Viðskipti innlent

Rúblur rata í Mogga

Björgólfsfeðgar hafa verið að styrkja stöðu sína í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Ólafsfell í eigu Björgólfs Guðmundssonar keypti á dögunum átta prósenta hlut. Feðgarnir ráða svo Straumi-Burðarási, auk þess sem úti á völlum markaðarins er hlutur Ólafs Jóhanns talinn fylgja þeim feðgum. Ef gengið er út frá því ráða feðgarnir með beinum eða óbeinum hætti um 40 prósenta hlut. Þá er talið að Björgólfur eldri eigi skuldabréf með breytirétti í útgáfufélagi Blaðsins. Einhverjir höfðu á orði hvort þeir sem hefðu uppi stóryrði um Baugsmiðla yrðu nú að vera sjálfum sér samkvæmir og tala um Bjöggamiðlana. Einn gárungi skemmti sér svo örlítið til viðbótar, vísaði til þess að auður feðganna ætti rætur í vel heppnuðu ævintýri í Pétursborg og hafði á orði að það hefði þá aldrei farið svo að rúblurnar rötuðu ekki á endanum í Moggann.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×