Götuvirðið nemur á milli 355 og 480 milljónum króna 2. nóvember 2006 06:45 Jóhanna Sigurðardóttir óskaði eftir upplýsingum um hve mikið magn fíkniefna náðist á fyrstu níu mánuðum ársins. Lögregla og tollgæsla lögðu hald á mun meira af amfetamíni fyrstu níu mánuði ársins heldur en samanlagt magn síðustu þriggja ára. Á tímabilinu janúar til september var hald lagt á rúm 45 kíló af efninu. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Í svarinu kemur fram að samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík er götuverð gramms af amfetamíni 5-7.000 krónur. Samanlagt götuvirði kílóanna 45 er því á milli 225-315 milljónir króna. Rúm fimm kíló af kókaíni náðust þessa fyrstu níu mánuði ársins en rúmt kíló allt árið í fyrra. Götuvirði þess magns hleypur á 70-90 milljónum króna en grammið kostar 13-17.000 krónur. Tæp 30 kíló af hassi náðust á tímabilinu og er virði þess, selt á götunni, 57-70 milljónir. Þá var hald lagt á rúm tvö kíló af maríjúana sem er virði rúmra fjögurra milljóna króna. Jóhanna spurði einnig hve háum fjárhæðum væri varið til toll- og löggæslu og kemur fram í svarinu að 5,6 milljarðar króna hafi runnið til málaflokksins fyrstu níu mánuði ársins. Einnig segir að 177 milljónir hafi runnið til forvarna og eftirlits hjá lögreglunni í Reykjavík á sama tímabili. Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Lögregla og tollgæsla lögðu hald á mun meira af amfetamíni fyrstu níu mánuði ársins heldur en samanlagt magn síðustu þriggja ára. Á tímabilinu janúar til september var hald lagt á rúm 45 kíló af efninu. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Í svarinu kemur fram að samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík er götuverð gramms af amfetamíni 5-7.000 krónur. Samanlagt götuvirði kílóanna 45 er því á milli 225-315 milljónir króna. Rúm fimm kíló af kókaíni náðust þessa fyrstu níu mánuði ársins en rúmt kíló allt árið í fyrra. Götuvirði þess magns hleypur á 70-90 milljónum króna en grammið kostar 13-17.000 krónur. Tæp 30 kíló af hassi náðust á tímabilinu og er virði þess, selt á götunni, 57-70 milljónir. Þá var hald lagt á rúm tvö kíló af maríjúana sem er virði rúmra fjögurra milljóna króna. Jóhanna spurði einnig hve háum fjárhæðum væri varið til toll- og löggæslu og kemur fram í svarinu að 5,6 milljarðar króna hafi runnið til málaflokksins fyrstu níu mánuði ársins. Einnig segir að 177 milljónir hafi runnið til forvarna og eftirlits hjá lögreglunni í Reykjavík á sama tímabili.
Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira