Ferðamenn byrjaðir að afpanta ferðir 19. október 2006 03:30 Hvalveiðar Þegar hafa verið afpantaðar hvalaskoðunarferðir á næsta sumri með bátum hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar á Húsavík. Þetta staðfesti Heimir Harðarson, markaðsstjóri og einn eigenda Norðursiglingar, í gærkvöld. Við höfum þegar fengið beiðnir um afpantanir á ferðum, eftir að hvalveiðar í atvinnuskyni voru formlega leyfðar. Þetta hefur greinileg áhrif á okkar starf. Tæplega 30 þúsund gestir fóru í hvalaskoðunarferð með bátum Norðursiglingar á sumarmánuðum þessa árs. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra telur að atvinnuhvalveiðar Íslendinga geti haft skaðleg áhrif á ímynd landsins. Hún segir Ísland vera í fararbroddi á alþjóðavettvangi hvað varðar umgengni við auðlindir sjávar og margt þurfi að hafa hugfast. Það eru rök með þessum veiðum og á móti þeim. Minn fyrirvari byggir á því að ég óttast um trúverðugleika okkar og ímynd í umhverfislegu tilliti. Ég tel að trúverðugleiki okkar geti veikst þegar við hefjum veiðar í atvinnuskyni. Þá segi ég með réttu eða röngu, því þetta byggir á því hvernig við komum okkar málflutningi á framfæri. Jónína segir að leiðrétta verði ýmsan misskilning sem varðar veiðarnar því það sé ekki um það deilt að veiðarnar séu sjálfbærar. Þessir stóru stofnar hrefnu og langreyðar þola því þessar takmörkuðu veiðar. Ég vil ítreka, að með réttu eða röngu, getur þetta haft áhrif á trúverðugleika okkar og ímynd. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja atvinnuhvalveiðar hefur vakið mikla athygli erlendis. Allar helstu fréttastofur vestan hafs og austan hafa fjallað um málið. Helgi Ágústsson, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, kom fram í beinni útsendingu á fréttstöðinni CNN og gerði grein fyrir afstöðu íslenskra stjórnvalda í málinu. Einnig kom fram málsvari Grænfriðunga og lýsti vonbrigðum sínum með breytta stefnu íslenskra stjórnvalda í hvalveiðum. Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Fleiri fréttir „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Sjá meira
Hvalveiðar Þegar hafa verið afpantaðar hvalaskoðunarferðir á næsta sumri með bátum hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar á Húsavík. Þetta staðfesti Heimir Harðarson, markaðsstjóri og einn eigenda Norðursiglingar, í gærkvöld. Við höfum þegar fengið beiðnir um afpantanir á ferðum, eftir að hvalveiðar í atvinnuskyni voru formlega leyfðar. Þetta hefur greinileg áhrif á okkar starf. Tæplega 30 þúsund gestir fóru í hvalaskoðunarferð með bátum Norðursiglingar á sumarmánuðum þessa árs. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra telur að atvinnuhvalveiðar Íslendinga geti haft skaðleg áhrif á ímynd landsins. Hún segir Ísland vera í fararbroddi á alþjóðavettvangi hvað varðar umgengni við auðlindir sjávar og margt þurfi að hafa hugfast. Það eru rök með þessum veiðum og á móti þeim. Minn fyrirvari byggir á því að ég óttast um trúverðugleika okkar og ímynd í umhverfislegu tilliti. Ég tel að trúverðugleiki okkar geti veikst þegar við hefjum veiðar í atvinnuskyni. Þá segi ég með réttu eða röngu, því þetta byggir á því hvernig við komum okkar málflutningi á framfæri. Jónína segir að leiðrétta verði ýmsan misskilning sem varðar veiðarnar því það sé ekki um það deilt að veiðarnar séu sjálfbærar. Þessir stóru stofnar hrefnu og langreyðar þola því þessar takmörkuðu veiðar. Ég vil ítreka, að með réttu eða röngu, getur þetta haft áhrif á trúverðugleika okkar og ímynd. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja atvinnuhvalveiðar hefur vakið mikla athygli erlendis. Allar helstu fréttastofur vestan hafs og austan hafa fjallað um málið. Helgi Ágústsson, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, kom fram í beinni útsendingu á fréttstöðinni CNN og gerði grein fyrir afstöðu íslenskra stjórnvalda í málinu. Einnig kom fram málsvari Grænfriðunga og lýsti vonbrigðum sínum með breytta stefnu íslenskra stjórnvalda í hvalveiðum.
Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Fleiri fréttir „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Sjá meira