Af hverju konur fá enn greidd lægri laun en karlar 26. október 2006 05:00 Það er dapurlegt að heyra í formanni VR og félagsmálaráðherra þegar þeir eru spurðir út í launamun kynjanna sem er 15% þriðja árið í röð. Báðir segjast þeir ráðalausir. Undrun þessa manna undirstrikar það sem margur femínistinn hefur stagglast á í mörgu ár. Eitt eða tvö góð átök breyta ekki miklu, ekki frekar en í umferðinni - því miður. Samhengi hlutanna virðist ekki öllum ljóst og það að ætla sér að lagfæra jafnrétti kynjanna með þó vel meintri auglýsingaherferð er langt frá því að vera það eina sem þarf til. Þegar aðeins má tala um einn anga óréttlætis og reynt er að vinna bug á honum einangrað er fyrirsjáanlegt að árangurinn verður ekki ýkja mikill. Við þurfum að setja kynjagleraugunum á nefið í öllum málaflokkum. Þegar sett eru ný lög á Alþingi séu þau skoðuð sérstaklega með tilliti til áhrifa þeirra á konur og karla. Í undirbúningi að ákvarðanatöku og við úthlutun fjármagns, t.d. í fjárhagsáætlunargerð, og þegar teknar eru aðrar ákvarðanir um úthlutun fjármagns, þarf að taka mið af þörfum og áhrifum á bæði kynin og greina áhrif ákvarðana á stöðu þeirra. Þegar greiningin er til staðar er hægt að taka raunverulegar pólitískar ákvarðanir sem varða jafnréttismál. Setjum jafnréttismálin í forsætisráðuneytið. Eina leiðin til að samþætta jafnréttismálin öllu stjórnkerfi landsins er að setja valdið og eftirlitið efst í skipuritið. Tökum afgerandi afstöðu gegn öllu kynbundnu ofbeldi, hvort sem það heitir heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, vændi eða barnaníð. Veljum þá leið að láta fjarlæga ofbeldismanninn af heimilinu og gerum það ólöglegt að kaupa vændi. Það er sorglegt að horfa upp á góðar tillögur að lausnum fara forgörðum vegna skilningsleysis núverandi ríkistjórnar á málaflokknum. Við þurfum að koma á mannúðlegri lögum í eitt skipti fyrir öll. Útrýmum launaleynd. Launaleyndin er stærsti þátturinn í því að viðhalda launamisrétti. Verkalýðshreyfingarnar geta gerst þriðji aðili í því að skoða hvort um launamisrétti sé að ræða á vinnustað. Samræmd starfsmöt eru leið sem sveitafélögin hafa verið að reyna og margt bendir til þess að sú leið geti verið vænleg til árangurs þó það sé ekki fullreynt ennþá. Lengjum fæðingaorlofið því við vitum að það þarf að brúa bilið á milli 9 - 18 mánaða aldurs barna og það er oftast fjárhaglega hagkvæmara fyrir fjölskyldustærðin að konan dreifi fæðingaorlofinu sínu og láti sér duga 40% af upprunalegum tekjum. Fæðingaorlofið þarf að vera 15 mánuðir fyrir foreldra. Svo þarf dagvistunarúræði að koma til fyrr á aldursævi barna. Heimurinn er stútfullur af ósamræmi hvað varðar lífskjör kvenna og karla. Staðalímyndir kynjanna og klámvæðingin ýtir undir ennfrekari ójafnrétti. Leggjum í herferð til að vekja fólk til vitundar um dulda kynjablindu. Hvers vegna er það þannig að ég er í sífellu spurð hvort ég haldi að ég hafi tíma í bæði barnauppeldi og þingstörf þrátt fyrir að eiga eiginmann sem er fullfær föður ? Ætli flokksbræður mínir á þingi, sem þó flestir eiga fleiri en eitt og tvö börn, séu spurðir sömu spurningar? Ég held ekki. Viðskiptalífið endurspeglar hvað verið er að sóa miklum mannauði vegna mismununar kynjanna. Þrátt fyrir að konur hafi meiri menntun og mikinn metnað eiga minni menntaðir karlar oft meiri möguleika en þær. Ef greiningadeildir bankanna kynnu að reikna út það tap sem af þessu hlýst væru bankarnir ólmir að kenna sínum yfirmönnum að blindast ekki í staðalímyndum. Höldum áfram að berjast með góðum herferðum en blekkjum okkur ekki. Við þurfum mikla hugarfarsbreytingu og miklu betri lög. Höfundur býður sig fram í 6. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er dapurlegt að heyra í formanni VR og félagsmálaráðherra þegar þeir eru spurðir út í launamun kynjanna sem er 15% þriðja árið í röð. Báðir segjast þeir ráðalausir. Undrun þessa manna undirstrikar það sem margur femínistinn hefur stagglast á í mörgu ár. Eitt eða tvö góð átök breyta ekki miklu, ekki frekar en í umferðinni - því miður. Samhengi hlutanna virðist ekki öllum ljóst og það að ætla sér að lagfæra jafnrétti kynjanna með þó vel meintri auglýsingaherferð er langt frá því að vera það eina sem þarf til. Þegar aðeins má tala um einn anga óréttlætis og reynt er að vinna bug á honum einangrað er fyrirsjáanlegt að árangurinn verður ekki ýkja mikill. Við þurfum að setja kynjagleraugunum á nefið í öllum málaflokkum. Þegar sett eru ný lög á Alþingi séu þau skoðuð sérstaklega með tilliti til áhrifa þeirra á konur og karla. Í undirbúningi að ákvarðanatöku og við úthlutun fjármagns, t.d. í fjárhagsáætlunargerð, og þegar teknar eru aðrar ákvarðanir um úthlutun fjármagns, þarf að taka mið af þörfum og áhrifum á bæði kynin og greina áhrif ákvarðana á stöðu þeirra. Þegar greiningin er til staðar er hægt að taka raunverulegar pólitískar ákvarðanir sem varða jafnréttismál. Setjum jafnréttismálin í forsætisráðuneytið. Eina leiðin til að samþætta jafnréttismálin öllu stjórnkerfi landsins er að setja valdið og eftirlitið efst í skipuritið. Tökum afgerandi afstöðu gegn öllu kynbundnu ofbeldi, hvort sem það heitir heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, vændi eða barnaníð. Veljum þá leið að láta fjarlæga ofbeldismanninn af heimilinu og gerum það ólöglegt að kaupa vændi. Það er sorglegt að horfa upp á góðar tillögur að lausnum fara forgörðum vegna skilningsleysis núverandi ríkistjórnar á málaflokknum. Við þurfum að koma á mannúðlegri lögum í eitt skipti fyrir öll. Útrýmum launaleynd. Launaleyndin er stærsti þátturinn í því að viðhalda launamisrétti. Verkalýðshreyfingarnar geta gerst þriðji aðili í því að skoða hvort um launamisrétti sé að ræða á vinnustað. Samræmd starfsmöt eru leið sem sveitafélögin hafa verið að reyna og margt bendir til þess að sú leið geti verið vænleg til árangurs þó það sé ekki fullreynt ennþá. Lengjum fæðingaorlofið því við vitum að það þarf að brúa bilið á milli 9 - 18 mánaða aldurs barna og það er oftast fjárhaglega hagkvæmara fyrir fjölskyldustærðin að konan dreifi fæðingaorlofinu sínu og láti sér duga 40% af upprunalegum tekjum. Fæðingaorlofið þarf að vera 15 mánuðir fyrir foreldra. Svo þarf dagvistunarúræði að koma til fyrr á aldursævi barna. Heimurinn er stútfullur af ósamræmi hvað varðar lífskjör kvenna og karla. Staðalímyndir kynjanna og klámvæðingin ýtir undir ennfrekari ójafnrétti. Leggjum í herferð til að vekja fólk til vitundar um dulda kynjablindu. Hvers vegna er það þannig að ég er í sífellu spurð hvort ég haldi að ég hafi tíma í bæði barnauppeldi og þingstörf þrátt fyrir að eiga eiginmann sem er fullfær föður ? Ætli flokksbræður mínir á þingi, sem þó flestir eiga fleiri en eitt og tvö börn, séu spurðir sömu spurningar? Ég held ekki. Viðskiptalífið endurspeglar hvað verið er að sóa miklum mannauði vegna mismununar kynjanna. Þrátt fyrir að konur hafi meiri menntun og mikinn metnað eiga minni menntaðir karlar oft meiri möguleika en þær. Ef greiningadeildir bankanna kynnu að reikna út það tap sem af þessu hlýst væru bankarnir ólmir að kenna sínum yfirmönnum að blindast ekki í staðalímyndum. Höldum áfram að berjast með góðum herferðum en blekkjum okkur ekki. Við þurfum mikla hugarfarsbreytingu og miklu betri lög. Höfundur býður sig fram í 6. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar