Fréttablaðið með yfirburði 17. október 2006 06:30 Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins og hefur forysta blaðsins á önnur blöð aldrei mælst meiri. Að meðaltali lesa 68,9 prósent landsmanna Fréttablaðið á hverjum degi samkvæmt fjölmiðlakönnun sem Capacent-Gallup gerði í september. 91,2 prósent landsmanna lásu Fréttablaðið einhvern tímann í vikunni sem könnunin stóð yfir. 49,6 prósent landsmanna lesa Morgunblaðið að meðaltali hvern dag en 74,7 prósent sögðust hafa lesið Morgunblaðið einhvern tímann í könnunarvikunni. Meðallestur Blaðsins mælist nú 45,6 prósent en 70,8 prósent landsmanna lásu Blaðið vikuna sem könnunin var gerð. Þetta þýðir að hvern dag lesa að meðaltali um 44 þúsund fleiri Fréttablaðið en Morgunblaðið, og 54 þúsund fleiri lesa Fréttablaðið en Blaðið. Fréttablaðið styrkir stöðu sína sem mest lesna blað landsins frá síðustu könnun sem var gerð í vor. Meðallestur Fréttablaðsins hækkar um 0,6 prósentustig, á sama tíma og lestur Morgunblaðsins minnkar um 4,7 prósentustig og lestur Blaðsins eykst um 12,7 prósentustig. Sem fyrr er Fréttablaðið meira lesið en hin blöðin alla daga vikunnar, af báðum kynjum, öllum aldurshópum og í öllum landshlutum. Þegar horft er til meðallesturs á höfuðborgarsvæðinu þá er Fréttablaðið lesið af 72,9 prósentum íbúanna á hverjum degi, Morgunblaðið af 53,7 prósentum íbúa og Blaðið af 54,1 prósenti. 93,9 prósent höfuðborgarbúa lásu Fréttablaðið einhvern tímann í vikunni, 78,8 prósent Morgunblaðið og 79,3 prósent Blaðið. Þetta þýðir að Morgunblaðið er komið í þriðja sæti á lista íbúa höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að lestri dagblaða. Ef lesendum á höfuðborgarsvæðinu er skipt í aldurshópa þá sést að 69,2 prósent fólks á aldrinum 16 til 29 ára lesa Fréttablaðið að meðaltali hvern dag, 37,9 prósent Morgunblaðið og 43 prósent Blaðið. Í aldurshópnum 18 til 49 ára lesa 70,7 prósent Fréttablaðið, 44,5 prósent Morgunblaðið og 48,8 prósent Blaðið. Meðal fimmtíu ára og eldri lesa 82,2 prósent Fréttablaðið, 74,2 prósent Morgunblaðið og 68,6 prósent Blaðið. Innlent Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Fleiri fréttir Ábati af Samgöngusáttmálanum sé 1.100 milljarðar næstu fimmtíu ár Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Sjá meira
Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins og hefur forysta blaðsins á önnur blöð aldrei mælst meiri. Að meðaltali lesa 68,9 prósent landsmanna Fréttablaðið á hverjum degi samkvæmt fjölmiðlakönnun sem Capacent-Gallup gerði í september. 91,2 prósent landsmanna lásu Fréttablaðið einhvern tímann í vikunni sem könnunin stóð yfir. 49,6 prósent landsmanna lesa Morgunblaðið að meðaltali hvern dag en 74,7 prósent sögðust hafa lesið Morgunblaðið einhvern tímann í könnunarvikunni. Meðallestur Blaðsins mælist nú 45,6 prósent en 70,8 prósent landsmanna lásu Blaðið vikuna sem könnunin var gerð. Þetta þýðir að hvern dag lesa að meðaltali um 44 þúsund fleiri Fréttablaðið en Morgunblaðið, og 54 þúsund fleiri lesa Fréttablaðið en Blaðið. Fréttablaðið styrkir stöðu sína sem mest lesna blað landsins frá síðustu könnun sem var gerð í vor. Meðallestur Fréttablaðsins hækkar um 0,6 prósentustig, á sama tíma og lestur Morgunblaðsins minnkar um 4,7 prósentustig og lestur Blaðsins eykst um 12,7 prósentustig. Sem fyrr er Fréttablaðið meira lesið en hin blöðin alla daga vikunnar, af báðum kynjum, öllum aldurshópum og í öllum landshlutum. Þegar horft er til meðallesturs á höfuðborgarsvæðinu þá er Fréttablaðið lesið af 72,9 prósentum íbúanna á hverjum degi, Morgunblaðið af 53,7 prósentum íbúa og Blaðið af 54,1 prósenti. 93,9 prósent höfuðborgarbúa lásu Fréttablaðið einhvern tímann í vikunni, 78,8 prósent Morgunblaðið og 79,3 prósent Blaðið. Þetta þýðir að Morgunblaðið er komið í þriðja sæti á lista íbúa höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að lestri dagblaða. Ef lesendum á höfuðborgarsvæðinu er skipt í aldurshópa þá sést að 69,2 prósent fólks á aldrinum 16 til 29 ára lesa Fréttablaðið að meðaltali hvern dag, 37,9 prósent Morgunblaðið og 43 prósent Blaðið. Í aldurshópnum 18 til 49 ára lesa 70,7 prósent Fréttablaðið, 44,5 prósent Morgunblaðið og 48,8 prósent Blaðið. Meðal fimmtíu ára og eldri lesa 82,2 prósent Fréttablaðið, 74,2 prósent Morgunblaðið og 68,6 prósent Blaðið.
Innlent Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Fleiri fréttir Ábati af Samgöngusáttmálanum sé 1.100 milljarðar næstu fimmtíu ár Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Sjá meira