Viðskipti innlent

Lánlausir blaðamenn

Skrif Extra Bladet hafa verið forvitnileg, ekki síst fyrir það að blaðamennirnir sem skrifa greinarnar virðast ekki bera neitt skynbragð á fjármagnsflutninga og viðskipti yfirleitt. Meðal þess sem þeir segjast hafa komist að eftir að hafa grafið djúpt í skjöl í Lúxemborg er að Gaumur, eignarhaldsfélag Bónusfjölskyldunnar hafi þurft að veðsetja allt að 20 prósent af hlutabréfum sínum í Baugi fyrir láni. Þetta þykja þeim dönsku mikil tíðindi. Helst virðist vægið á þessu helgast af því að blaðamennirnir telja veðsetningu einhverja goðgá. Hér á landi eiga menn íbúðir vel veðsettar, en í Danmörku leigja margir og sennilega gildir það um blaðamenn Extrablaðsins. Þeir eru því væntanlega lánlausir í þeim skilningi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×