Segir ráðherrana hafa viljað kanna tengsl Svavars og STASI 18. október 2006 07:45 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, kannast ekki við að hafa látið kanna það sérstaklega, hvort Svavar Gestsson hafi starfað fyrir austur-þýsku leyniþjónustuna STASI. Svavar var menntamálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar frá 1989 til 1991. Þór Whitehead sagnfræðiprófessor greinir frá því í Fréttablaðinu í dag að Steingrímur og Jón Baldvin hafi viljað vita „hvort Svavar hafi verið í hópi erindreka STASI“, eins og segir orðrétt í grein Þórs og vitnar hann þar til frásagnar Róberts Trausta Árnasonar, sem var varafastafulltrúi Íslands hjá NATO í Brussel í lok kalda stríðsins. Jón Baldvin segist hafa beðið Róbert Trausta um að athuga tengsl STASI við íslenska þegna og Ísland, líkt og forsvarsmenn annarra þjóða gerðu á leiðtogafundi NATO í Brussel um fimm vikum eftir að Berlínarmúrinn féll, í nóvember 1989. „Ef ég hefði ekki beðið Róbert Trausta um að athuga þetta, þá hefði ég verið að bregðast skyldum mínum. Það var mikilvægt fyrir mig að vita að Svavar væri saklaus eins og aðrir íslenskir þegnar en ég óskaði ekki eftir því sérstaklega að tengsl Svavars við STASI væru skoðuð. Síðan fékk ég þær upplýsingar, frá Róberti Trausta, að STASI hefði ekki haft neina starfsemi er tengdist íslenskum þegnum eða Íslandi yfir höfuð, og það var ákveðinn léttir.“ Steingrímur segist ekki vita til þess að tengsl Svavars við STASI hafi verið könnuð. „Það var vitanlega vilji hjá öllum á leiðtogafundi NATO að skoða starfsemi STASI og hvert hún hefði teygt anga sína. Tengsl STASI við Ísland reyndust engin vera og það lágu engar óskir fyrir um að kanna tengsl við ákveðna einstaklinga.“ Innlent Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, kannast ekki við að hafa látið kanna það sérstaklega, hvort Svavar Gestsson hafi starfað fyrir austur-þýsku leyniþjónustuna STASI. Svavar var menntamálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar frá 1989 til 1991. Þór Whitehead sagnfræðiprófessor greinir frá því í Fréttablaðinu í dag að Steingrímur og Jón Baldvin hafi viljað vita „hvort Svavar hafi verið í hópi erindreka STASI“, eins og segir orðrétt í grein Þórs og vitnar hann þar til frásagnar Róberts Trausta Árnasonar, sem var varafastafulltrúi Íslands hjá NATO í Brussel í lok kalda stríðsins. Jón Baldvin segist hafa beðið Róbert Trausta um að athuga tengsl STASI við íslenska þegna og Ísland, líkt og forsvarsmenn annarra þjóða gerðu á leiðtogafundi NATO í Brussel um fimm vikum eftir að Berlínarmúrinn féll, í nóvember 1989. „Ef ég hefði ekki beðið Róbert Trausta um að athuga þetta, þá hefði ég verið að bregðast skyldum mínum. Það var mikilvægt fyrir mig að vita að Svavar væri saklaus eins og aðrir íslenskir þegnar en ég óskaði ekki eftir því sérstaklega að tengsl Svavars við STASI væru skoðuð. Síðan fékk ég þær upplýsingar, frá Róberti Trausta, að STASI hefði ekki haft neina starfsemi er tengdist íslenskum þegnum eða Íslandi yfir höfuð, og það var ákveðinn léttir.“ Steingrímur segist ekki vita til þess að tengsl Svavars við STASI hafi verið könnuð. „Það var vitanlega vilji hjá öllum á leiðtogafundi NATO að skoða starfsemi STASI og hvert hún hefði teygt anga sína. Tengsl STASI við Ísland reyndust engin vera og það lágu engar óskir fyrir um að kanna tengsl við ákveðna einstaklinga.“
Innlent Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira