Stóri Brandur næsta máltíð 8. nóvember 2006 00:01 Sá leiði fylgikvilli fylgir því þegar maður tekur vel til matar síns af góðum mat að þá verður maður saddur. Það er leiðinlegt. Kosturinn við fjárfestingar og hagnað af þeim er hins vegar sá að maður verður aldrei saddur. Svona svipað því að vera grænmetisæta. Nú er OMX framundan og það ætti að opna ýmsa möguleika fyrir okkur spákaupmenn. Fyrst og fremst mun það væntanlega dýpka markaðinn þegar fleiri fjárfestar koma að borðinu. Kaupþing er auðvitað þegar byrjað að undirbúa þessa breytingu og mun væntanlega ná sér í fimmtíu til sextíu milljarða af nýju hlutafé á næstunni. Það gefur þeim möguleika eitt og sér til að auka eignir bankans um fimm til sex hundruð milljarða. Það verður væntanlega nýtt ef ég þekki Kaupþingsliðið rétt. Kosturinn við okkur hér er að við vitum að það eina sem kemur út úr því að geyma peninga undir koddanum er að maður fær hálsríg og sefur illa. Nú er auðvitað spurningin hvert verður stefnt. Ég veðja á að fyrsta verkefnið á næsta ári verði Storebrand í Noregi. Ég byrjaði strax að kaupa í þeim þegar Kaupþing fór af stað. Þeir munu eflaust flagga yfir tíu prósent fljótlega. Svo mun Exista elta og markmiðið er sennilega að Exista taki yfir tryggingareksturinn og Kaupþing bankahlutann. Svo fara þeir í Sampo í Finnlandi sem er sama steik, bara miklu stærri. Trikkið við þetta allt saman sem er náttúrlega alveg bjútifúl er að vera inni á topp fjörutíu á OMX, komnir með erlenda stofnanafjárfesta um borð. Hvaða máli skiptir það? kann einhver Ömminn að spyrja. Jú. Þegar svo verður komið eru hlutabréfin í Kaupþingi orðin fullgild skiptimynt. Þá borga menn fyrir hinn Sampó hinn stóra með peningum að einhverju leyti og svo láta þeir hlutabréf í sjálfum sér fyrir hluta. Þá spillir ekki fyrir þeim að eiga vini í hluthafahópnum. Auk mín og nokkurra kollega minnar er þarna Róbert Tchenguis með stóran hlut sem Kaupthing fékk hann til að kaupa. Tchenguis þessi á svo marga pöbba í London að enginn sem þangað kemur kemst hjá því að styrkja hann pínulítið ef lifrarstarfsemin er á annað borð í lagi. Maður hefur séð þetta allt áður hjá Kaupþingi og Bakkabræðrum. Ég græddi vel á að kaupa í J.P Nordiska, Singer og Friedlander og Geest á sínum tíma. Ég mun líka græða á Stóra Brandi og Sampó hinum finnska. Ég reyndar græði eiginlega á öllu sem ég geri, en það er önnur og miklu skemmtilegri saga. Spákaupmaðurinn á horninu. Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Viðskipti Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Sá leiði fylgikvilli fylgir því þegar maður tekur vel til matar síns af góðum mat að þá verður maður saddur. Það er leiðinlegt. Kosturinn við fjárfestingar og hagnað af þeim er hins vegar sá að maður verður aldrei saddur. Svona svipað því að vera grænmetisæta. Nú er OMX framundan og það ætti að opna ýmsa möguleika fyrir okkur spákaupmenn. Fyrst og fremst mun það væntanlega dýpka markaðinn þegar fleiri fjárfestar koma að borðinu. Kaupþing er auðvitað þegar byrjað að undirbúa þessa breytingu og mun væntanlega ná sér í fimmtíu til sextíu milljarða af nýju hlutafé á næstunni. Það gefur þeim möguleika eitt og sér til að auka eignir bankans um fimm til sex hundruð milljarða. Það verður væntanlega nýtt ef ég þekki Kaupþingsliðið rétt. Kosturinn við okkur hér er að við vitum að það eina sem kemur út úr því að geyma peninga undir koddanum er að maður fær hálsríg og sefur illa. Nú er auðvitað spurningin hvert verður stefnt. Ég veðja á að fyrsta verkefnið á næsta ári verði Storebrand í Noregi. Ég byrjaði strax að kaupa í þeim þegar Kaupþing fór af stað. Þeir munu eflaust flagga yfir tíu prósent fljótlega. Svo mun Exista elta og markmiðið er sennilega að Exista taki yfir tryggingareksturinn og Kaupþing bankahlutann. Svo fara þeir í Sampo í Finnlandi sem er sama steik, bara miklu stærri. Trikkið við þetta allt saman sem er náttúrlega alveg bjútifúl er að vera inni á topp fjörutíu á OMX, komnir með erlenda stofnanafjárfesta um borð. Hvaða máli skiptir það? kann einhver Ömminn að spyrja. Jú. Þegar svo verður komið eru hlutabréfin í Kaupþingi orðin fullgild skiptimynt. Þá borga menn fyrir hinn Sampó hinn stóra með peningum að einhverju leyti og svo láta þeir hlutabréf í sjálfum sér fyrir hluta. Þá spillir ekki fyrir þeim að eiga vini í hluthafahópnum. Auk mín og nokkurra kollega minnar er þarna Róbert Tchenguis með stóran hlut sem Kaupthing fékk hann til að kaupa. Tchenguis þessi á svo marga pöbba í London að enginn sem þangað kemur kemst hjá því að styrkja hann pínulítið ef lifrarstarfsemin er á annað borð í lagi. Maður hefur séð þetta allt áður hjá Kaupþingi og Bakkabræðrum. Ég græddi vel á að kaupa í J.P Nordiska, Singer og Friedlander og Geest á sínum tíma. Ég mun líka græða á Stóra Brandi og Sampó hinum finnska. Ég reyndar græði eiginlega á öllu sem ég geri, en það er önnur og miklu skemmtilegri saga. Spákaupmaðurinn á horninu.
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Viðskipti Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira