Jóhann samdi við GAIS til tveggja ára 16. nóvember 2006 00:01 fréttablaðið/scanpix Jóhann B. Guðmundsson hefur endurnýjað samning sinn við sænska úrvalsdeildarfélagið GAIS til næstu tveggja ára en það staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, við Fréttablaðið í gær. Sjálfur segist hann vera hæstánægður með samninginn sem og veruna hjá GAIS sem er staðsett í Gautaborg. „Það er mjög vel að öllu staðið hjá þessu félagi og mér gekk vel í sumar þegar ég var að spila,“ sagði Jóhann. „Það eru því allir sáttir.“ Hann missti af síðustu fimm leikjum tímabilsins vegna meiðsla en hafði þá þegar misst af nokkrum leikjum um mitt tímabilið vegna annarra meiðsla. Í síðara skiptið sleit hann liðband á innanverðu vinstra hnénu en er nú óðum að ná sér. „Ég var einmitt að koma af minni fyrstu æfingu í langan tíma þar sem ég spilaði fótbolta af fullum krafti. Ég hef nú aldrei lent í vandræðum með hnén áður en finn það að ég er ekki orðinn 100% góður. En þetta er allt á réttri leið.“ GAIS voru nýliðar í sænsku úrvalsdeildinni í sumar og áður en tímabilið hófst bjuggust sænskir fjölmiðlar ekki við miklu af liðinu. Flestir spáðu þeir þeim botnsætið og fall aftur í 1. deildina. „Við enduðum í 10. sæti og vorum aldrei í neinni fallbaráttu,“ sagði Jóhann. „Enda var árangurinn framar öllum björtustu vonum og allir hér mjög sáttir við sumarið. GAIS er litla félagið í Gautaborg en þó margir sem halda með því.“ Liðið heldur áfram að æfa út mánuðinn en svo tekur við frí fram yfir áramót. Jóhann gekk til liðs við félagið fyrir ári síðan en lék þar áður í tvö ár með Örgryte sem lenti einmitt í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar í haust. „Það var því kannski bara ágætis tímasetning að fara frá félaginu í fyrra,“ sagði hann og hló. En áður en GAIS kom til sögunnar skoðaði hann það alvarlega að koma aftur heim til Íslands. „Við ákváðum bara að kýla á þetta hjá GAIS og sjáum ekki eftir því. Það kom svo aftur til greina nú í haust að koma aftur heim en okkur fjölskyldunni líður vel hér í Svíþjóð og viljum vera hér aðeins lengur,“ sagði Jóhann sem er 29 ára gamall. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Jóhann B. Guðmundsson hefur endurnýjað samning sinn við sænska úrvalsdeildarfélagið GAIS til næstu tveggja ára en það staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, við Fréttablaðið í gær. Sjálfur segist hann vera hæstánægður með samninginn sem og veruna hjá GAIS sem er staðsett í Gautaborg. „Það er mjög vel að öllu staðið hjá þessu félagi og mér gekk vel í sumar þegar ég var að spila,“ sagði Jóhann. „Það eru því allir sáttir.“ Hann missti af síðustu fimm leikjum tímabilsins vegna meiðsla en hafði þá þegar misst af nokkrum leikjum um mitt tímabilið vegna annarra meiðsla. Í síðara skiptið sleit hann liðband á innanverðu vinstra hnénu en er nú óðum að ná sér. „Ég var einmitt að koma af minni fyrstu æfingu í langan tíma þar sem ég spilaði fótbolta af fullum krafti. Ég hef nú aldrei lent í vandræðum með hnén áður en finn það að ég er ekki orðinn 100% góður. En þetta er allt á réttri leið.“ GAIS voru nýliðar í sænsku úrvalsdeildinni í sumar og áður en tímabilið hófst bjuggust sænskir fjölmiðlar ekki við miklu af liðinu. Flestir spáðu þeir þeim botnsætið og fall aftur í 1. deildina. „Við enduðum í 10. sæti og vorum aldrei í neinni fallbaráttu,“ sagði Jóhann. „Enda var árangurinn framar öllum björtustu vonum og allir hér mjög sáttir við sumarið. GAIS er litla félagið í Gautaborg en þó margir sem halda með því.“ Liðið heldur áfram að æfa út mánuðinn en svo tekur við frí fram yfir áramót. Jóhann gekk til liðs við félagið fyrir ári síðan en lék þar áður í tvö ár með Örgryte sem lenti einmitt í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar í haust. „Það var því kannski bara ágætis tímasetning að fara frá félaginu í fyrra,“ sagði hann og hló. En áður en GAIS kom til sögunnar skoðaði hann það alvarlega að koma aftur heim til Íslands. „Við ákváðum bara að kýla á þetta hjá GAIS og sjáum ekki eftir því. Það kom svo aftur til greina nú í haust að koma aftur heim en okkur fjölskyldunni líður vel hér í Svíþjóð og viljum vera hér aðeins lengur,“ sagði Jóhann sem er 29 ára gamall. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira