Hvalkjötið selt til manneldis í Japan 23. október 2006 07:15 Hvalskurður Langreyður er mikil skepna eins og sést best þegar hún er skorin. Þeir sem komu að því að skera hvalinn voru greinilega vanir menn. MYND/Vilhelm Hvalur 9 kom til hafnar í Hvalfirði klukkan hálf tíu í gærmorgun með fyrstu langreyðina af þeim níu sem heimild hefur verið gefin til að veiða. Talið er að um þrjú hundruð manns hafi verið komnir að hvalstöðinni til að fylgjast með komu skipsins og verkun hvalsins. Byrjað var að grófskera hann um klukkustund eftir að hann var hífður upp á verkunarplanið en fínvinnsla og frysting hófst í hraðfrystistöð HB Granda á Akranesi þegar líða tók á daginn. Langreyðurin reyndist tuttugu metra löng og þrjátíu og tveimur sentimetrum betur en hún þótti horuð. Hún er talin vera rúm sextíu tonn að þyngd. Það var sannkölluð hátíðastemning við hvalstöðina þegar Hvalur 9 lagði að bryggju. Þeir fjölmörgu sem höfðu lagt leið sína upp í Hvalfjörð klöppuðu lengi og vel fyrir áhöfn skipsins þegar það lagði að bryggju og bros var á hverju andliti. Margir hittu gamla vini og kunningja í fyrsta skipti í langan tíma og það var haft á orði að stemningin væri eins og á ættarmóti. Þó voru einnig margir í hópnum sem voru að upplifa löndun hvals í fyrsta skipti og fannst mikið til koma. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., lét sig ekki vanta og hafði í mörg horn að líta. „Þetta er hátíðisdagur og það er gaman hvað allt hefur gengið vel. Þessi hvalur mætti þó vera feitari en hann er eins og búast mætti við á þessum árstíma.“ Kristján segir að kjötið af hvalnum verði selt á Japansmarkað og japanskur hvalkjötskaupmaður sem var í för með Kristjáni er sagður hafa sleikt út um þegar hvalskurðurinn byrjaði. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra var á meðal þeirra sem fylgdust með löndun hvalsins. „Þetta er góður dagur og heilmikil stund að sjá fyrsta hvalinn renna hérna upp planið. Maður finnur að tilhlökkun ríkir og þessu verður fagnað víða um land.“ Innlent Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Hvalur 9 kom til hafnar í Hvalfirði klukkan hálf tíu í gærmorgun með fyrstu langreyðina af þeim níu sem heimild hefur verið gefin til að veiða. Talið er að um þrjú hundruð manns hafi verið komnir að hvalstöðinni til að fylgjast með komu skipsins og verkun hvalsins. Byrjað var að grófskera hann um klukkustund eftir að hann var hífður upp á verkunarplanið en fínvinnsla og frysting hófst í hraðfrystistöð HB Granda á Akranesi þegar líða tók á daginn. Langreyðurin reyndist tuttugu metra löng og þrjátíu og tveimur sentimetrum betur en hún þótti horuð. Hún er talin vera rúm sextíu tonn að þyngd. Það var sannkölluð hátíðastemning við hvalstöðina þegar Hvalur 9 lagði að bryggju. Þeir fjölmörgu sem höfðu lagt leið sína upp í Hvalfjörð klöppuðu lengi og vel fyrir áhöfn skipsins þegar það lagði að bryggju og bros var á hverju andliti. Margir hittu gamla vini og kunningja í fyrsta skipti í langan tíma og það var haft á orði að stemningin væri eins og á ættarmóti. Þó voru einnig margir í hópnum sem voru að upplifa löndun hvals í fyrsta skipti og fannst mikið til koma. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., lét sig ekki vanta og hafði í mörg horn að líta. „Þetta er hátíðisdagur og það er gaman hvað allt hefur gengið vel. Þessi hvalur mætti þó vera feitari en hann er eins og búast mætti við á þessum árstíma.“ Kristján segir að kjötið af hvalnum verði selt á Japansmarkað og japanskur hvalkjötskaupmaður sem var í för með Kristjáni er sagður hafa sleikt út um þegar hvalskurðurinn byrjaði. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra var á meðal þeirra sem fylgdust með löndun hvalsins. „Þetta er góður dagur og heilmikil stund að sjá fyrsta hvalinn renna hérna upp planið. Maður finnur að tilhlökkun ríkir og þessu verður fagnað víða um land.“
Innlent Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira