Sérsveitin æfði með áhöfn USS WASP 17. október 2006 02:00 Sérsveit Ríkislögreglustjóra á æfingunni Sérsveitin var tæpar sex mínútur að klára verkefni sitt í byrgi á æfingasvæði sérsveitar ríkislögreglustjóra í gær. Þyrla bandaríska hersins flutti sérsveitarmenn á svæðið. MYND/GVA Sérsveit ríkislögreglustjóra, ásamt tveimur sprengjusérfræðingum, tókst að ljúka verkefni sínu á æfingasvæði sérsveitarinnar í Hvalfirði án vandræða. Æfingin fór fram í hávaðaroki en að sögn Guðmundar Ómars Þráinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá embætti Ríkislögreglustjóra gekk æfingin vel. „Tilgangur æfingarinnar var að æfa sérsveitina með þyrlunni. Við settum æfinguna upp þannig að sérsveitin, ásamt sprengjusérfræðingum, þyrfti að bregðast við upplýsingum sem áttu að hafa borist til lögreglu. Æfingin gekk nánast hnökralaust, en það er mikilvægt fyrir sveitina að geta æft við þessar aðstæður.“ Tveir sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru með sérsveitinni og tókst þeim að nota sprengjueyðingartæki, eins konar vatnsbyssu, til þess að gera sprengjuna óvirka. Sigurður Ásgrímsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni, fylgdist með lærisveinum sínum gera sprengjuna óvirka inni í byrgi sem búið var til úr gámum. „Þegar það eru gerð áhlaup á hús, þar sem grunur leikur á að sé verið að búa til sprengju, þá eru sprengjusérfræðingar hafðir með í för til þess að eyða sprengjunni og þar með mikilli hættu,“ sagði Sigurður áður en hann hrósaði sérsveitinni og sprengjusérfræðingunum fyrir að standa vel að verki. „Sprengjan í þessari æfingu var tímasprengja sem átti að springa á fyrirfram ákveðnum tíma, auk þess átti hún að springa ef hún yrði hreyfð. Sprengjusérfræðingarnir meðhöndluðu þetta vel og tókst að gera hana óvirka með fagmannlegum hætti.“ Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Sérsveit ríkislögreglustjóra, ásamt tveimur sprengjusérfræðingum, tókst að ljúka verkefni sínu á æfingasvæði sérsveitarinnar í Hvalfirði án vandræða. Æfingin fór fram í hávaðaroki en að sögn Guðmundar Ómars Þráinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá embætti Ríkislögreglustjóra gekk æfingin vel. „Tilgangur æfingarinnar var að æfa sérsveitina með þyrlunni. Við settum æfinguna upp þannig að sérsveitin, ásamt sprengjusérfræðingum, þyrfti að bregðast við upplýsingum sem áttu að hafa borist til lögreglu. Æfingin gekk nánast hnökralaust, en það er mikilvægt fyrir sveitina að geta æft við þessar aðstæður.“ Tveir sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru með sérsveitinni og tókst þeim að nota sprengjueyðingartæki, eins konar vatnsbyssu, til þess að gera sprengjuna óvirka. Sigurður Ásgrímsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni, fylgdist með lærisveinum sínum gera sprengjuna óvirka inni í byrgi sem búið var til úr gámum. „Þegar það eru gerð áhlaup á hús, þar sem grunur leikur á að sé verið að búa til sprengju, þá eru sprengjusérfræðingar hafðir með í för til þess að eyða sprengjunni og þar með mikilli hættu,“ sagði Sigurður áður en hann hrósaði sérsveitinni og sprengjusérfræðingunum fyrir að standa vel að verki. „Sprengjan í þessari æfingu var tímasprengja sem átti að springa á fyrirfram ákveðnum tíma, auk þess átti hún að springa ef hún yrði hreyfð. Sprengjusérfræðingarnir meðhöndluðu þetta vel og tókst að gera hana óvirka með fagmannlegum hætti.“
Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira