Skuggahverfi hf. hefur enn ekki fengið endanlegt samþykki byggingarfulltrúa fyrir nýjum háhýsaklasa ofan við Skúlagötu. Reisa á sex blokkir ofan á sameiginlegum bílkjallara fyrir 169 íbúðir. Hæsta blokkin verður nítján hæða, eða jafnhá hæstu blokkinni á Höfðatorgsreitnum sem íbúar þar í grenndinni hafa harðlega mótmælt og er nú til meðferðar hjá skipulagsráði.
Nýju blokkirnar við Skúlagötu voru samþykktar í skipulagsráði í apríl síðastliðnum en fá ekki samþykki byggingarfulltrúa fyrr en formsatriðin eru öll komin í lag. Framkvæmdir eru þegar hafnar. - gar