Vill innflytjendur í íslensku lögregluna 27. október 2006 00:01 Karl Steinar Valsson. Telur að lögreglan eigi að endurspegla það samfélag sem hún þjónar. MYND/Róbert Löggæsla Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn er þeirrar skoðunar að íslenska lögreglan þurfi að huga betur að því hvernig hún endurspegli samfélagið og breytast í takt við aukinn fjölda útlendinga sem hér búa. Hann segir að víða erlendis sé lögreglan með starfsfólk til að endurspegla og ná betri tengslum við erlenda hópa í samfélaginu. „Samfélagið er breytt og við ættum að skipta um gír og horfa á hvernig við undirbúum okkar lögreglumenn undir þær breytingar sem nú þegar hafa átt sér stað í samfélaginu.“ Til að fjölga íslenskum lögreglumönnum sem eru fæddir eða uppaldir erlendis og hafa ekki fullkomið vald á íslensku þarf að breyta lögum um inntökuskilyrði í Lögregluskólann, en þar eru kröfur gerðar um góða kunnáttu í rituðu íslensku máli, vegna skýrslugerðar og samskiptagetu. Samkvæmt upplýsingum frá Gunnlaugi Snævarr, yfirlögregluþjóni í valnefnd Lögregluskólans, þarf lagasetningu til að breyta reglum um inntökuskilyrði. „Við erum mjög jákvæðir gagnvart fólki af erlendum uppruna og það er allt hægt, en lögin eru sett af Alþingi og frumkvæðið þyrfti að koma þaðan,“ segir Gunnlaugur. Hann bendir á að í Bretlandi hafi verið reynt að hafa ákveðið lágmarkshlutfall lögreglumanna úr minnihlutahópum, eða fimm prósent. Sú tilraun hafi þó ekki gengið sem skyldi og breska lögreglan hafi því horfið frá því. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ekki velt þessum möguleika sérstaklega fyrir sér, en telur að „verði ráðist í að setja sérstök lög um Löggæsluskóla ríkisins [...] yrði hugað að þessu nýmæli eins og öðrum.“ Hann segir jafnframt „nauðsynlegt að líta til nýrra þátta vegna fjölgunar útlendinga í landinu.“ Innlent Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Löggæsla Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn er þeirrar skoðunar að íslenska lögreglan þurfi að huga betur að því hvernig hún endurspegli samfélagið og breytast í takt við aukinn fjölda útlendinga sem hér búa. Hann segir að víða erlendis sé lögreglan með starfsfólk til að endurspegla og ná betri tengslum við erlenda hópa í samfélaginu. „Samfélagið er breytt og við ættum að skipta um gír og horfa á hvernig við undirbúum okkar lögreglumenn undir þær breytingar sem nú þegar hafa átt sér stað í samfélaginu.“ Til að fjölga íslenskum lögreglumönnum sem eru fæddir eða uppaldir erlendis og hafa ekki fullkomið vald á íslensku þarf að breyta lögum um inntökuskilyrði í Lögregluskólann, en þar eru kröfur gerðar um góða kunnáttu í rituðu íslensku máli, vegna skýrslugerðar og samskiptagetu. Samkvæmt upplýsingum frá Gunnlaugi Snævarr, yfirlögregluþjóni í valnefnd Lögregluskólans, þarf lagasetningu til að breyta reglum um inntökuskilyrði. „Við erum mjög jákvæðir gagnvart fólki af erlendum uppruna og það er allt hægt, en lögin eru sett af Alþingi og frumkvæðið þyrfti að koma þaðan,“ segir Gunnlaugur. Hann bendir á að í Bretlandi hafi verið reynt að hafa ákveðið lágmarkshlutfall lögreglumanna úr minnihlutahópum, eða fimm prósent. Sú tilraun hafi þó ekki gengið sem skyldi og breska lögreglan hafi því horfið frá því. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ekki velt þessum möguleika sérstaklega fyrir sér, en telur að „verði ráðist í að setja sérstök lög um Löggæsluskóla ríkisins [...] yrði hugað að þessu nýmæli eins og öðrum.“ Hann segir jafnframt „nauðsynlegt að líta til nýrra þátta vegna fjölgunar útlendinga í landinu.“
Innlent Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira