Næststærsta dýr jarðarinnar 19. október 2006 01:00 Hvalveiðar hafa verið mikið í fréttum að undanförnu eftir að Einar K. Guðfinnsson ákvað að gefa heimild til að veiða níu langreyðar og 30 hrefnur undir formerkjum atvinnuveiða. Hvernig lítur langreyður út?Langreyður er næststærsta dýr jarðarinnar og verður mest um 27 metrar á lengd og um 100 tonn að þyngd. Oftast eru dýrin um 18 til 20 metrar að lengd og vega um 42 tonn. Kvendýrin eru stærri eins og á við um alla reyðarhvali. Það á einnig við um reyðarhvalastofna á suðurhveli jarðar. Langreyður getur orðið mjög gömul og greint hefur verið 94 ára gamalt dýr við Ísland. Hvað um útbreiðslu og lífshætti hvalsins?Langreyði er að finna um öll heimsins höf. Er á Íslandsmiðum frá maí til ágúst. Lífshættir og far er svipað og hjá sandreyði. Langreyður er algengasti stórhvalurinn við Ísland og er mest af henni við landgrunnsbrúnina suðvestur og vestur af landinu. Þar voru hvalveiðar stundaðar um árabil frá Hvalfirði. Einnig er nokkuð af langreyði allt í kringum landið en minnst fyrir utan norður- og norðvestur ströndina. Langreyður telst vera úthafshvalur. Langreyður étur aðallega ljósátu við Íslandsstrendur en rannsóknir sýna að hún étur einnig torfufisk. Hún er afar hraðsynd og getur náð allt að 35 kílómetra hraða á klukkustund. Hvað um veiðar og stofnstærð?Langreyður er sú hvalategund sem mest hefur verið veitt af hér við land. Meðalársveiði árin 1948 til 1985 var 234 dýr en mest 348 dýr árið 1957. Hún var ofveidd á þessu tímabili en stofninn hefur náð fyrri stærð og er talinn í sögulegu hámarki. Samkvæmt nýjustu talningum var stofnstærð Austur-Grænlands-Íslands langreyðarinnar um 23.700 dýr árið 2001. Þetta mat hefur verið staðfest af vísindanefnd NAMMCO árið 2003 og af vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins fyrr á þessu ári. Innlent Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
Hvalveiðar hafa verið mikið í fréttum að undanförnu eftir að Einar K. Guðfinnsson ákvað að gefa heimild til að veiða níu langreyðar og 30 hrefnur undir formerkjum atvinnuveiða. Hvernig lítur langreyður út?Langreyður er næststærsta dýr jarðarinnar og verður mest um 27 metrar á lengd og um 100 tonn að þyngd. Oftast eru dýrin um 18 til 20 metrar að lengd og vega um 42 tonn. Kvendýrin eru stærri eins og á við um alla reyðarhvali. Það á einnig við um reyðarhvalastofna á suðurhveli jarðar. Langreyður getur orðið mjög gömul og greint hefur verið 94 ára gamalt dýr við Ísland. Hvað um útbreiðslu og lífshætti hvalsins?Langreyði er að finna um öll heimsins höf. Er á Íslandsmiðum frá maí til ágúst. Lífshættir og far er svipað og hjá sandreyði. Langreyður er algengasti stórhvalurinn við Ísland og er mest af henni við landgrunnsbrúnina suðvestur og vestur af landinu. Þar voru hvalveiðar stundaðar um árabil frá Hvalfirði. Einnig er nokkuð af langreyði allt í kringum landið en minnst fyrir utan norður- og norðvestur ströndina. Langreyður telst vera úthafshvalur. Langreyður étur aðallega ljósátu við Íslandsstrendur en rannsóknir sýna að hún étur einnig torfufisk. Hún er afar hraðsynd og getur náð allt að 35 kílómetra hraða á klukkustund. Hvað um veiðar og stofnstærð?Langreyður er sú hvalategund sem mest hefur verið veitt af hér við land. Meðalársveiði árin 1948 til 1985 var 234 dýr en mest 348 dýr árið 1957. Hún var ofveidd á þessu tímabili en stofninn hefur náð fyrri stærð og er talinn í sögulegu hámarki. Samkvæmt nýjustu talningum var stofnstærð Austur-Grænlands-Íslands langreyðarinnar um 23.700 dýr árið 2001. Þetta mat hefur verið staðfest af vísindanefnd NAMMCO árið 2003 og af vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins fyrr á þessu ári.
Innlent Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira