Maður slasaðist illa í bílslysi á Hvolsvelli í fyrrakvöld þegar sendibíll skall aftan á vörubíl sem var nánast kyrrstæður við gatnamót. Kalla þurfti til tækjabíl frá Selfossi og klippa manninn út úr bílnum. Maðurinn var síðan fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur.
Læknir á gjörgæsludeild Landspítalans sagði síðdegis í gær að maðurinn væri mikið slasaður.
Innlent