Karlmenn á Austurlandi vinna mest 8. október 2006 05:30 Við vegavinnu. Heildarlaun karla í fullu starfi eru um tvö hundruð sjötíu og níu þúsund krónur á mánuði og meðal dagvinnulaun þeirra í fullu starfi eru um hundrað áttatíu og sjö þúsund krónur. Konurnar sitja eftir í launum. Þessi mynd er tekin af mönnum við vegavinnu í sumar og tengist efni fréttarinnar ekki beint. Meira en helmingur félagsmanna í Starfsgreinasambandi Íslands telur að hann standi betur fjárhagslega nú en fyrir þremur árum. Mikill meirihluti hefur fundið mikið fyrir hækkandi verðbólgu og þá helst í hærra matvöruverði. Þetta kemur fram í niðurstöðum launa- og kjarakönnunar Starfsgreinasambandsins sem kynntar voru á föstudag. Ríflega sextíu prósent svarenda telja að fjárhagsleg staða þeirra í dag sé heldur eða miklu betri en hún var fyrir þremur árum og yfir áttatíu prósent hafa fundið mikið fyrir hækkandi verðbólgu og þá helst í hækkun á matvöruverði. Heildarlaun þeirra sem eru í fullu starfi eru tæp tvö hundruð fjörutíu og fjögur þúsund krónur að meðaltali, karlar eru þá með tæp tvö hundruð sjötíu og níu þúsund í heildarlaun og konur hundrað áttatíu og átta þúsund. Meðal dagvinnulaun karla í fullu starfi eru tæp hundrað áttatíu og sjö þúsund og kvenna tæp hundrað og fimmtíu þúsund. Umönnunarhópurinn innan Starfsgreinasambandsins er ósáttastur við launin sín og konur eru ósáttari en karlar. Vinnutíminn er langur hjá félagsmönnum Eflingar. Hjá þeim sem eru í fullu starfi eru meðalvinnustundir tæplega fimmtíu á viku og meðalyfirvinnustundir tólf. Íbúar á Austurlandi skera sig úr fyrir langan vinnutíma en þeir vinna að meðaltali tæplega sautján yfirvinnustundir á viku. Harpa Ólafsdóttir, hagfræðingur Eflingar, segir að könnunin staðfesti langan vinnutíma félagsmanna. „Það er eitthvað sem við þurfum klárlega horfa á. Í könnuninni fáum við líka staðfestan launamun kynjanna, konurnar sitja aðeins eftir og það er eitthvað sem við þurfum skoða betur,“ segir hún. Í könnuninni kemur fram að mun færri konur en karlar hafa óskað eftir launahækkun síðustu tólf mánuði umfram samningsbundnar eða áður ákveðnar launahækkanir, eða einungis tuttugu og eitt prósent kvenna á móti þrjátíu og þremur prósentum karla. Mikill meirihluti þeirra sem óskuðu eftir launahækkun fékk hækkun í kjölfarið. Tekið var þrjú þúsund og fimm hundruð manna úrtak úr félagaskrám Starfsgreinasambandsins. Svarhlutfall var 50,4 prósent. Innlent Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Meira en helmingur félagsmanna í Starfsgreinasambandi Íslands telur að hann standi betur fjárhagslega nú en fyrir þremur árum. Mikill meirihluti hefur fundið mikið fyrir hækkandi verðbólgu og þá helst í hærra matvöruverði. Þetta kemur fram í niðurstöðum launa- og kjarakönnunar Starfsgreinasambandsins sem kynntar voru á föstudag. Ríflega sextíu prósent svarenda telja að fjárhagsleg staða þeirra í dag sé heldur eða miklu betri en hún var fyrir þremur árum og yfir áttatíu prósent hafa fundið mikið fyrir hækkandi verðbólgu og þá helst í hækkun á matvöruverði. Heildarlaun þeirra sem eru í fullu starfi eru tæp tvö hundruð fjörutíu og fjögur þúsund krónur að meðaltali, karlar eru þá með tæp tvö hundruð sjötíu og níu þúsund í heildarlaun og konur hundrað áttatíu og átta þúsund. Meðal dagvinnulaun karla í fullu starfi eru tæp hundrað áttatíu og sjö þúsund og kvenna tæp hundrað og fimmtíu þúsund. Umönnunarhópurinn innan Starfsgreinasambandsins er ósáttastur við launin sín og konur eru ósáttari en karlar. Vinnutíminn er langur hjá félagsmönnum Eflingar. Hjá þeim sem eru í fullu starfi eru meðalvinnustundir tæplega fimmtíu á viku og meðalyfirvinnustundir tólf. Íbúar á Austurlandi skera sig úr fyrir langan vinnutíma en þeir vinna að meðaltali tæplega sautján yfirvinnustundir á viku. Harpa Ólafsdóttir, hagfræðingur Eflingar, segir að könnunin staðfesti langan vinnutíma félagsmanna. „Það er eitthvað sem við þurfum klárlega horfa á. Í könnuninni fáum við líka staðfestan launamun kynjanna, konurnar sitja aðeins eftir og það er eitthvað sem við þurfum skoða betur,“ segir hún. Í könnuninni kemur fram að mun færri konur en karlar hafa óskað eftir launahækkun síðustu tólf mánuði umfram samningsbundnar eða áður ákveðnar launahækkanir, eða einungis tuttugu og eitt prósent kvenna á móti þrjátíu og þremur prósentum karla. Mikill meirihluti þeirra sem óskuðu eftir launahækkun fékk hækkun í kjölfarið. Tekið var þrjú þúsund og fimm hundruð manna úrtak úr félagaskrám Starfsgreinasambandsins. Svarhlutfall var 50,4 prósent.
Innlent Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira