Viðskipti innlent

EasyJet í skýjunum

EasyJet, annað stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, er á miklu flugi þessa dagana. Gengi hlutabréfa félagsins hefur hækkað nær samfellt frá því í vor, um svipað leyti og FL Group losaði um sautján prósenta hlut sinn.

Hluturinn kostaði í gær um 570 pens og hefur því hækkað um 70 prósent eftir að FL Group fór út! Rekstur EasyJet er í miklum blóma þrátt fyrir hækkandi eldsneytisverð og önnur áföll. Skilaði félagið nærri sautján milljarða króna hagnaði fyrir skatta á síðasta rekstrarári sem lauk í september. Það var 56 prósenta aukning á milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×