Viðskipti innlent

Bankastjóri þiggur landbúnaðarstyrki

Björn Wahlroos, þriðji ríkasti maður Finnlands og forstjóri fjármálasamsteypunnar Sampo Group, er einn stærsti þiggjandi landbúnaðarstyrkja frá finnskum stjórnvöldum samkvæmt upplýsingum sem Halikko, sveitarfélagið hans, lét finnska útvarpinu í té. Wahlroos, sem er eigandi að miklum lendum, hefur þegið um 156 þúsund evrur, eða um fjórtán milljónir króna, í ýmiss konar styrki frá hinu opinbera. Um 70 þúsund bændur þiggja landbúnaðarstyrki í Finnlandi en ýmis hagsmunasamtök, þar á meðal Bændasamtökin, hafa barist með kjafti og klóm gegn því að upplýsingar um styrkþega verði birtar opinberlega. Kaupþing svarar í Köben
Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson
Kaupþing banki hefur boðað til blaðamannafundar í höfuðstöðvum bankans í Kaupmannahöfn laust eftir hádegi í dag þar sem Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, kemur til með að sitja fyrir svörum. Hann segir aðaltilefni fundarins vera að greina frá fyrirætlunum bankans og hlutafjáraukningu sem ráðist hafi verið í. Þá sé ætlunin að greina frá góðum árangri bankans í Danmörku. Eins segist Sigurður tilbúinn að svara spurningum sem vakna kunni vegna "algjörlega tilhæfulausra skrifa" Ekstrablaðsins. "Í skrifum þessa blaðs er ekki stafur sem er réttur. Þetta er vitleysa frá fyrsta til síðasta stafs," segir hann.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×