Milljóna fjárveiting vegna Baugsmálsins 8. október 2006 07:30 Sigurður Tómas í héraðsdómi. Sigurður Tómas afhendir lögmönnum ákærðu málsgögn í dómsal. Málið verður tekið til efnismeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn. Farið er fram á tæplega 21 milljónar króna aukafjárveitingu vegna Baugsmálsins í fjáraukalögum vegna þessa árs. Í frumvarpinu er tekið fram að óskað sé eftir fjárveitingunni vegna kostnaðar við sérstakan ríkissaksóknara, í ótilgreindu dómsmáli sem ríkissaksóknari sagði sig frá, til að virða reglur um hæfi. Í fjáraukalögunum kemur fram að veittar hafi verið um átján milljónir króna árin 2005 og 2006 en heildarkostnaður vegna sérstaks ríkissaksóknara í málinu er áætlaður um 39 milljónir króna um næstu áramót. Kostnaður við rannsókn málsins, sem hófst 28. ágúst 2002 með húsleit í höfuðstöðvum Baugs í Reykjavík, er ekki inni í þessum tölum. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það álitamál hvort réttlætanlegt sé að verða við óskum um fjármagn vegna þessa máls. „Þetta er smánarbrot af þeim óendanlega mikla kostnaði sem þetta mál hefur haft í för með sér, bæði fyrir hið opinbera og þá einstaklinga sem eiga aðild að málinu. Það er orðið afar mikilvægt, að farið verði yfir í smáatriðum hvernig þetta mál er til komið og hvað það hefur kostað hið opinbera, og þar með almenning í landinu. Þetta mál er dómsmálaráðuneytinu til minnkunar og kostnaður fyrir löngu farinn úr hófi fram. Mér finnst það álitamál hvort réttlætanlegt sé að samþykkja frekari fjárútlát að hálfu hins opinbera vegna þessa máls." Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur kostnaðinn við Baugsmálið ekki vera kominn úr hófi fram. „Það er ekki verið að borga neitt meira en það sem unnið er, þetta er mikil vinna. Er ekki talað um að aðrir séu að eyða milljörðum króna í þetta mál? Ég sé ekki hvaða mælistiku menn vilja nota í þessu." Þeir átján ákæruliðir sem eftir standa í Baugsmálinu verða teknir fyrir á þriðjudaginn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær málið verður tekið til aðalmeðferðar en það verður líklega ákveðið við fyrirtöku málsins á þriðjudag.Vinnur enn hjá ráðuneytinuJón Þór Ólason, lögfræðingur og aðstoðarmaður Sigurðar Tómasar Magnússonar, saksóknara í Baugsmálinu, er enn starfsmaður dómsmálaráðuneytisins samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu.Jón Þór fór í launalaust leyfi þremur dögum áður en Sigurður Tómas tók við málinu. „Ég fór í leyfi þremur dögum áður en ég byrjaði að vinna með Sigurði Tómasi að Baugsmálinu. Ég þigg ekki laun frá ráðuneytinu á meðan ég starfa að þessu máli en fæ þess í stað laun frá saksóknara.“Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ítrekað haldið því fram að ráðuneytið hafi ekki afskipti af framgangi málsins, en Jakob Möller, lögmaður Tryggva Jónssonar, sagðist í málflutningi fyrr á þessu ári telja ráðuneytið hafa afskipti af málinu þar sem Jón Þór ynni að málinu fyrir hönd saksóknara. Innlent Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Farið er fram á tæplega 21 milljónar króna aukafjárveitingu vegna Baugsmálsins í fjáraukalögum vegna þessa árs. Í frumvarpinu er tekið fram að óskað sé eftir fjárveitingunni vegna kostnaðar við sérstakan ríkissaksóknara, í ótilgreindu dómsmáli sem ríkissaksóknari sagði sig frá, til að virða reglur um hæfi. Í fjáraukalögunum kemur fram að veittar hafi verið um átján milljónir króna árin 2005 og 2006 en heildarkostnaður vegna sérstaks ríkissaksóknara í málinu er áætlaður um 39 milljónir króna um næstu áramót. Kostnaður við rannsókn málsins, sem hófst 28. ágúst 2002 með húsleit í höfuðstöðvum Baugs í Reykjavík, er ekki inni í þessum tölum. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það álitamál hvort réttlætanlegt sé að verða við óskum um fjármagn vegna þessa máls. „Þetta er smánarbrot af þeim óendanlega mikla kostnaði sem þetta mál hefur haft í för með sér, bæði fyrir hið opinbera og þá einstaklinga sem eiga aðild að málinu. Það er orðið afar mikilvægt, að farið verði yfir í smáatriðum hvernig þetta mál er til komið og hvað það hefur kostað hið opinbera, og þar með almenning í landinu. Þetta mál er dómsmálaráðuneytinu til minnkunar og kostnaður fyrir löngu farinn úr hófi fram. Mér finnst það álitamál hvort réttlætanlegt sé að samþykkja frekari fjárútlát að hálfu hins opinbera vegna þessa máls." Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur kostnaðinn við Baugsmálið ekki vera kominn úr hófi fram. „Það er ekki verið að borga neitt meira en það sem unnið er, þetta er mikil vinna. Er ekki talað um að aðrir séu að eyða milljörðum króna í þetta mál? Ég sé ekki hvaða mælistiku menn vilja nota í þessu." Þeir átján ákæruliðir sem eftir standa í Baugsmálinu verða teknir fyrir á þriðjudaginn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær málið verður tekið til aðalmeðferðar en það verður líklega ákveðið við fyrirtöku málsins á þriðjudag.Vinnur enn hjá ráðuneytinuJón Þór Ólason, lögfræðingur og aðstoðarmaður Sigurðar Tómasar Magnússonar, saksóknara í Baugsmálinu, er enn starfsmaður dómsmálaráðuneytisins samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu.Jón Þór fór í launalaust leyfi þremur dögum áður en Sigurður Tómas tók við málinu. „Ég fór í leyfi þremur dögum áður en ég byrjaði að vinna með Sigurði Tómasi að Baugsmálinu. Ég þigg ekki laun frá ráðuneytinu á meðan ég starfa að þessu máli en fæ þess í stað laun frá saksóknara.“Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ítrekað haldið því fram að ráðuneytið hafi ekki afskipti af framgangi málsins, en Jakob Möller, lögmaður Tryggva Jónssonar, sagðist í málflutningi fyrr á þessu ári telja ráðuneytið hafa afskipti af málinu þar sem Jón Þór ynni að málinu fyrir hönd saksóknara.
Innlent Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira