Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

Ekki ferð til fjár

Endi var bundinn á áralanga deilu Atlantsskipa og Samskipa í Hæstarétti nú í byrjun vikunnar. Atlantsskip höfðu farið fram á bætur upp á rúmlega 72 milljónir króna vegna vanefnda á samningi um flutninga sem félögin höfðu gert með sér árið 2001 og endurnýjað árið 2003.

Atlantsskip sögðu að samið hefði verið um ákveðna lágmarksflutninga sem síðan hefðu ekki gengið eftir og vildu fá bætur eins og flutt hefði verði það magn sem upp á vantaði. Því höfðaði félagið mál til bóta í apríl 2004 á þeim grundvelli að 1.426 TEU gámaeiningar hefði vantað upp á að samningurinn hefði verið uppfylltur.

Áttu að takmarka tjóniðÍ fyrrasumar féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á þá kröfu, dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar sem sendi málið aftur heim í hérað. Þá var fyrsta dómnum snúið við og fallist á kröfu Samskipa um að bótakrafan væri ósanngjörn, enda hefðu Atlantsskip átt að leita allra leiða til að nýta rýmið sem losnaði til flutninga fyrir aðra og takmarka þannig tjón sitt. Þennan dóm, sem kveðinn var upp í september síðastliðnum, staðfesti svo Hæstiréttur í vikunni og gerði Atlasskipum að borga Samkipum 300 þúsund krónur í málskostnað.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×