Tveir lögreglumenn hljótavaranlega örorku ár hvert 17. október 2006 03:30 Lögreglan Að meðaltali tveir lögreglumenn á ári hljóta varanlega örorku eftir að hafa slasast í starfi, að sögn Gylfa Thorlacius hæstaréttarlögmanns. Hann fer með stærstan hluta bótamála fyrir lögreglumenn, sem meiðst hafa í starfi, á hendur ríkissjóði. Samkvæmt upplýsingum Gylfa voru uppgerð bótamál af þessu tagi á árabilinu 1999 til 2001 alls 25. Á árunum 2003 til 2004 voru málin samtals 22. Mál er ekki gert upp fyrr en ári eftir að atvikið á sér stað, því afleiðingarnar eru ekki komnar fram fyrr. Í þessum tilvikum, þar sem um er að ræða uppgerð bótamál, hafa viðkomandi lögreglumönnum verið greiddar bætur úr ríkissjóði, á grundvelli ákvæða laga um lögreglumenn, sem segir að þeir eigi að fá bætur fyrir allt tjón sem þeir verði fyrir í starfi, segir Gylfi. Þarna er um að ræða minni háttar mál, kjaftshögg, glóðaraugu og annað álíka upp í varanlegan miska og örorku. Þess ber að geta að það koma ekki öll mál af þessum toga til mín. Lögreglumenn leita til fleiri lögmanna með þau. En mér virðast þetta vera að meðaltali tíu til tólf mál á ári, þar sem lögreglumenn fá fjárhagsbætur úr ríkissjóði vegna meiðsla sem þeir verða fyrir í starfi. Mín tilfinning er sú, að það séu um það bil tvö mál á ári sem eru mjög alvarlegs eðlis vegna átaka sem lögreglumenn lenda í, segir Gylfi. Ég er nýbúinn að gera upp við ríkislögmann eitt slíkra mála vegna lögreglumanns sem lenti í alvarlegum átökum við handtöku á manni á síðasta ári. Lögreglumaðurinn hlaut í þeim tjón sem leiddi til örorku. Á borði mínu er mál annars lögreglumanns sem búið er að meta og þar eru afleiðingarnar einnig varanleg örorka. Í þessu sambandi má rifja upp lauslega athugun sem forráðamenn Landssambands lögreglumanna gerðu á lífaldri látinna félagsmanna. Niðurstaðan var sú, að lögreglumenn lifa að meðaltali tæplega 67 ár, en hinn almenni borgari lifir í rúmlega 79 ár. Lögreglumenn geta nú, einir opinberra starfsmanna, tekið eftirlaun við 65 ára aldur án þess að 95 ára reglan svokallaða liggi þar til grundvallar. Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Að meðaltali tveir lögreglumenn á ári hljóta varanlega örorku eftir að hafa slasast í starfi, að sögn Gylfa Thorlacius hæstaréttarlögmanns. Hann fer með stærstan hluta bótamála fyrir lögreglumenn, sem meiðst hafa í starfi, á hendur ríkissjóði. Samkvæmt upplýsingum Gylfa voru uppgerð bótamál af þessu tagi á árabilinu 1999 til 2001 alls 25. Á árunum 2003 til 2004 voru málin samtals 22. Mál er ekki gert upp fyrr en ári eftir að atvikið á sér stað, því afleiðingarnar eru ekki komnar fram fyrr. Í þessum tilvikum, þar sem um er að ræða uppgerð bótamál, hafa viðkomandi lögreglumönnum verið greiddar bætur úr ríkissjóði, á grundvelli ákvæða laga um lögreglumenn, sem segir að þeir eigi að fá bætur fyrir allt tjón sem þeir verði fyrir í starfi, segir Gylfi. Þarna er um að ræða minni háttar mál, kjaftshögg, glóðaraugu og annað álíka upp í varanlegan miska og örorku. Þess ber að geta að það koma ekki öll mál af þessum toga til mín. Lögreglumenn leita til fleiri lögmanna með þau. En mér virðast þetta vera að meðaltali tíu til tólf mál á ári, þar sem lögreglumenn fá fjárhagsbætur úr ríkissjóði vegna meiðsla sem þeir verða fyrir í starfi. Mín tilfinning er sú, að það séu um það bil tvö mál á ári sem eru mjög alvarlegs eðlis vegna átaka sem lögreglumenn lenda í, segir Gylfi. Ég er nýbúinn að gera upp við ríkislögmann eitt slíkra mála vegna lögreglumanns sem lenti í alvarlegum átökum við handtöku á manni á síðasta ári. Lögreglumaðurinn hlaut í þeim tjón sem leiddi til örorku. Á borði mínu er mál annars lögreglumanns sem búið er að meta og þar eru afleiðingarnar einnig varanleg örorka. Í þessu sambandi má rifja upp lauslega athugun sem forráðamenn Landssambands lögreglumanna gerðu á lífaldri látinna félagsmanna. Niðurstaðan var sú, að lögreglumenn lifa að meðaltali tæplega 67 ár, en hinn almenni borgari lifir í rúmlega 79 ár. Lögreglumenn geta nú, einir opinberra starfsmanna, tekið eftirlaun við 65 ára aldur án þess að 95 ára reglan svokallaða liggi þar til grundvallar.
Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira