Landspítala gert að hagræða enn frekar 22. október 2006 08:45 Fjárveitingar Landspítalans á milli ára á föstu verðlagi ársins 2006 hafa staðið í stað síðan árið 1999. Þetta staðfestir Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans. Á sama tíma hefur þjónusta spítalans aukist jafnt og þétt en á fjárlögum ársins 2007 fara stjórnvöld fram á að spítalinn lækki áætlaðan rekstrarkostnað sinn frá árinu 2006. Ekki er tekið tillit til óhagstæðrar gengisþróunar, áhrifa þenslu á vinnumarkaði og aukinna launatengdra gjalda frá því rekstraráætlun ársins 2006 var gerð. Þegar starfsemistölur Landspítalans frá árinu 2000 til 2005 eru skoðaðar kemur í ljós að dagdeildarkomum á spítalann hefur fjölgað um 11.313 á tímabilinu og göngudeildarkomum um 54.556. Kransæðavíkkunum hefur fjölgað um 226 á sama tímabili og hjartaþræðingum um rúmlega þúsund. Þær voru 699 árið 2000 en 1.707 árið 2005. Aðgerð eins og kransæðavíkkun kostar frá átta til tólfhundruð þúsund krónur eftir því hversu aðgerðin er flókin en hjartaþræðing rúmar 400.000 krónur. Magnús Pétursson segir að samhengi hljóti að þurfa að vera á milli íbúafjölgunar og meiri þjónustu sem ætlast er til að spítalinn veiti og þeirra fjármuna sem settir eru í starfsemina. Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að skera niður kostnað við starfsemina á sama tíma og þjónustan eykst jafnt og þétt. Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga, segir að mögulegt hafi verið að auka þjónustu spítalans á þessu tímabili vegna samlegðaráhrifa af sameiningu Landspítalans og Borgarspítalans. Við fækkuðum stjórnendum þegar við sameinuðum deildir, fækkuðum vöktum og fleira sem gerði okkur þetta kleift. Nú má segja að samlegðaráhrifin séu fullnýtt því sameiningin er búin. Anna segir að næsta stóra tækifæri til hagræðingar verði þegar nýtt háskólasjúkrahús verður tekið í notkun. Það verður mikil hagræðing af því að sameina bráðamóttökurnar og skurðstofurnar en það verður auðvitað ekki strax. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri tækni og eigna, segir byggingu svokallaðs bráðakjarna nýs háskólasjúkrahúss hefjast að öllum líkindum 2009 og taka um þrjú ár. Innlent Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Fjárveitingar Landspítalans á milli ára á föstu verðlagi ársins 2006 hafa staðið í stað síðan árið 1999. Þetta staðfestir Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans. Á sama tíma hefur þjónusta spítalans aukist jafnt og þétt en á fjárlögum ársins 2007 fara stjórnvöld fram á að spítalinn lækki áætlaðan rekstrarkostnað sinn frá árinu 2006. Ekki er tekið tillit til óhagstæðrar gengisþróunar, áhrifa þenslu á vinnumarkaði og aukinna launatengdra gjalda frá því rekstraráætlun ársins 2006 var gerð. Þegar starfsemistölur Landspítalans frá árinu 2000 til 2005 eru skoðaðar kemur í ljós að dagdeildarkomum á spítalann hefur fjölgað um 11.313 á tímabilinu og göngudeildarkomum um 54.556. Kransæðavíkkunum hefur fjölgað um 226 á sama tímabili og hjartaþræðingum um rúmlega þúsund. Þær voru 699 árið 2000 en 1.707 árið 2005. Aðgerð eins og kransæðavíkkun kostar frá átta til tólfhundruð þúsund krónur eftir því hversu aðgerðin er flókin en hjartaþræðing rúmar 400.000 krónur. Magnús Pétursson segir að samhengi hljóti að þurfa að vera á milli íbúafjölgunar og meiri þjónustu sem ætlast er til að spítalinn veiti og þeirra fjármuna sem settir eru í starfsemina. Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að skera niður kostnað við starfsemina á sama tíma og þjónustan eykst jafnt og þétt. Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga, segir að mögulegt hafi verið að auka þjónustu spítalans á þessu tímabili vegna samlegðaráhrifa af sameiningu Landspítalans og Borgarspítalans. Við fækkuðum stjórnendum þegar við sameinuðum deildir, fækkuðum vöktum og fleira sem gerði okkur þetta kleift. Nú má segja að samlegðaráhrifin séu fullnýtt því sameiningin er búin. Anna segir að næsta stóra tækifæri til hagræðingar verði þegar nýtt háskólasjúkrahús verður tekið í notkun. Það verður mikil hagræðing af því að sameina bráðamóttökurnar og skurðstofurnar en það verður auðvitað ekki strax. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri tækni og eigna, segir byggingu svokallaðs bráðakjarna nýs háskólasjúkrahúss hefjast að öllum líkindum 2009 og taka um þrjú ár.
Innlent Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira