Úrvalið af mjólkurvörum stórminnkar 20. október 2006 07:15 Mjólkurvörur frá Búðardal Hætta er á því að úrvalið af mjólkurvörum minnki í verslunum á starfssvæði Mjólkursamlagsins í Búðardal á næstunni. Vöruúrval í verslunum minnkar á næstunni á starfssvæði Mjólkursamlagsins í Búðardal vegna skipulagsbreytinga sem hafa átt sér stað. Mjólkursamlagið í Búðardal mun einbeita sér að vinnslu mjólkurafurða og verða verslanir á svæðinu frá norðanverðu Snæfellsnesi að Barðastrandarsýslu og Vestur-Húnavatnssýslu að panta vörur frá MS í Reykjavík. „Við þurfum að panta allt í heilum og hálfum pakkningum frá MS og það er hið versta mál fyrir svona lítið bæjarfélag. Þetta kemur sér sérstaklega illa þegar um er að ræða vörur sem lítil hreyfing er á,“ segir Gestrún Sveinsdóttir, verslunarstjóri í Jaðarkaupum á Tálknafirði. Gestrún nefnir sem dæmi gráðost. „Það er engin roksala í honum en alltaf einhverjir sem vilja. Ég verð að taka pakkningu með tólf ostum sem þýðir birgðir fyrir mig í fjóra til fimm mánuði en osturinn hefur kannski bara þriggja mánaða sölutíma. Ég verð því annað hvort að henda afganginum í ruslið eða sleppa því að panta hann,“ segir hún. Gestrún telur ljóst að nýja fyrirkomulagið þýði miklu minna vöruúrval fyrir fólk á svæðinu. „Maður hefur reynt að hafa sem flestar tegundir á boðstólum en ég reikna með að að nú verði maður að reyna að panta eftir því sem selst og finna einhvern milliveg, panta ekki það sem lendir í tunnunni,“ segir hún. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri MS, segir að breytingin hafi átt langan aðdraganda. Ákveðið hafi verið að þjóna sölu- og markaðsmálum sem mest frá Reykjavík. Þannig geti starfsmenn í mjólkurbúunum einbeitt sér betur að framleiðslunni. „Við gerðum sambærilega breytingu á Blönduósi í sumar og gerum ráð fyrir að breyta þessu á Selfossi snemma á næsta ári. Þá munum við þjóna öllum miðlægt og teljum okkur þannig tryggja jafngóða þjónustu á öllu landinu,“ segir hann. Guðbrandur segir að því miður hafi MS þurft að setja reglur um magn í pöntun. Eftir mikla skoðun hafi verið ákveðið að afgreiða bara heilar og hálfar pakkningar. Búðardalur hafi jafnvel selt eina jógúrtdós í einu en því miður sé það ekki hægt. „Ég skil þessi sjónarmið og virði þau fullkomlega en það eru takmörk fyrir því hvað við getum gert,“ segir hann. Innlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík Sjá meira
Vöruúrval í verslunum minnkar á næstunni á starfssvæði Mjólkursamlagsins í Búðardal vegna skipulagsbreytinga sem hafa átt sér stað. Mjólkursamlagið í Búðardal mun einbeita sér að vinnslu mjólkurafurða og verða verslanir á svæðinu frá norðanverðu Snæfellsnesi að Barðastrandarsýslu og Vestur-Húnavatnssýslu að panta vörur frá MS í Reykjavík. „Við þurfum að panta allt í heilum og hálfum pakkningum frá MS og það er hið versta mál fyrir svona lítið bæjarfélag. Þetta kemur sér sérstaklega illa þegar um er að ræða vörur sem lítil hreyfing er á,“ segir Gestrún Sveinsdóttir, verslunarstjóri í Jaðarkaupum á Tálknafirði. Gestrún nefnir sem dæmi gráðost. „Það er engin roksala í honum en alltaf einhverjir sem vilja. Ég verð að taka pakkningu með tólf ostum sem þýðir birgðir fyrir mig í fjóra til fimm mánuði en osturinn hefur kannski bara þriggja mánaða sölutíma. Ég verð því annað hvort að henda afganginum í ruslið eða sleppa því að panta hann,“ segir hún. Gestrún telur ljóst að nýja fyrirkomulagið þýði miklu minna vöruúrval fyrir fólk á svæðinu. „Maður hefur reynt að hafa sem flestar tegundir á boðstólum en ég reikna með að að nú verði maður að reyna að panta eftir því sem selst og finna einhvern milliveg, panta ekki það sem lendir í tunnunni,“ segir hún. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri MS, segir að breytingin hafi átt langan aðdraganda. Ákveðið hafi verið að þjóna sölu- og markaðsmálum sem mest frá Reykjavík. Þannig geti starfsmenn í mjólkurbúunum einbeitt sér betur að framleiðslunni. „Við gerðum sambærilega breytingu á Blönduósi í sumar og gerum ráð fyrir að breyta þessu á Selfossi snemma á næsta ári. Þá munum við þjóna öllum miðlægt og teljum okkur þannig tryggja jafngóða þjónustu á öllu landinu,“ segir hann. Guðbrandur segir að því miður hafi MS þurft að setja reglur um magn í pöntun. Eftir mikla skoðun hafi verið ákveðið að afgreiða bara heilar og hálfar pakkningar. Búðardalur hafi jafnvel selt eina jógúrtdós í einu en því miður sé það ekki hægt. „Ég skil þessi sjónarmið og virði þau fullkomlega en það eru takmörk fyrir því hvað við getum gert,“ segir hann.
Innlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík Sjá meira