Viðskipti innlent

Saman á ný

Eins og kunnugt er urðu litlir kærleikar með Magnúsi Kristinssyni og Björgólfi Thor Björgólfssyni í Straumi–Burðarási. Þeir eru því ekki líklegir til stórræðanna saman í nánustu framtíð, þótt þeir séu það auðvitað hvor í sínu lagi. Björgólfsfeðgar hafa verið að auka hlut sinn í Avion í gegnum Gretti og eru þar komnir í samstarf við sinn gamla félaga Magnús Þorsteinsson. Hins vegar kemur í ljós þegar litið er á hluthafalistann að Magnús Kristinsson er þar á topp tuttugu. Það má því með góðum vilja halda því fram að Magnús og Björgólfur Thor séu þar sameinaðir á ný.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×