Góð reynsla af einkarekinni öryggisleit 16. nóvember 2006 06:30 LEIFSSTÖÐ Lögð er áhersla á að gæði öryggisleitarinnar verði sem mest og jafnframt að orðið sé við kröfum sem gerðar eru um hana á sem hagkvæmastan hátt. Góð reynsla er af einkarekinni öryggisleit í Leifsstöð, að sögn Stefáns Thordersen, yfirmanns öryggissviðs Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli. Um áramót rennur út sex mánaða reynslutímabil einkarekinnar öryggisleitar í flugstöðinni. Framkvæmdin er unnin undir eftirliti og stjórn öryggissviðs Flugmálastjórnar, en er á ábyrgð flugvallarstjóra á Keflavíkurflugvelli. Flugmálastjórn ákvað í júlí að ganga til samstarfs við Securitas og Öryggismiðstöð Íslands við útvegun starfsmanna í skimun á komu- og skiptifarþegum þegar ljóst var að ekki tækist að ráða í allar stöður eftir hefðbundnum leiðum. Um 40 manns vinna nú við öryggisleit á vegum fyrirtækjanna í Leifsstöð. „Þetta fyrirkomulag hefur reynst afskaplega vel,“ segir Stefán. „Innlendar og erlendar eftirlitsstofnanir hafa ítrekað tekið þetta út og það hefur verið algjörlega án athugasemda. Auk þess hefur þetta reynst mjög hagkvæmt fjárhagslega.“ Stefán segir að þetta fyrirkomulag hafi verið við lýði í nágrannalöndunum, þannig að það sé ekki nýtt af nálinni. Hins vegar hafi tilkoma þess 4. júlí haft talsverðar breytingar í för með sér í Leifsstöð. Fyrir þann tíma hafi upprunaleit verið á hendi öryggisvarða frá sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli og þá hafi hún verið einskorðuð við flugstöðvarbygginguna. „Vegna kröfu frá Evrópubandalaginu þurfa allir farþegar utan þess, til að mynda farþegar frá Bandaríkjunum, Tyrklandi, Kúbu, Búlgaríu og fleiri löndum nú að sæta leit við komuna til landsins. Flugvöllurinn fékk á sig áminningu frá Eftirlitsstofnun EFTA meðan ekki var farið að þeim kröfum, sem hafði í för með sér að farþegar frá Leifsstöð til Evrópubandalagslanda urðu að sæta leit áður en þeir fóru inn og blönduðust öðrum farþegum. Þessu var aflétt eftir að núverandi framkvæmd öryggisleitar var tekin út af Eftirlitsstofnun EFTA. Í þessu tilliti er horft til þess að gæðin verði sem mest og jafnframt að orðið sé við kröfum um öyggisleitina á sem hagkvæmastan hátt,“ bætir Stefán við. „Eigi flugvöllurinn að vera samkeppnisfær og álögur sem minnstar á farþega þarf ávallt að leita leiða til þess að framkvæmdin sé af sem mestri ráðdeildarsemi.“ Innlent Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Góð reynsla er af einkarekinni öryggisleit í Leifsstöð, að sögn Stefáns Thordersen, yfirmanns öryggissviðs Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli. Um áramót rennur út sex mánaða reynslutímabil einkarekinnar öryggisleitar í flugstöðinni. Framkvæmdin er unnin undir eftirliti og stjórn öryggissviðs Flugmálastjórnar, en er á ábyrgð flugvallarstjóra á Keflavíkurflugvelli. Flugmálastjórn ákvað í júlí að ganga til samstarfs við Securitas og Öryggismiðstöð Íslands við útvegun starfsmanna í skimun á komu- og skiptifarþegum þegar ljóst var að ekki tækist að ráða í allar stöður eftir hefðbundnum leiðum. Um 40 manns vinna nú við öryggisleit á vegum fyrirtækjanna í Leifsstöð. „Þetta fyrirkomulag hefur reynst afskaplega vel,“ segir Stefán. „Innlendar og erlendar eftirlitsstofnanir hafa ítrekað tekið þetta út og það hefur verið algjörlega án athugasemda. Auk þess hefur þetta reynst mjög hagkvæmt fjárhagslega.“ Stefán segir að þetta fyrirkomulag hafi verið við lýði í nágrannalöndunum, þannig að það sé ekki nýtt af nálinni. Hins vegar hafi tilkoma þess 4. júlí haft talsverðar breytingar í för með sér í Leifsstöð. Fyrir þann tíma hafi upprunaleit verið á hendi öryggisvarða frá sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli og þá hafi hún verið einskorðuð við flugstöðvarbygginguna. „Vegna kröfu frá Evrópubandalaginu þurfa allir farþegar utan þess, til að mynda farþegar frá Bandaríkjunum, Tyrklandi, Kúbu, Búlgaríu og fleiri löndum nú að sæta leit við komuna til landsins. Flugvöllurinn fékk á sig áminningu frá Eftirlitsstofnun EFTA meðan ekki var farið að þeim kröfum, sem hafði í för með sér að farþegar frá Leifsstöð til Evrópubandalagslanda urðu að sæta leit áður en þeir fóru inn og blönduðust öðrum farþegum. Þessu var aflétt eftir að núverandi framkvæmd öryggisleitar var tekin út af Eftirlitsstofnun EFTA. Í þessu tilliti er horft til þess að gæðin verði sem mest og jafnframt að orðið sé við kröfum um öyggisleitina á sem hagkvæmastan hátt,“ bætir Stefán við. „Eigi flugvöllurinn að vera samkeppnisfær og álögur sem minnstar á farþega þarf ávallt að leita leiða til þess að framkvæmdin sé af sem mestri ráðdeildarsemi.“
Innlent Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira