Spákaupmaðurinn: Alltaf á floti 25. október 2006 00:01 Ég er búinn að stafla upp í Glitni að undanförnu með góðum árangri. Bankinn hefur verið að taka við sér undanfarin misseri, eftir að forstjórinn gat farið að einbeita sér að öðru en að passa bakið á sér. Glitnir hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu. Tekið stærstu dílanna og nýtur kjölfestuhluthafa í stórum verkefnum. Fyrirtækjasviðið hefur verið að koma í ljós og svo virðist þetta offshore dæmi sem enginn skilur, einmitt hafa þann kost að enginn skilur það og þeir þurfa því ekki að vera að atast í jafn mikilli samkeppni á því svæði fyrir vikið. Sniðugt hjá þeim. Hitt sem ég er að veðja á er að stórir hluthafar bankans sitja á óleystu vandamáli sem er eignin í Straumi - Burðaráss. Flestir á markaði eru á því að til einhvers konar uppgjörs muni koma. Líklegast verði uppskipti á eignum og Straumur sigli inn í FL Group, Glitni og Landsbankann. Aðrir segja að Kalli Werners muni taka hlut í Straumi. Þar leggja menn til grundvallar að Karl hefur unnið með Björgólfi Thor í Actavis og getur hugsanlega leyst hluti með Björgólfi sem hinir geta ekki. Hinn möguleikinn er að Karl kaupi ásamt fleirum Björgólf út úr Straumi og þar með verði eignarhaldið svipað og á Glitni. Kannski að nýtt fjárfestingarfélag undir stjórn fyrrverandi forstjóra Straums kæmi aftur að málum. Hver veit! Ég skal ekki segja hver verður niðurstaðan. Mér finnst einhvers konar uppgjör óumflýjanlegt, en það skiptir ekki öllu máli. Líklegt er að spenna muni skapast um fyrirtækið og það hefur áhrif á gengi bréfa. Mér finnst því góður möguleiki á að maður geti hagnast á þessu svæði vegna átaka og spennu. Mér er í sjálfu sér sama hver er ástæða þess að ég græði. Annars hef ég varann á mér. Ég er ekki viss um að markaðurinn eigi mikið inni í bili. Krónan er orðinn sterkari en innistæða er fyrir til lengdar og eignir í útlöndum gefa ágætlega af sér. Ég hef verið að bæta verulega við erlenda stöðu síðan í fyrra. Gerði smá hlé þegar krónan féll. Gamla reglan um eggin og körfuna er í fullu gildi og ég ætla ekki að fara á skjálftavaktina þótt krónan falli. Þegar grynnkar í einum vasanum, þá er gott að hafa annan sem fyllist hraðar en maður hefur tök á að tæma. Þannig er það nú með mann eins og mig sem alltaf er á floti þótt aðrir sökkvi. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Viðskipti Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Sjá meira
Ég er búinn að stafla upp í Glitni að undanförnu með góðum árangri. Bankinn hefur verið að taka við sér undanfarin misseri, eftir að forstjórinn gat farið að einbeita sér að öðru en að passa bakið á sér. Glitnir hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu. Tekið stærstu dílanna og nýtur kjölfestuhluthafa í stórum verkefnum. Fyrirtækjasviðið hefur verið að koma í ljós og svo virðist þetta offshore dæmi sem enginn skilur, einmitt hafa þann kost að enginn skilur það og þeir þurfa því ekki að vera að atast í jafn mikilli samkeppni á því svæði fyrir vikið. Sniðugt hjá þeim. Hitt sem ég er að veðja á er að stórir hluthafar bankans sitja á óleystu vandamáli sem er eignin í Straumi - Burðaráss. Flestir á markaði eru á því að til einhvers konar uppgjörs muni koma. Líklegast verði uppskipti á eignum og Straumur sigli inn í FL Group, Glitni og Landsbankann. Aðrir segja að Kalli Werners muni taka hlut í Straumi. Þar leggja menn til grundvallar að Karl hefur unnið með Björgólfi Thor í Actavis og getur hugsanlega leyst hluti með Björgólfi sem hinir geta ekki. Hinn möguleikinn er að Karl kaupi ásamt fleirum Björgólf út úr Straumi og þar með verði eignarhaldið svipað og á Glitni. Kannski að nýtt fjárfestingarfélag undir stjórn fyrrverandi forstjóra Straums kæmi aftur að málum. Hver veit! Ég skal ekki segja hver verður niðurstaðan. Mér finnst einhvers konar uppgjör óumflýjanlegt, en það skiptir ekki öllu máli. Líklegt er að spenna muni skapast um fyrirtækið og það hefur áhrif á gengi bréfa. Mér finnst því góður möguleiki á að maður geti hagnast á þessu svæði vegna átaka og spennu. Mér er í sjálfu sér sama hver er ástæða þess að ég græði. Annars hef ég varann á mér. Ég er ekki viss um að markaðurinn eigi mikið inni í bili. Krónan er orðinn sterkari en innistæða er fyrir til lengdar og eignir í útlöndum gefa ágætlega af sér. Ég hef verið að bæta verulega við erlenda stöðu síðan í fyrra. Gerði smá hlé þegar krónan féll. Gamla reglan um eggin og körfuna er í fullu gildi og ég ætla ekki að fara á skjálftavaktina þótt krónan falli. Þegar grynnkar í einum vasanum, þá er gott að hafa annan sem fyllist hraðar en maður hefur tök á að tæma. Þannig er það nú með mann eins og mig sem alltaf er á floti þótt aðrir sökkvi. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Viðskipti Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Sjá meira