lá enginn vegur, enda hófst þéttbýlismyndun mjög snemma á Vestfjörðum en ekki fyrr en eftir seinna stríð á Suðurlandi," bendir hann á. Þetta snerist hins vegar allt við eftir seinni heimsstyrjöldina þegar vegakerfið var byggt upp og landsmenn eignuðust bíla. „Við það færðist samgöngunetið inn á þjóðvegina og áður blómstrandi staðir eins og Ísfjörður stóðu höllum fæti í samanburði við önnur byggðarlög innar í landi er voru í betra vegasambandi við höfuðborgarsvæðið. Þessi afdrifaríka breyting á samgönguháttum er raunverulega ástæðan fyrir því af hverju sjávarbyggðum fór að hnigna, ekki kvótakerfið, eins og margir vilja halda fram enda hófst hnignunin mun fyrr en kvótakerfið varð að veruleika," segir Ásgeir. Innlent Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Sjá meira
Þéttbýlismyndun hófst á Íslandi um 1890, að sögn Ásgeirs Jónssonar hagfræðings. „Þá hófust fólksflutningar úr sveit til ýmissa þéttbýlisstaða á landinu en þó vitanlega mest til Reykjavíkur en eftir stríð voru sveitarnar að mestu leyti tæmdar og fólksflutningar hófust frá smærri þéttbýlisstöðum til þeirra stærri, mest þó til höfuðborgarsvæðisins," segir hann. „Þéttbýlismynstrið hérlendis mótaðist að miklu leyti af þeirri staðreynd að nær allir flutningar fóru fram á sjó frá um 1880-1950. Á þessum tíma lá þjóðvegurinn yfir sjóinn og öll byggð þjappaðist við strandir og útnes sem lágu vel við skipaflutningum en landflutningar voru erfiðir og seinfærir," segir Ásgeir. „Þannig myndaðist þéttbýlisnet í kringum sjósamgöngurnar og sjávarbyggðirnar höfðu yfirburði yfir byggðir innar í landi. Það sést til dæmis vel á þeirri staðreynd að árið 1930 var auðveldara að fara frá Reykjavík til Ísafjarðar en til Selfoss því þangað lá enginn vegur, enda hófst þéttbýlismyndun mjög snemma á Vestfjörðum en ekki fyrr en eftir seinna stríð á Suðurlandi," bendir hann á. Þetta snerist hins vegar allt við eftir seinni heimsstyrjöldina þegar vegakerfið var byggt upp og landsmenn eignuðust bíla. „Við það færðist samgöngunetið inn á þjóðvegina og áður blómstrandi staðir eins og Ísfjörður stóðu höllum fæti í samanburði við önnur byggðarlög innar í landi er voru í betra vegasambandi við höfuðborgarsvæðið. Þessi afdrifaríka breyting á samgönguháttum er raunverulega ástæðan fyrir því af hverju sjávarbyggðum fór að hnigna, ekki kvótakerfið, eins og margir vilja halda fram enda hófst hnignunin mun fyrr en kvótakerfið varð að veruleika," segir Ásgeir.
Innlent Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Sjá meira