Hundruð sjómanna slasast við vinnu sína 19. október 2006 07:00 Sjómenn að störfum Breyting á kjarasamningi sjómanna 2001 til 2002 gerði það að verkum að skráning og mat vinnuslysa varð með öðrum hætti en áður hafði verið. Hundruð íslenskra sjómanna verða fyrir slysum, sem samþykkt eru bótaskyld, við störf sín á hverju ári, samkvæmt upplýsingum Ingunnar Gunnarsdóttur hjá slysatryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins. Þá er tugum manna á ári metin varanleg örorka vegna vinnuslysa. Samtals 22 sjómenn hafa látist við störf frá og með árinu 2000, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd sjóslysa. Fréttablaðið greindi nýverið frá slysatíðni hjá lögreglumönnum í starfi. Þar kom fram að tíu til tólf lögreglumenn á ári verða fyrir bótaskyldu slysi í starfi. Að meðaltali tveir á ári eru metnir til varanlegrar örorku eftir slík slys. Um það bil 700 lögreglumenn starfa á landinu öllu. Fjöldi manna sem starfa á sjó er alls um 5.000. Séu meðaltalstölur slysatíðni þessara tveggja starfsstétta bornar saman þá kemur í ljós að 5,7 prósent sjómanna verða fyrir bótaskyldum slysum en 1,4 prósent lögreglumanna. Þegar kemur að slysum sem leiða til örorku, verða að meðaltali 1,75 prósent sjómanna fyrir svo alvarlegum meiðslum en 0,29 prósent lögreglumanna. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að Slysavarnaskóli sjómanna eigi stóran þátt í að auka starfsöryggi stéttarinnar. „Sama máli gegnir um lagabindingu um að menn skuli hafa farið á námskeið í skólanum áður en þeir fara á sjó,“ bætir Sævar við. „Slysavarnaskólinn kennir mönnum ekki einungis að bregðast við. Hann hjálpar þeim til að reyna að varast slysin. Svo er vissulega almenn vakning meðal manna hvað öryggismál varðar, auk þess sem skipin eru ef til vill orðin betri en áður.“ Sævar segir skýringuna á talsverðri fjölgun slysa árið 2002 vera þá að gerð hafi verið breyting á kjarasamningum sjómanna. Hún hafi gert það að verkum að byrjað hafi verið að skrá og meta vinnuslys með öðrum hætti en áður vegna þess að tryggingafélög hafi farið að koma öðru vísi að bótagreiðslum. Fyrir breytinguna hefðu sjómenn þurft að sanna að það hefðu verið ytri aðstæður sem valdið hefðu slysinu til að þeir fengju bætur. Eftir breytinguna hefði vinnuslys verið bótaskylt hvort sem maðurinn hefði átt sök á því sjálfur eða eitthvað í vinnuumhverfinu. Innlent Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur Sjá meira
Hundruð íslenskra sjómanna verða fyrir slysum, sem samþykkt eru bótaskyld, við störf sín á hverju ári, samkvæmt upplýsingum Ingunnar Gunnarsdóttur hjá slysatryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins. Þá er tugum manna á ári metin varanleg örorka vegna vinnuslysa. Samtals 22 sjómenn hafa látist við störf frá og með árinu 2000, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd sjóslysa. Fréttablaðið greindi nýverið frá slysatíðni hjá lögreglumönnum í starfi. Þar kom fram að tíu til tólf lögreglumenn á ári verða fyrir bótaskyldu slysi í starfi. Að meðaltali tveir á ári eru metnir til varanlegrar örorku eftir slík slys. Um það bil 700 lögreglumenn starfa á landinu öllu. Fjöldi manna sem starfa á sjó er alls um 5.000. Séu meðaltalstölur slysatíðni þessara tveggja starfsstétta bornar saman þá kemur í ljós að 5,7 prósent sjómanna verða fyrir bótaskyldum slysum en 1,4 prósent lögreglumanna. Þegar kemur að slysum sem leiða til örorku, verða að meðaltali 1,75 prósent sjómanna fyrir svo alvarlegum meiðslum en 0,29 prósent lögreglumanna. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að Slysavarnaskóli sjómanna eigi stóran þátt í að auka starfsöryggi stéttarinnar. „Sama máli gegnir um lagabindingu um að menn skuli hafa farið á námskeið í skólanum áður en þeir fara á sjó,“ bætir Sævar við. „Slysavarnaskólinn kennir mönnum ekki einungis að bregðast við. Hann hjálpar þeim til að reyna að varast slysin. Svo er vissulega almenn vakning meðal manna hvað öryggismál varðar, auk þess sem skipin eru ef til vill orðin betri en áður.“ Sævar segir skýringuna á talsverðri fjölgun slysa árið 2002 vera þá að gerð hafi verið breyting á kjarasamningum sjómanna. Hún hafi gert það að verkum að byrjað hafi verið að skrá og meta vinnuslys með öðrum hætti en áður vegna þess að tryggingafélög hafi farið að koma öðru vísi að bótagreiðslum. Fyrir breytinguna hefðu sjómenn þurft að sanna að það hefðu verið ytri aðstæður sem valdið hefðu slysinu til að þeir fengju bætur. Eftir breytinguna hefði vinnuslys verið bótaskylt hvort sem maðurinn hefði átt sök á því sjálfur eða eitthvað í vinnuumhverfinu.
Innlent Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur Sjá meira