Eurotunnel bjargar sér frá gjaldþroti 1. nóvember 2006 09:17 Ermarsundslestin. Rekstrarfélag ganganna undir Ermarsundi ætlar að stofna nýtt félag til að tryggja reksturinn. Mynd/AFP Rekstrarfélag Eurotunnel, ganganna á milli Bretlands og Frakklands undir Ermarsundi, hefur kynnt nýjar tillögur sem eiga að bæta skuldastöðu félagsins og koma í veg fyrir gjaldþrot. Skuldir rekstrarfélagsins nema 6,2 milljörðum punda, jafnvirði um 798 milljörðum íslenskra króna. Skuldirnar eru að mestu tilkomnar vegna minni farþegafjölda í hraðlestinni á milli Bretlands og Frakklands en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrarfélagið, sem er tvítugt á árinu, var sett í greiðslustöðvun í Frakklandi vegna gríðarlegra skulda fyrir þremur mánuðum og eiga nýju tillögurnar að koma í veg fyrir gjaldþrot. Samkvæmt þeim verður nýtt félag, Groupe Eurotunnel, myndað um rekstur ganganna og munu núverandi hluthafar eiga þrettán prósent í því að lágmarki. Hluthafar munu kjósa um tillöguna á hluthafafundi í lok þessa mánaðar. Þá kveða hagræðingartillögurnar ennfremur á um að nýja félagið taki sambankalán til langs tíma hjá meðal annars Goldmans Sachs, Deutsche Bank og Citigroup fyrir 2,84 milljarða punda eða 322,7 milljarða íslenskra króna með það fyrir augum að kaupa hluti í rekstrarfélagi Eurotunnel af hluthöfum og greiða útistandandi skuldir. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Rekstrarfélag Eurotunnel, ganganna á milli Bretlands og Frakklands undir Ermarsundi, hefur kynnt nýjar tillögur sem eiga að bæta skuldastöðu félagsins og koma í veg fyrir gjaldþrot. Skuldir rekstrarfélagsins nema 6,2 milljörðum punda, jafnvirði um 798 milljörðum íslenskra króna. Skuldirnar eru að mestu tilkomnar vegna minni farþegafjölda í hraðlestinni á milli Bretlands og Frakklands en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrarfélagið, sem er tvítugt á árinu, var sett í greiðslustöðvun í Frakklandi vegna gríðarlegra skulda fyrir þremur mánuðum og eiga nýju tillögurnar að koma í veg fyrir gjaldþrot. Samkvæmt þeim verður nýtt félag, Groupe Eurotunnel, myndað um rekstur ganganna og munu núverandi hluthafar eiga þrettán prósent í því að lágmarki. Hluthafar munu kjósa um tillöguna á hluthafafundi í lok þessa mánaðar. Þá kveða hagræðingartillögurnar ennfremur á um að nýja félagið taki sambankalán til langs tíma hjá meðal annars Goldmans Sachs, Deutsche Bank og Citigroup fyrir 2,84 milljarða punda eða 322,7 milljarða íslenskra króna með það fyrir augum að kaupa hluti í rekstrarfélagi Eurotunnel af hluthöfum og greiða útistandandi skuldir.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira