Pyntingalögin eru hrikalegt bakslag 23. október 2006 07:00 Jón Sigurðsson Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, telur lög Bandaríkjaforseta sem heimila starfsemi leynifangelsa, harkalegar yfirheyrsluaðferðir og sérstakan herdómstól yfir meintum hryðjuverkamönnum skelfileg og ótrúlegt að þau skuli hafa hlotið samþykki. Þetta er tákn um alvarlega tilhneigingu hjá Bandaríkjamönnum. Það er mikil hætta fólgin í vinnubrögðum af þessu tagi eins og margítrekuð reynsla hefur sýnt, segir hann og kveðst þar hugsa um mannréttindamál, árangur af réttargæslu og almenna mannúð. Jóni finnst koma til greina að hugleiða það að íslensk stjórnvöld mótmæli þessari lagasetningu. Bjarni Benediktsson, formaður forsætisnefndar Alþingis, telur athyglisvert að repúblikanar hafi gert málamiðlun í sínum röðum áður en málið fékk framgang. Mér sýnist þeir hafa lagt áherslu á að fara varlega, skýra réttarástandið og fara að alþjóðlegum skuldbindingum, segir hann. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, telur lagasetninguna: Hrikalegt bakslag í mannréttindamálum í Bandaríkjunum og tekur undir harkalega gagnrýni ACLU, stærstu og virtustu mannréttindasamtakanna, sem segja hana brjóta gegn bandarísku stjórnarskránni, grafa undan réttarríkinu og sanngjarnri málsmeðferð. Þessi löggjöf er í raun enn einn naglinn í líkkistu þessarar stjórnar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, hefur fylgst með málinu með hroll niður eftir bakinu. Ég deili þeirri skoðun flestra að þarna sé haldið inn á stórhættulega og nánast ómanneskjulega braut. Bandaríkjamenn eru að reyna að búa til nýjan hóp, réttlausa vígamenn, utan við lög og rétt. Ef það heppnast þá er sá hópur að sumu leyti verr settur en dýr því um meðferð dýra gilda þó allavega dýraverndunarlög í siðuðum löndum, segir hann. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, telur lögin: Ganga gegn öllum gildum sem menn hafa reynt að innleiða varðandi mannréttindasjónarmið og rétt fólks til að lúta ekki illri meðferð, segir hann. Mér finnst þetta niðurlægjandi, ekki bara fyrir Bandaríkjamenn heldur finnst mér niðurlægjandi að svona stefna skuli yfirleitt finnast meðal siðmenntaðra ríkja í veröldinni. Innlent Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, telur lög Bandaríkjaforseta sem heimila starfsemi leynifangelsa, harkalegar yfirheyrsluaðferðir og sérstakan herdómstól yfir meintum hryðjuverkamönnum skelfileg og ótrúlegt að þau skuli hafa hlotið samþykki. Þetta er tákn um alvarlega tilhneigingu hjá Bandaríkjamönnum. Það er mikil hætta fólgin í vinnubrögðum af þessu tagi eins og margítrekuð reynsla hefur sýnt, segir hann og kveðst þar hugsa um mannréttindamál, árangur af réttargæslu og almenna mannúð. Jóni finnst koma til greina að hugleiða það að íslensk stjórnvöld mótmæli þessari lagasetningu. Bjarni Benediktsson, formaður forsætisnefndar Alþingis, telur athyglisvert að repúblikanar hafi gert málamiðlun í sínum röðum áður en málið fékk framgang. Mér sýnist þeir hafa lagt áherslu á að fara varlega, skýra réttarástandið og fara að alþjóðlegum skuldbindingum, segir hann. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, telur lagasetninguna: Hrikalegt bakslag í mannréttindamálum í Bandaríkjunum og tekur undir harkalega gagnrýni ACLU, stærstu og virtustu mannréttindasamtakanna, sem segja hana brjóta gegn bandarísku stjórnarskránni, grafa undan réttarríkinu og sanngjarnri málsmeðferð. Þessi löggjöf er í raun enn einn naglinn í líkkistu þessarar stjórnar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, hefur fylgst með málinu með hroll niður eftir bakinu. Ég deili þeirri skoðun flestra að þarna sé haldið inn á stórhættulega og nánast ómanneskjulega braut. Bandaríkjamenn eru að reyna að búa til nýjan hóp, réttlausa vígamenn, utan við lög og rétt. Ef það heppnast þá er sá hópur að sumu leyti verr settur en dýr því um meðferð dýra gilda þó allavega dýraverndunarlög í siðuðum löndum, segir hann. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, telur lögin: Ganga gegn öllum gildum sem menn hafa reynt að innleiða varðandi mannréttindasjónarmið og rétt fólks til að lúta ekki illri meðferð, segir hann. Mér finnst þetta niðurlægjandi, ekki bara fyrir Bandaríkjamenn heldur finnst mér niðurlægjandi að svona stefna skuli yfirleitt finnast meðal siðmenntaðra ríkja í veröldinni.
Innlent Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira