Grazyna Maria Okuniewska hefur ákveðið að bjóða sig fram í níunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Grazyna er pólsk að uppruna en hefur verið búsett á Íslandi í fimmtán ár. Hún er með framhaldsnám í hjúkrunarfærði og hefur starfað við fagið ásamt því að hafa starfað sem túlkur og þýðandi fyrir Miðstöð nýbúa í Reykjavík og Alþjóðahús.
Grazyna hefur tekið virkan þátt í málefnum innflytjenda á Íslandi og telur brýnt að þeir eigi sér málsvara í íslensku samfélagi.