Gervihnattadiskur veldur harðri deilu 10. nóvember 2006 06:00 Gervihnattadiskur Sokols á Boðagranda 7 truflar meðeigendur hans á 10. hæð. Hann setti diskinn upp svo börn hans gætu lært móðurmálið frá Kosovo. "Ég og fjölskylda mín erum í sjokki," segir Sokol Hoda, íbúi á Boðagranda 7. Í lok september fékk Sokol bréf frá byggingafulltrúanum í Reykjavík. Þar sagði að leyfi sem Sokol fékk í júní í fyrra fyrir gervihnattadiski utan á blokkinni á Boðagranda yrði afturkallað. Tveir íbúðareigendur í blokkinni hefðu kært diskinn og þeir hefðu réttinn sín megin þar sem byggingafulltrúinn hafði heimilað diskinn án þess að nægjanleg mæting hefði verið á aðalfund félagsins. Á aðalfundinum í þvottahúsinu á Boðagranda í maí í fyrra samþykktu fimmtán diskinn en tveir voru á móti. Alls er sextíu íbúðir í húsinu. Sokol er frá Kosovo en flutti til Íslands fyrir meira en áratug og er íslenskur ríkisborgari. "Þetta er bara útlendingahatur hjá heimsku fólki. Diskurinn er bak við hús og ekki fyrir neinum. Ég setti hann upp til að börnin mín gætu séð sjónvarp frá föðurlandi mínu og lært móðurmálið," segir Sokol. Gunnar H. Sigurgeirsson á tvær af þremur íbúðum á 10. hæð hússins og Kristín Hinriksdóttir þá þriðju. Gunnar og Kristín vilja diskinn burtu þar sem hann spilli útliti hússins. Þau hafi hins vegar ekkert á móti því að diskinum yrði komið fyrir upp á þaki. Sokol segir að diskur hans sé einfaldlega of lítill og veikbyggður til að standast þá vinda sem leiki um þak hússins á Boðagranda 7. Að sögn Sokols hefur hann þegar fengið undirskriftir allra í blokkinni nema Gunnars og Kristínar en til þess að fá aftur leyfið fyrir diskinum þarf að kalla saman húsfund þar sem tveir þriðju hlutar íbúðareigendanna mæta og meirihluti þeirra þarf að samþykkja diskinn. En Sokol gengur illa að fá fund í húsfélaginu. Nýlega tók annar andstæðinga hans í diskamálinu, Kristín Hinriksdóttir, við formennsku í félaginu. "Lögfræðingur minn sendi formanni húsfélagsins bréf fyrir nokkrum vikum og óskaði eftir því að boðað yrði til húsfundar eins og ég á rétt á. Hún hefur einfaldlega ekki svarað bréfinu," segir Sokol. "Ég vil ekki svara þessu," svarar Kristín formaður, aðspurð hvort það væri rétt að hún hefði ekki svarað beiðni Sokols um húsfélagsfund. Innlent Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
"Ég og fjölskylda mín erum í sjokki," segir Sokol Hoda, íbúi á Boðagranda 7. Í lok september fékk Sokol bréf frá byggingafulltrúanum í Reykjavík. Þar sagði að leyfi sem Sokol fékk í júní í fyrra fyrir gervihnattadiski utan á blokkinni á Boðagranda yrði afturkallað. Tveir íbúðareigendur í blokkinni hefðu kært diskinn og þeir hefðu réttinn sín megin þar sem byggingafulltrúinn hafði heimilað diskinn án þess að nægjanleg mæting hefði verið á aðalfund félagsins. Á aðalfundinum í þvottahúsinu á Boðagranda í maí í fyrra samþykktu fimmtán diskinn en tveir voru á móti. Alls er sextíu íbúðir í húsinu. Sokol er frá Kosovo en flutti til Íslands fyrir meira en áratug og er íslenskur ríkisborgari. "Þetta er bara útlendingahatur hjá heimsku fólki. Diskurinn er bak við hús og ekki fyrir neinum. Ég setti hann upp til að börnin mín gætu séð sjónvarp frá föðurlandi mínu og lært móðurmálið," segir Sokol. Gunnar H. Sigurgeirsson á tvær af þremur íbúðum á 10. hæð hússins og Kristín Hinriksdóttir þá þriðju. Gunnar og Kristín vilja diskinn burtu þar sem hann spilli útliti hússins. Þau hafi hins vegar ekkert á móti því að diskinum yrði komið fyrir upp á þaki. Sokol segir að diskur hans sé einfaldlega of lítill og veikbyggður til að standast þá vinda sem leiki um þak hússins á Boðagranda 7. Að sögn Sokols hefur hann þegar fengið undirskriftir allra í blokkinni nema Gunnars og Kristínar en til þess að fá aftur leyfið fyrir diskinum þarf að kalla saman húsfund þar sem tveir þriðju hlutar íbúðareigendanna mæta og meirihluti þeirra þarf að samþykkja diskinn. En Sokol gengur illa að fá fund í húsfélaginu. Nýlega tók annar andstæðinga hans í diskamálinu, Kristín Hinriksdóttir, við formennsku í félaginu. "Lögfræðingur minn sendi formanni húsfélagsins bréf fyrir nokkrum vikum og óskaði eftir því að boðað yrði til húsfundar eins og ég á rétt á. Hún hefur einfaldlega ekki svarað bréfinu," segir Sokol. "Ég vil ekki svara þessu," svarar Kristín formaður, aðspurð hvort það væri rétt að hún hefði ekki svarað beiðni Sokols um húsfélagsfund.
Innlent Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira