Hátt í fimmtíu bifreiðar voru skráðar til leiks í keppni í sparakstri sem fram fór í gær. Keppendur voru bæði almennir ökumenn sem og fulltrúar bifreiðaumboða og voru ökutækin allt frá smábílum til fjórhjóladrifinna ökutækja. FÍB og Atlantsolía stóðu að keppninni en eknir voru rúmir 140 kílómetrar.
Sigurvegari keppninnar var Kristbjörn Hauksson sem náði þeim góða árangri að nota aðeins 3.03 lítra af díselolíu á hverja hundrað ekna kílómetra. Kristbjörn ók Benz 180 cdi.