Viðskipti innlent

Eins og kandís hjá tannlækni

Stoðtækjafyrirtækið Össur hélt kynningu á verðlaunuðum rafeindastýrðum gervifæti í lok síðustu viku.

Fóturinn vakti mikla athygli enda þótti rúmskynjun og eiginleikar fótarins standa mannshuganum langtum framar. Kynningin var hin veglegasta og líkt og góðum gestgjafa sæmir var boðið upp á sætmeti. Viðstaddir mauluðu því súkkulaðimola sem þeim stóðu til boða á kynningunni.

Kaldhæðinn og meinfýsinn veislugestur líkti hins vegar súkkulaðimolunum við það að boðið væri upp á kandís á biðstofu tannlæknis. Mikil sykurneysla ásamt öðrum slæmum neysluvenjum getur nefnilega leitt af sér sykursýki tvö, sem líka nefnist áunnin sykursýki. Í verstu tilvikum geta þeir sem af henni sýkjast lent í því að missa útlim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×