Á eldfjalli hugmynda 31. október 2006 01:00 Edda Rós Karlsdóttir Allt mælir gegn áframhaldandi stóriðjustefnu og verði henni haldið áfram mun hún hafa skaðleg og hamlandi áhrif á aðra framtíðarmöguleika, atvinnuvegi og lífsgæði í landinu, að mati félagsmanna Framtíðarlandsins. Á haustþingi félagsins, sem fram fór á sunnudaginn, voru reifaðir ýmsir valmöguleikar við nefnda stóriðjustefnu. Á það var bent að stjórnvöld ættu fremur að leggja grunn að lífvænlegu samfélagi en að færa litlum bæjarfélögum heilu álverin. Margt annað en umhverfismál bar á góma á fundinum. Rögnvaldur Sæmundsson, forstöðumaður frumkvöðla-seturs Háskólans í Reykjavík, ræddi til að mynda um frumkvöðlastarfsemi og sagði í því samhengi að á Íslandi skorti efnahagslegt jafnvægi. Í hringborðsumræðum tók Edda Rós Karlsdóttir hjá greiningardeild Landsbanka undir þetta og sagði að það eina sem væri stöðugt við núverandi gengisstefnu og „krónu-lufsuna“ væri óstöðugleikinn. Ljóst má því vera að félagar í Framtíðarlandinu horfa ekki á umhverfismálin ein, heldur á marga þætti þjóðlífsins. Það er að skilja á talsmönnum samtakanna að þau muni beita sér í stjórnmálum í vetur. „Það er tilfinning margra að pólitískur kúltúr á Íslandi sé ónýtur, því tal og aðgerðir stjórnmálamanna slá ekki lengur í takt við hjartslátt þjóðarinnar. Þess vegna vill Framtíðarlandið vera umræðuvettvangur og búa til pólitík upp á nýtt,“ segir Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur. Í pallborðs-umræðum tók einnig til máls Baltasar Kormákur leikstjóri og ræddu þau Edda Rós ásamt Skúla Skúlasyni, rektor Háskólans á Hólum, meðal annars um byggðamál. Benti Edda Rós þar á að það sem Íslendingar kölluðu byggðavanda væri einungis það að fólk flytti frá einum stað til annars vegna mismikilla atvinnutækifæra. Þetta kallaðist hjá öðrum þjóðum flutningar og framþróun, sagði Edda. Innlent Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Allt mælir gegn áframhaldandi stóriðjustefnu og verði henni haldið áfram mun hún hafa skaðleg og hamlandi áhrif á aðra framtíðarmöguleika, atvinnuvegi og lífsgæði í landinu, að mati félagsmanna Framtíðarlandsins. Á haustþingi félagsins, sem fram fór á sunnudaginn, voru reifaðir ýmsir valmöguleikar við nefnda stóriðjustefnu. Á það var bent að stjórnvöld ættu fremur að leggja grunn að lífvænlegu samfélagi en að færa litlum bæjarfélögum heilu álverin. Margt annað en umhverfismál bar á góma á fundinum. Rögnvaldur Sæmundsson, forstöðumaður frumkvöðla-seturs Háskólans í Reykjavík, ræddi til að mynda um frumkvöðlastarfsemi og sagði í því samhengi að á Íslandi skorti efnahagslegt jafnvægi. Í hringborðsumræðum tók Edda Rós Karlsdóttir hjá greiningardeild Landsbanka undir þetta og sagði að það eina sem væri stöðugt við núverandi gengisstefnu og „krónu-lufsuna“ væri óstöðugleikinn. Ljóst má því vera að félagar í Framtíðarlandinu horfa ekki á umhverfismálin ein, heldur á marga þætti þjóðlífsins. Það er að skilja á talsmönnum samtakanna að þau muni beita sér í stjórnmálum í vetur. „Það er tilfinning margra að pólitískur kúltúr á Íslandi sé ónýtur, því tal og aðgerðir stjórnmálamanna slá ekki lengur í takt við hjartslátt þjóðarinnar. Þess vegna vill Framtíðarlandið vera umræðuvettvangur og búa til pólitík upp á nýtt,“ segir Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur. Í pallborðs-umræðum tók einnig til máls Baltasar Kormákur leikstjóri og ræddu þau Edda Rós ásamt Skúla Skúlasyni, rektor Háskólans á Hólum, meðal annars um byggðamál. Benti Edda Rós þar á að það sem Íslendingar kölluðu byggðavanda væri einungis það að fólk flytti frá einum stað til annars vegna mismikilla atvinnutækifæra. Þetta kallaðist hjá öðrum þjóðum flutningar og framþróun, sagði Edda.
Innlent Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira