Stork lýsir eindregnum áhuga á að kaupa Marel 16. nóvember 2006 06:15 Við kaupin á Scanvægt Marel er sagt hafa orðið einn ákjósanlegasti samrunakosturinn á markaði matvælavinnsluvélaframleiðenda eftir kaupin á Scanvægt í ágúst. Hér sjást Hörður Arnarson, forstjóri Marels, og Lars Gruntvig, fyrrv. stjórnarformaður Scanvægt, handsala kaupin. Sjord Vollebrecht, forstjóri fyrirtækjasamstæðunnar Stork N.V. í Hollandi, lýsti í viðtali við Het Financieele Dagblad í gær áhuga á því að kaupa íslenska matvælavinnsluvélaframleiðandann Marel. Búist er við að formlegar viðræður fari fljótlega í gang. Formlegar viðræður Marels og hollensku fyrirtækjasamstæðunnar Stork um samruna Marels og Stork Food Service gætu hafist innan tíðar. Félögin hafa hingað til einungis átt í óformlegum viðræðum og vill hvor um sig eignast hinn. Innan Stork hefur verið deilt þar sem stjórn samstæðunnar hefur sett sig upp á móti samþykkt hluthafafundar um að skipta félaginu upp og einbeita sér að kjarnastarfsemi þess sem er í flugvélaiðnaði. Það myndi þýða að seldur yrði frá samstæðunni matvælavinnsluvélahlutinn. Stork hefur áhuga á að efla mjög vöxt sinn og gera það hratt að því er hollenska viðskiptablaðið hafði í gær eftir Sjord Vollebrecht, forstjóra Stork. Þessu markmiði á að ná með stórum kaupum, en ólíkt því sem hluthafarnir Paulson og Centaurus, bandarískir fjárfestingasjóðir, sem saman fara með um 32 prósenta hlut í fyrirtækinu vilja, vill Vollebrecht fara þessa leið í allri starfsemi félagsins, ekki bara kjarnastarfseminni, flugvélaiðnaði. „Þörfin fyrir vöxt er jafnsterk í Food Systems og tækniþjónustuhlutanum,“ sagði hann við blaðið og staðfesti áhuga félagsins á Marel. Í ljósi þess að forstjórinn hefur með þessum hætti lýst áhuga á því að kaupa Marel er líklegt að félögin taki fljótlega upp formlegar viðræður. Óvíst er svo hvað út úr þeim kemur, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þykir heldur líklegra að niðurstaðan verði sú að Marel kaupi Stork Food Systems þar sem Stork sé ekki tilbúið að greiða jafnhátt verð fyrir Marel og Marel er tilbúið að reiða af hendi fyrir Stork. Félagið hefur enda nýlokið hlutafjáraukningu gagngert í þeim tilgangi að fara út í frekari fyrirtækjakaup. Á sama tíma og þessi umræða fer fram greinir Financal Times frá því að fjárfestingasjóðirnir Paulson og Centaurus hugleiði að lögsækja framkvæmdastjórn Stork fyrir að fara ekki að vilja meirihlutafundar hluthafa í októ-berbyrjun um að skipta upp félaginu og selja frá því jaðarstarfsemi. Heimildarmaður blaðsins sem stendur stjórn Stork nærri segir að þar innandyra telji menn sjóðina ekki líklega til að fara með sigur af hólmi í slíkum málaferlum og gætu jafnvel lent í að þurfa að selja hlut sinn í samstæðunni. Verði af samruna Marels og Stork Food Systems, sem metinn hefur verið á um 25 milljarða króna, tvöfaldast Marel að stærð og verður stærsta fyrirtæki heims á sínu sviði. Núna er Marel meðal fjögurra stærstu, en hvert um sig er með um 8 prósenta markaðshlutdeild. Marel og Stork Food Systems eru bæði með um tíu prósenta rekstrarhagnaði (EBIT) af veltu og velta hvort um sig um 300 milljónum evra á ári, eða sem nemur um 27 milljörðum íslenskra króna. Þá starfa félögin á ólíkum sviðum matvælavinnslugeirans og því mikil samlegðaráhrif sem hægt væri að ná fram með samruna þeirra. Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Sjord Vollebrecht, forstjóri fyrirtækjasamstæðunnar Stork N.V. í Hollandi, lýsti í viðtali við Het Financieele Dagblad í gær áhuga á því að kaupa íslenska matvælavinnsluvélaframleiðandann Marel. Búist er við að formlegar viðræður fari fljótlega í gang. Formlegar viðræður Marels og hollensku fyrirtækjasamstæðunnar Stork um samruna Marels og Stork Food Service gætu hafist innan tíðar. Félögin hafa hingað til einungis átt í óformlegum viðræðum og vill hvor um sig eignast hinn. Innan Stork hefur verið deilt þar sem stjórn samstæðunnar hefur sett sig upp á móti samþykkt hluthafafundar um að skipta félaginu upp og einbeita sér að kjarnastarfsemi þess sem er í flugvélaiðnaði. Það myndi þýða að seldur yrði frá samstæðunni matvælavinnsluvélahlutinn. Stork hefur áhuga á að efla mjög vöxt sinn og gera það hratt að því er hollenska viðskiptablaðið hafði í gær eftir Sjord Vollebrecht, forstjóra Stork. Þessu markmiði á að ná með stórum kaupum, en ólíkt því sem hluthafarnir Paulson og Centaurus, bandarískir fjárfestingasjóðir, sem saman fara með um 32 prósenta hlut í fyrirtækinu vilja, vill Vollebrecht fara þessa leið í allri starfsemi félagsins, ekki bara kjarnastarfseminni, flugvélaiðnaði. „Þörfin fyrir vöxt er jafnsterk í Food Systems og tækniþjónustuhlutanum,“ sagði hann við blaðið og staðfesti áhuga félagsins á Marel. Í ljósi þess að forstjórinn hefur með þessum hætti lýst áhuga á því að kaupa Marel er líklegt að félögin taki fljótlega upp formlegar viðræður. Óvíst er svo hvað út úr þeim kemur, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þykir heldur líklegra að niðurstaðan verði sú að Marel kaupi Stork Food Systems þar sem Stork sé ekki tilbúið að greiða jafnhátt verð fyrir Marel og Marel er tilbúið að reiða af hendi fyrir Stork. Félagið hefur enda nýlokið hlutafjáraukningu gagngert í þeim tilgangi að fara út í frekari fyrirtækjakaup. Á sama tíma og þessi umræða fer fram greinir Financal Times frá því að fjárfestingasjóðirnir Paulson og Centaurus hugleiði að lögsækja framkvæmdastjórn Stork fyrir að fara ekki að vilja meirihlutafundar hluthafa í októ-berbyrjun um að skipta upp félaginu og selja frá því jaðarstarfsemi. Heimildarmaður blaðsins sem stendur stjórn Stork nærri segir að þar innandyra telji menn sjóðina ekki líklega til að fara með sigur af hólmi í slíkum málaferlum og gætu jafnvel lent í að þurfa að selja hlut sinn í samstæðunni. Verði af samruna Marels og Stork Food Systems, sem metinn hefur verið á um 25 milljarða króna, tvöfaldast Marel að stærð og verður stærsta fyrirtæki heims á sínu sviði. Núna er Marel meðal fjögurra stærstu, en hvert um sig er með um 8 prósenta markaðshlutdeild. Marel og Stork Food Systems eru bæði með um tíu prósenta rekstrarhagnaði (EBIT) af veltu og velta hvort um sig um 300 milljónum evra á ári, eða sem nemur um 27 milljörðum íslenskra króna. Þá starfa félögin á ólíkum sviðum matvælavinnslugeirans og því mikil samlegðaráhrif sem hægt væri að ná fram með samruna þeirra.
Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira