Paul Watson ætlar að koma með tvö skip til landsins 20. október 2006 03:30 Paul Watson Stofnandi og forseti Sea Shepherd Paul Watson, stofnandi og forseti umhverfissamtakanna Sea Shepherd, kallar Íslendinga „Norður-Kóreu hvalveiðiþjóða sem sýna almenningsáliti alls heimsins fyrirlitningu og hafa að engu regluverk alþjóðalaga“, í viðtali við Fréttablaðið. Hann líkir þannig atvinnuhvalveiðum Íslands við kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu. „Það sem Ísland er að gera er glæpur og við ætlum okkur að senda tvö skip til Íslands næsta sumar til að hindra atvinnuhvalveiðarnar,“ heldur Watson áfram. „Langreyður er í útrýmingarhættu og ef Íslendingar drepa eina langreyði er þjóðin sek um að brjóta reglur Alþjóðahvalveiðiráðsins og CITES-samninginn um alþjóðaverslun með tegundir sem eru í útrýmingarhættu.“ Það er mörgum Íslendingum í fersku minni þegar útsendarar Sea Shepherd samtakanna sökktu hvalveiðiskipunum Hval 6 og Hval 7 í Reykjavíkurhöfn fyrir tuttugu árum, auk þess að stórskemma tækjabúnað í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Þessar aðgerðir samtakanna vöktu hörð viðbrögð stjórnvalda og annarra umhverfissamtaka og Grænfriðungar sáu til dæmis ástæðu til að senda Steingrími Hermannssyni, þáverandi forsætisráðherra, bréf, þar sem verknaðurinn var fordæmdur. „Við munum gera þessar ráðstafanir vegna þessara ólöglegu veiða,“ fullyrðir Watson. „Við sökktum tveimur íslenskum hvalveiðiskipum á sínum tíma og réðumst á hvalvinnslustöðina. Alþjóðasamþykktir neyða okkur til að grípa inn í og sjá til þess að lög um umhverfisvernd séu virt.“ Watson segir að tvö af þremur skipum samtakanna séu í dag nýtt til að mótmæla hvalveiðum Japana í Suðurhöfum en eitt sé staðsett við Galapagos-eyjar, meðal annars til að koma í veg fyrir hákarlaveiðar. Watson staðfesti það sem kom fram í kanadískum fjölmiðlum fyrir nokkru að hann hyggist kaupa nýtt skip til að bregðast við „umhverfisglæpum eins og þeim sem Íslendingar drýgja“. Innlent Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Paul Watson, stofnandi og forseti umhverfissamtakanna Sea Shepherd, kallar Íslendinga „Norður-Kóreu hvalveiðiþjóða sem sýna almenningsáliti alls heimsins fyrirlitningu og hafa að engu regluverk alþjóðalaga“, í viðtali við Fréttablaðið. Hann líkir þannig atvinnuhvalveiðum Íslands við kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu. „Það sem Ísland er að gera er glæpur og við ætlum okkur að senda tvö skip til Íslands næsta sumar til að hindra atvinnuhvalveiðarnar,“ heldur Watson áfram. „Langreyður er í útrýmingarhættu og ef Íslendingar drepa eina langreyði er þjóðin sek um að brjóta reglur Alþjóðahvalveiðiráðsins og CITES-samninginn um alþjóðaverslun með tegundir sem eru í útrýmingarhættu.“ Það er mörgum Íslendingum í fersku minni þegar útsendarar Sea Shepherd samtakanna sökktu hvalveiðiskipunum Hval 6 og Hval 7 í Reykjavíkurhöfn fyrir tuttugu árum, auk þess að stórskemma tækjabúnað í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Þessar aðgerðir samtakanna vöktu hörð viðbrögð stjórnvalda og annarra umhverfissamtaka og Grænfriðungar sáu til dæmis ástæðu til að senda Steingrími Hermannssyni, þáverandi forsætisráðherra, bréf, þar sem verknaðurinn var fordæmdur. „Við munum gera þessar ráðstafanir vegna þessara ólöglegu veiða,“ fullyrðir Watson. „Við sökktum tveimur íslenskum hvalveiðiskipum á sínum tíma og réðumst á hvalvinnslustöðina. Alþjóðasamþykktir neyða okkur til að grípa inn í og sjá til þess að lög um umhverfisvernd séu virt.“ Watson segir að tvö af þremur skipum samtakanna séu í dag nýtt til að mótmæla hvalveiðum Japana í Suðurhöfum en eitt sé staðsett við Galapagos-eyjar, meðal annars til að koma í veg fyrir hákarlaveiðar. Watson staðfesti það sem kom fram í kanadískum fjölmiðlum fyrir nokkru að hann hyggist kaupa nýtt skip til að bregðast við „umhverfisglæpum eins og þeim sem Íslendingar drýgja“.
Innlent Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira