Ávinningurinn af samráði ótvíræður 18. nóvember 2006 08:30 Tankar olíufélaganna Aðalmeðferð í máli Reykjavíkurborgar gegn olíufélögunum fer fram 22. nóvember. fréttablaðið/e.ól Hugmyndir olíufélaganna um að lítill sem enginn ávinningur hafi verið af verðsamráði félaganna, sem stóð yfir frá 1993 til 2001, eru fjarri sannleikanum og standast ekki skoðun. Þetta kemur fram í greinargerð sem samkeppniseftirlitið skilaði til héraðsdóms 31. janúar á þessu ári og Fréttablaðið hefur undir höndum. Er því haldið fram í greinargerðinni að ávinningurinn af samráðinu hafi verið ótvíræður. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu 21. október síðastliðinn sögðu dómskvaddir matsmenn í máli Kers gegn samkeppnisyfirvöldum að „lítill sem enginn ávinningur" hefði verið af samráðinu. Olíufélögin halda því fram, samkvæmt greinargerð samkeppniseftirlitsins, að hugsanlegt sé að þau hafi jafnvel tapað á samráðinu. Í greinargerðinni er lítið gert úr röksemdum olíufélaganna og tal um lítinn sem engan ávinning væri „vitaskuld rangt", eins og orðrétt segir í greinargerðinni. Eru röksemdir olíufélaganna, sem eigi að leiða til lægri sektargreiðslu, taldar jafngilda því ef þjófur reyni að verja ávinning af gjörðum sínum með því að tefla fram kostnaði af „kaupum á kúbeini" sem notað hefði verið við þjófnaðinn, sem gildum rökum fyrir engum ávinningi af verknaði. Í greinargerðinni er frá því greint að samkeppniseftirlitið telji olíufélögin „kerfisbundið freista þess að varpa rýrð á rannsóknina og niðurstöðu samkeppnisyfirvalda". Oddgeir Einarsson, annar tveggja lögmanna Kers, segir athugun á gögnum leiða það í ljós að ávinningur af samráði hafi lítill sem enginn verið. „Þegar bornar eru saman markaðsaðstæður sem fyrir voru á markaðnum, og svo hvaða áhrif samráðið hafði á verðlagningu, þá er ekkert sem bendir til þess að samráðið hafi skilað ávinningi samkvæmt athugunum sem við höfum lagt til grundvallar í málinu." Aðalmeðferð í máli Reykjavíkurborgar gegn olíufélögunum hefst miðvikudaginn 22. nóvember í Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafa borgarinnar nemur rúmlega 150 milljónum króna. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu hefur íslenska ríkið óskað eftir viðurkenningu á bótaskyldu vegna verðsamráðsins en olíufélögin höfnuðu henni. Vinna er hafin við undirbúning vegna málshöfðunar íslenska ríkisins á hendur olíufélögunum en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstarréttarlögmaður sækir mál á hendur olíufélögunum fyrir hönd ríkisins og Reykjavíkurborgar. Innlent Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Hugmyndir olíufélaganna um að lítill sem enginn ávinningur hafi verið af verðsamráði félaganna, sem stóð yfir frá 1993 til 2001, eru fjarri sannleikanum og standast ekki skoðun. Þetta kemur fram í greinargerð sem samkeppniseftirlitið skilaði til héraðsdóms 31. janúar á þessu ári og Fréttablaðið hefur undir höndum. Er því haldið fram í greinargerðinni að ávinningurinn af samráðinu hafi verið ótvíræður. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu 21. október síðastliðinn sögðu dómskvaddir matsmenn í máli Kers gegn samkeppnisyfirvöldum að „lítill sem enginn ávinningur" hefði verið af samráðinu. Olíufélögin halda því fram, samkvæmt greinargerð samkeppniseftirlitsins, að hugsanlegt sé að þau hafi jafnvel tapað á samráðinu. Í greinargerðinni er lítið gert úr röksemdum olíufélaganna og tal um lítinn sem engan ávinning væri „vitaskuld rangt", eins og orðrétt segir í greinargerðinni. Eru röksemdir olíufélaganna, sem eigi að leiða til lægri sektargreiðslu, taldar jafngilda því ef þjófur reyni að verja ávinning af gjörðum sínum með því að tefla fram kostnaði af „kaupum á kúbeini" sem notað hefði verið við þjófnaðinn, sem gildum rökum fyrir engum ávinningi af verknaði. Í greinargerðinni er frá því greint að samkeppniseftirlitið telji olíufélögin „kerfisbundið freista þess að varpa rýrð á rannsóknina og niðurstöðu samkeppnisyfirvalda". Oddgeir Einarsson, annar tveggja lögmanna Kers, segir athugun á gögnum leiða það í ljós að ávinningur af samráði hafi lítill sem enginn verið. „Þegar bornar eru saman markaðsaðstæður sem fyrir voru á markaðnum, og svo hvaða áhrif samráðið hafði á verðlagningu, þá er ekkert sem bendir til þess að samráðið hafi skilað ávinningi samkvæmt athugunum sem við höfum lagt til grundvallar í málinu." Aðalmeðferð í máli Reykjavíkurborgar gegn olíufélögunum hefst miðvikudaginn 22. nóvember í Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafa borgarinnar nemur rúmlega 150 milljónum króna. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu hefur íslenska ríkið óskað eftir viðurkenningu á bótaskyldu vegna verðsamráðsins en olíufélögin höfnuðu henni. Vinna er hafin við undirbúning vegna málshöfðunar íslenska ríkisins á hendur olíufélögunum en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstarréttarlögmaður sækir mál á hendur olíufélögunum fyrir hönd ríkisins og Reykjavíkurborgar.
Innlent Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira