Tveir lögreglumenn hljótavaranlega örorku ár hvert 17. október 2006 03:30 Lögreglan Að meðaltali tveir lögreglumenn á ári hljóta varanlega örorku eftir að hafa slasast í starfi, að sögn Gylfa Thorlacius hæstaréttarlögmanns. Hann fer með stærstan hluta bótamála fyrir lögreglumenn, sem meiðst hafa í starfi, á hendur ríkissjóði. Samkvæmt upplýsingum Gylfa voru uppgerð bótamál af þessu tagi á árabilinu 1999 til 2001 alls 25. Á árunum 2003 til 2004 voru málin samtals 22. Mál er ekki gert upp fyrr en ári eftir að atvikið á sér stað, því afleiðingarnar eru ekki komnar fram fyrr. Í þessum tilvikum, þar sem um er að ræða uppgerð bótamál, hafa viðkomandi lögreglumönnum verið greiddar bætur úr ríkissjóði, á grundvelli ákvæða laga um lögreglumenn, sem segir að þeir eigi að fá bætur fyrir allt tjón sem þeir verði fyrir í starfi, segir Gylfi. Þarna er um að ræða minni háttar mál, kjaftshögg, glóðaraugu og annað álíka upp í varanlegan miska og örorku. Þess ber að geta að það koma ekki öll mál af þessum toga til mín. Lögreglumenn leita til fleiri lögmanna með þau. En mér virðast þetta vera að meðaltali tíu til tólf mál á ári, þar sem lögreglumenn fá fjárhagsbætur úr ríkissjóði vegna meiðsla sem þeir verða fyrir í starfi. Mín tilfinning er sú, að það séu um það bil tvö mál á ári sem eru mjög alvarlegs eðlis vegna átaka sem lögreglumenn lenda í, segir Gylfi. Ég er nýbúinn að gera upp við ríkislögmann eitt slíkra mála vegna lögreglumanns sem lenti í alvarlegum átökum við handtöku á manni á síðasta ári. Lögreglumaðurinn hlaut í þeim tjón sem leiddi til örorku. Á borði mínu er mál annars lögreglumanns sem búið er að meta og þar eru afleiðingarnar einnig varanleg örorka. Í þessu sambandi má rifja upp lauslega athugun sem forráðamenn Landssambands lögreglumanna gerðu á lífaldri látinna félagsmanna. Niðurstaðan var sú, að lögreglumenn lifa að meðaltali tæplega 67 ár, en hinn almenni borgari lifir í rúmlega 79 ár. Lögreglumenn geta nú, einir opinberra starfsmanna, tekið eftirlaun við 65 ára aldur án þess að 95 ára reglan svokallaða liggi þar til grundvallar. Innlent Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Að meðaltali tveir lögreglumenn á ári hljóta varanlega örorku eftir að hafa slasast í starfi, að sögn Gylfa Thorlacius hæstaréttarlögmanns. Hann fer með stærstan hluta bótamála fyrir lögreglumenn, sem meiðst hafa í starfi, á hendur ríkissjóði. Samkvæmt upplýsingum Gylfa voru uppgerð bótamál af þessu tagi á árabilinu 1999 til 2001 alls 25. Á árunum 2003 til 2004 voru málin samtals 22. Mál er ekki gert upp fyrr en ári eftir að atvikið á sér stað, því afleiðingarnar eru ekki komnar fram fyrr. Í þessum tilvikum, þar sem um er að ræða uppgerð bótamál, hafa viðkomandi lögreglumönnum verið greiddar bætur úr ríkissjóði, á grundvelli ákvæða laga um lögreglumenn, sem segir að þeir eigi að fá bætur fyrir allt tjón sem þeir verði fyrir í starfi, segir Gylfi. Þarna er um að ræða minni háttar mál, kjaftshögg, glóðaraugu og annað álíka upp í varanlegan miska og örorku. Þess ber að geta að það koma ekki öll mál af þessum toga til mín. Lögreglumenn leita til fleiri lögmanna með þau. En mér virðast þetta vera að meðaltali tíu til tólf mál á ári, þar sem lögreglumenn fá fjárhagsbætur úr ríkissjóði vegna meiðsla sem þeir verða fyrir í starfi. Mín tilfinning er sú, að það séu um það bil tvö mál á ári sem eru mjög alvarlegs eðlis vegna átaka sem lögreglumenn lenda í, segir Gylfi. Ég er nýbúinn að gera upp við ríkislögmann eitt slíkra mála vegna lögreglumanns sem lenti í alvarlegum átökum við handtöku á manni á síðasta ári. Lögreglumaðurinn hlaut í þeim tjón sem leiddi til örorku. Á borði mínu er mál annars lögreglumanns sem búið er að meta og þar eru afleiðingarnar einnig varanleg örorka. Í þessu sambandi má rifja upp lauslega athugun sem forráðamenn Landssambands lögreglumanna gerðu á lífaldri látinna félagsmanna. Niðurstaðan var sú, að lögreglumenn lifa að meðaltali tæplega 67 ár, en hinn almenni borgari lifir í rúmlega 79 ár. Lögreglumenn geta nú, einir opinberra starfsmanna, tekið eftirlaun við 65 ára aldur án þess að 95 ára reglan svokallaða liggi þar til grundvallar.
Innlent Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira